Stórar þjóðir að koma inn af krafti Benedikt Bóas skrifar 7. ágúst 2019 10:30 Annie Mist og Katrín Tanja ganga inn á íþróttaleikvanginn á opnunardaginn en alls gengu 10 Íslendingar inn á leikvanginn og var Ragnheiður Sara fánaberi. Fréttablaðið/Michael Valentin Evert Víglundsson, yfirþjálfari og eigandi CrossFitReykjavík, segir að þrátt fyrir að engin íslensk kona hafi verið á verðlaunapalli á heimsleikunum í CrossFit, í fyrsta sinn síðan 2013, sé engin ástæða til að örvænta. Árangurinn úti í Bandaríkjunum hafi verið frábær og þó að stórar þjóðir, eins og Þýskaland, Rússland og jafnvel Kína, séu að uppgötva CrossFit muni þær ekki ýta okkar fólki neðar á listann. Hann var ekki hrifinn af framkvæmd mótsins en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir duttu snemma út vegna breytinga á reglum. „Allir sem við töluðum við þarna úti ræddu um þennan niðurskurð á laugardagsmorgninum. Ég er 100 prósent á því að það voru ekki tíu bestu keppendurnir eftir þegar var búið að skera niður. CrossFit á að vera fjölbreytt þar sem reynt er á bæði þol og styrk og þátttakendur voru ekki búnir að reyna sig í lyftingum. Það var ekki búið að reyna á alla þættina þegar skorið var niður. Persónulega held ég að þetta hafi verið mistök hjá framkvæmdaraðilum að skera niður svona snemma.Ef það hefði verið skorið niður á laugardagskvöld eftir að keppendur reyndu sig í lyftingum, þá hefði topp 10 listinn litið allt öðruvísi út. Annie og Sara hefðu líklega alltaf farið þá áfram, fullyrði ég, enda eru þær betri en flestar í heiminum í að lyfta lóðum,“ segir Evert. Aldrei hafa fleiri nýliðar tekið þátt í CrossFit-leikunum og segir Evert að leikarnir og CrossFit-heimurinn eigi bara eftir að stækka, sem eru kannski ekkert endilega góðar fréttir fyrir litla Ísland. „Ég get bara talað um mína stöð, CrossFitReykjavík, en við erum stöðugt vaxandi. Það kemur mér skemmtilega á óvart hvað það er stöðugur vöxtur. Ég held að það sé svoleiðis um allan heim, svona miðað við samtölin sem ég átti úti. Ísland fellur fyrir CrossFit mjög snemma og við vorum ein af fyrstu 50-100 stöðvunum í heiminum. Nú eru þær orðnar um 15 þúsund. Við vorum fljót af stað og stórar þjóðir eru að átta sig á þessu, eins og Þjóðverjar. Þetta er að byrja þar. Stóru þjóðirnar koma með fleiri keppendur, eins og Rússar, Kínverjar og aðrar sterkar Austur-Evrópuþjóðir og þá á litla Ísland minni möguleika. Kannski er það framtíðin. En ég held að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Katrín er enn ung að árum og á nóg eftir. Sara á nóg eftir og þó að þær hafi ekki verið á palli núna, þá var Katrín í fjórða sæti og rétt missti af bronsinu. Þær munu koma sterkari til baka. Sara á eftir að vinna, hún er líklega besti CrossFittari sem hefur ekki unnið leikana. Hún hefur aldrei verið í betra formi, líkamlega og andlega, en fyrir þessa leika. Annie hefur aldrei verið í betra formi. Hún byrjaði hrikalega vel og var í öðru sæti eftir fyrsta dag. En keppnin var skemmtileg og við vorum með fullt af fólki sem stóð sig ótrúlega vel,“ segir Evert.Evert VíglundssonKarlarnir líka góðir Það eru svo sannarlega orð að sönnu því fyrir utan kvennaflokkinn, sem nýtur mestra vinsælda hér á landi, kom Björgvin Karl Guðmundsson heim með brons í karlaflokknum. Það gerði Sigurður Þrastarson einnig, í flokki 35-39 ára, sem og Brynjar Ari Magnússon, í unglingaflokki. „Björgvin var stórkostlegur. Maður sá eldinn í augunum á honum á lokadeginum þegar hann byrjaði að éta upp forskotið. Hann var geggjaður. Hann er að stimpla sig inn sem goðsögn í þessum heimi. Árangurinn er þannig. Hann á nóg eftir á tankinum. Sigurður og Stefán Helgi enda báðir á topp 10 í 35-39 ára flokknum sem er frábært því það voru yfir 17 þúsund manns sem hófu leik. Hilmar Harðarson, sem keppti í 60+, var fremstur að degi þrjú og hann endar í 5. sæti sem er frábært.“ Það kom fáum á óvart að Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey skyldu vinna sína fjórðu leika en þau virðast vera nánast ósnertanleg á toppnum. „Fraser þurfti að hafa fyrir þessum titli sem hann hefur ekki þurft að gera síðustu tvö ár. Þá var hann búinn að vinna titilinn fyrir lokagreinina. Núna var hann síðasta daginn að gefa allt sitt.Björgvin Karl varð þriðji í karlaflokknum. Aðeins Bandaríkjamennirnir Mathew Fraser og Noah Ohlsen slógu okkar manni við um helgina.Toomey var örugg alla leikana. En síðustu fimm greinarnar eru bara tíu einstaklingar að keppa og mun minni keppni því það var búið að henda svo mörgum út vegna niðurskurðarins.“ Evert bendir á að unglingastarfið hér á landi sé frábært og það séu að koma upp krakkar sem geti gert ótrúlega hluti. „Það eru nokkur nöfn að banka á dyrnar. Við eigum alltaf nokkur ár á þessar stóru þjóðir og það er ekkert að fara að gerast í nánustu framtíð að stórar þjóðir fari að ýta okkur í burtu. Þessir krakkar sem eru að koma upp hafa ekki verið í neinum öðrum íþróttum. Þau stunda bara CrossFit. Það er að koma upp kynslóð af krökkum sem eru búnir að æfa CrossFit í 7-9 ár og gæðin eru svakaleg. Þessir krakkar munu ná langt – maður sér það.“Fjölmargir Íslendingar voru í stúkunni í Madison CrossFit Tengdar fréttir Annie segir endalok sín á heimsleikunum eins sorgleg og hugsast getur Segir fyrirkomulag keppninnar í ár ákveðin vonbrigði. 4. ágúst 2019 15:12 Katrín klárar í fjórða sæti Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í fjórða sæti eftir síðustu æfingu dagsins á heimsleikunum í CrossFit. Hún var í þriðja sæti fyrir síðustu æfinguna en náði sér ekki á strik og hafnaði í 9.sæti í henni. 4. ágúst 2019 21:03 Björgvin Karl fær rúmar tíu milljónir króna fyrir árangurinn á heimsleikunum í CrossFit Björgvin Karl Guðmundsson fer rúmum tíu milljónum íslenskra króna ríkari heim af heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:54 Björgvin Karl tekur brons á heimsleikunum Björgvin Karl hafnaði í þriðja sæti á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:23 Þuríður Erla „súper ánægð“ með árangurinn á heimsleikunum Þuríður Erla gerði vel á heimsleikunum. Hún komst í gegnum alla niðurskurðina og endaði í 10. sætinu. 5. ágúst 2019 12:30 Ræða harkalegan niðurskurð á heimsleikunum: „Róum okkur á að taka tíu út eftir fyrstu æfinguna á þriðja deginum“ Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir fjalla um CrossFit-leikana í Madison 4. ágúst 2019 10:43 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Evert Víglundsson, yfirþjálfari og eigandi CrossFitReykjavík, segir að þrátt fyrir að engin íslensk kona hafi verið á verðlaunapalli á heimsleikunum í CrossFit, í fyrsta sinn síðan 2013, sé engin ástæða til að örvænta. Árangurinn úti í Bandaríkjunum hafi verið frábær og þó að stórar þjóðir, eins og Þýskaland, Rússland og jafnvel Kína, séu að uppgötva CrossFit muni þær ekki ýta okkar fólki neðar á listann. Hann var ekki hrifinn af framkvæmd mótsins en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir duttu snemma út vegna breytinga á reglum. „Allir sem við töluðum við þarna úti ræddu um þennan niðurskurð á laugardagsmorgninum. Ég er 100 prósent á því að það voru ekki tíu bestu keppendurnir eftir þegar var búið að skera niður. CrossFit á að vera fjölbreytt þar sem reynt er á bæði þol og styrk og þátttakendur voru ekki búnir að reyna sig í lyftingum. Það var ekki búið að reyna á alla þættina þegar skorið var niður. Persónulega held ég að þetta hafi verið mistök hjá framkvæmdaraðilum að skera niður svona snemma.Ef það hefði verið skorið niður á laugardagskvöld eftir að keppendur reyndu sig í lyftingum, þá hefði topp 10 listinn litið allt öðruvísi út. Annie og Sara hefðu líklega alltaf farið þá áfram, fullyrði ég, enda eru þær betri en flestar í heiminum í að lyfta lóðum,“ segir Evert. Aldrei hafa fleiri nýliðar tekið þátt í CrossFit-leikunum og segir Evert að leikarnir og CrossFit-heimurinn eigi bara eftir að stækka, sem eru kannski ekkert endilega góðar fréttir fyrir litla Ísland. „Ég get bara talað um mína stöð, CrossFitReykjavík, en við erum stöðugt vaxandi. Það kemur mér skemmtilega á óvart hvað það er stöðugur vöxtur. Ég held að það sé svoleiðis um allan heim, svona miðað við samtölin sem ég átti úti. Ísland fellur fyrir CrossFit mjög snemma og við vorum ein af fyrstu 50-100 stöðvunum í heiminum. Nú eru þær orðnar um 15 þúsund. Við vorum fljót af stað og stórar þjóðir eru að átta sig á þessu, eins og Þjóðverjar. Þetta er að byrja þar. Stóru þjóðirnar koma með fleiri keppendur, eins og Rússar, Kínverjar og aðrar sterkar Austur-Evrópuþjóðir og þá á litla Ísland minni möguleika. Kannski er það framtíðin. En ég held að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Katrín er enn ung að árum og á nóg eftir. Sara á nóg eftir og þó að þær hafi ekki verið á palli núna, þá var Katrín í fjórða sæti og rétt missti af bronsinu. Þær munu koma sterkari til baka. Sara á eftir að vinna, hún er líklega besti CrossFittari sem hefur ekki unnið leikana. Hún hefur aldrei verið í betra formi, líkamlega og andlega, en fyrir þessa leika. Annie hefur aldrei verið í betra formi. Hún byrjaði hrikalega vel og var í öðru sæti eftir fyrsta dag. En keppnin var skemmtileg og við vorum með fullt af fólki sem stóð sig ótrúlega vel,“ segir Evert.Evert VíglundssonKarlarnir líka góðir Það eru svo sannarlega orð að sönnu því fyrir utan kvennaflokkinn, sem nýtur mestra vinsælda hér á landi, kom Björgvin Karl Guðmundsson heim með brons í karlaflokknum. Það gerði Sigurður Þrastarson einnig, í flokki 35-39 ára, sem og Brynjar Ari Magnússon, í unglingaflokki. „Björgvin var stórkostlegur. Maður sá eldinn í augunum á honum á lokadeginum þegar hann byrjaði að éta upp forskotið. Hann var geggjaður. Hann er að stimpla sig inn sem goðsögn í þessum heimi. Árangurinn er þannig. Hann á nóg eftir á tankinum. Sigurður og Stefán Helgi enda báðir á topp 10 í 35-39 ára flokknum sem er frábært því það voru yfir 17 þúsund manns sem hófu leik. Hilmar Harðarson, sem keppti í 60+, var fremstur að degi þrjú og hann endar í 5. sæti sem er frábært.“ Það kom fáum á óvart að Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey skyldu vinna sína fjórðu leika en þau virðast vera nánast ósnertanleg á toppnum. „Fraser þurfti að hafa fyrir þessum titli sem hann hefur ekki þurft að gera síðustu tvö ár. Þá var hann búinn að vinna titilinn fyrir lokagreinina. Núna var hann síðasta daginn að gefa allt sitt.Björgvin Karl varð þriðji í karlaflokknum. Aðeins Bandaríkjamennirnir Mathew Fraser og Noah Ohlsen slógu okkar manni við um helgina.Toomey var örugg alla leikana. En síðustu fimm greinarnar eru bara tíu einstaklingar að keppa og mun minni keppni því það var búið að henda svo mörgum út vegna niðurskurðarins.“ Evert bendir á að unglingastarfið hér á landi sé frábært og það séu að koma upp krakkar sem geti gert ótrúlega hluti. „Það eru nokkur nöfn að banka á dyrnar. Við eigum alltaf nokkur ár á þessar stóru þjóðir og það er ekkert að fara að gerast í nánustu framtíð að stórar þjóðir fari að ýta okkur í burtu. Þessir krakkar sem eru að koma upp hafa ekki verið í neinum öðrum íþróttum. Þau stunda bara CrossFit. Það er að koma upp kynslóð af krökkum sem eru búnir að æfa CrossFit í 7-9 ár og gæðin eru svakaleg. Þessir krakkar munu ná langt – maður sér það.“Fjölmargir Íslendingar voru í stúkunni í Madison
CrossFit Tengdar fréttir Annie segir endalok sín á heimsleikunum eins sorgleg og hugsast getur Segir fyrirkomulag keppninnar í ár ákveðin vonbrigði. 4. ágúst 2019 15:12 Katrín klárar í fjórða sæti Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í fjórða sæti eftir síðustu æfingu dagsins á heimsleikunum í CrossFit. Hún var í þriðja sæti fyrir síðustu æfinguna en náði sér ekki á strik og hafnaði í 9.sæti í henni. 4. ágúst 2019 21:03 Björgvin Karl fær rúmar tíu milljónir króna fyrir árangurinn á heimsleikunum í CrossFit Björgvin Karl Guðmundsson fer rúmum tíu milljónum íslenskra króna ríkari heim af heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:54 Björgvin Karl tekur brons á heimsleikunum Björgvin Karl hafnaði í þriðja sæti á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:23 Þuríður Erla „súper ánægð“ með árangurinn á heimsleikunum Þuríður Erla gerði vel á heimsleikunum. Hún komst í gegnum alla niðurskurðina og endaði í 10. sætinu. 5. ágúst 2019 12:30 Ræða harkalegan niðurskurð á heimsleikunum: „Róum okkur á að taka tíu út eftir fyrstu æfinguna á þriðja deginum“ Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir fjalla um CrossFit-leikana í Madison 4. ágúst 2019 10:43 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Annie segir endalok sín á heimsleikunum eins sorgleg og hugsast getur Segir fyrirkomulag keppninnar í ár ákveðin vonbrigði. 4. ágúst 2019 15:12
Katrín klárar í fjórða sæti Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í fjórða sæti eftir síðustu æfingu dagsins á heimsleikunum í CrossFit. Hún var í þriðja sæti fyrir síðustu æfinguna en náði sér ekki á strik og hafnaði í 9.sæti í henni. 4. ágúst 2019 21:03
Björgvin Karl fær rúmar tíu milljónir króna fyrir árangurinn á heimsleikunum í CrossFit Björgvin Karl Guðmundsson fer rúmum tíu milljónum íslenskra króna ríkari heim af heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:54
Björgvin Karl tekur brons á heimsleikunum Björgvin Karl hafnaði í þriðja sæti á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:23
Þuríður Erla „súper ánægð“ með árangurinn á heimsleikunum Þuríður Erla gerði vel á heimsleikunum. Hún komst í gegnum alla niðurskurðina og endaði í 10. sætinu. 5. ágúst 2019 12:30
Ræða harkalegan niðurskurð á heimsleikunum: „Róum okkur á að taka tíu út eftir fyrstu æfinguna á þriðja deginum“ Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir fjalla um CrossFit-leikana í Madison 4. ágúst 2019 10:43