Sport

Einn efnilegasti hjólareiðakappi Belga lést eftir árekstur við steypuklump

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjorg Lambrecht við keppni.
Bjorg Lambrecht við keppni. vísir/getty
Hjólreiðaliðið, Lotto Soudal, staðfesti nú í kvöld að liðsmaður Lotto, Belginn Bjorg Lambrecht, hafi látist í hjólareiðakeppninni Tour de Pologne í Póllandi í dag.

Samkvæmt fjölmiðlum lenti hinn 22 ára gamli Bjorg Lambrecht í samstuði við steypuklump þegar 50 kílómetrar voru eftir af leið dagsins sem voru rétt rúmir 150 kílómetrar.







Bjorg Lambrecht var umsvifalaust fluttur með sjúkrabíl á næsta sjúkrahús en undir kvöld var það svo staðfest að Belginn hafi ekki náð að lifa af aðgerðina.

Lambrecht var einn efnilegasti hjólreiðakappi Belga en hann hafði unnið marga keppnir í heimalandinu og samdi við Lotto-liðið árið 2018.

Í júnímánuði skrifaði hann svo undir áframhaldandi tveggja ára samning við Lotto-liðið áður en þetta skelfilega slys átti sér stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×