Lífið

„Er Donald Trump að reyna að vísa Melaniu úr landi?“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Trevor Noah segir Trump reyna að vísa Melaniu, konu sinni, úr landi.
Trevor Noah segir Trump reyna að vísa Melaniu, konu sinni, úr landi. youtube
„Er Donald Trump að reyna að vísa Melaniu úr landi?“ er yfirskrift myndbands sem birt var á YouTube síðu spjallþáttar Trevor Noah í gær.

Í myndbandinu færir Trevor Noah rök fyrir því að stefnumálum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, sé í raun beint að eiginkonu hans, Melaniu, en ekki innflytjendum af öðrum uppruna sem yfirleitt eru taldir vekja upp andúð forsetans.

„Eitt af því sem Trump kvartar mest yfir er „fólk sem kemur til Bandaríkjanna á rangan hátt og vinnur ólöglega í landinu“,“ segir Noah og hermir eftir Trump. „Það gera allir ráð fyrir því að vegna þess að hann hefur kynþáttafordóma sé hann að tala um fólk frá Mexíkó en ég held að það sé ekki tilviljun að þessi sama kvörtun geti beinst að hans eigin konu.“

Eftir að hann segir þetta spilast klippur frá mismunandi fjölmiðlum sem segja frá stöðu Melaniu sem innflytjanda þegar hún fyrst kom til landsins og að hún hafi farið til Slóveníu, heimalands síns, á nokkurra mánaða fresti til að endurnýja landvistarleyfi sitt. Hljómar þetta eins og hún hafi aðeins haft landvistarleyfi til ferðalaga en á þessum tíma starfaði hún í Bandaríkjunum, sem er ekki leyfilegt þegar ferðamannalandvistarleyfi er í gildi hjá einstaklingnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.