Ef marka má þessar niðurstöður er hægt að draga þá ályktun að símanotkun sé vandamál í níu af hverjum tíu samböndum. Tæplega 2000 manns tóku þátt í könnuninni.
Tölvuleikjafíkn og spilafíkn hafa mikið verið í umræðunni og eru hvorutveggja skilgreind í dag sem fíknisjúkdómar. En hvað með of mikla samfélagsmiðlanotkun? Getur verið að samfélagsmiðlanotkun okkar sé orðin það mikil að hún fari einnig að flokkast sem fíkn?
Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður úr könnuninni hér fyrir neðan:
Eyðir makinn þinn of miklum tíma í síma eða tölvu?
Já - 72%
Nei, en ég geri það - 19%
Hvorugt okkar - 9%
Hér er hægt að sjá að aðeins 9% af svarendum segja símanotkun ekki vera vandamál.
Makamál hafa áhuga á því að skoða hvaða áhrif of mikil síma- og samfélagsmiðlanotkun hafa á ástarsambönd og ætla því að fjalla ítarlegar um málið í næstu viku.
Allar ábendingar og reynslusögur varðandi þetta efni má senda á makamal@syn.is
Makamál mættu í Brennsluna á FM957 í morgun og ræddu um þessar niðurstöður og kynntu til leiks spurningu næstu viku.