Eignaðist draumabarnið með gjafasæði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2019 10:33 Mæðginin, Sigga Lena og Hákon Orri. Stöð 2 Sigríður Lena Sigurbjarnadóttir, sem vakti athygli margra fyrir um tveimur árum síðan þegar hún kom fram í fjölmiðlum og talaði opinberlega um löngun sína til þess að eignast barn, hvort sem karlmaður væri í spilinu eða ekki, segist nú, tveimur árum síðar, hafa eignast draumabarnið. Sonur hennar, Hákon Orri, kom í heiminn fyrir tveimur mánuðum og var getinn með hjálp gjafasæðis. Í júlí 2017 var Sigríður, eða Sigga Lena eins og hún er oft kölluð, til viðtals í Íslandi í dag. Þar ræddi hún um drauminn um að eignast barn og sagðist ekki nenna að stressa sig á því að ná sér í mann. Barnið væri aðalatriðið. Hún var þá búin að ákveða að ef hún væri ekki búin að finna mann innan árs, myndi hún sjá um þessi mál ein, maðurinn kæmi bara seinna. Sindri Sindrason tók stöðuna hjá Siggu Lenu og Hákoni Orra í þætti gærkvöldsins og ræddu þau hverjar væntingar hennar voru, efasemdir og hugmyndir um ferlið en einnig hvernig ferlið var svo í raun og veru og hvort hún myndi fara þessa leið aftur. Einnig var viðtalið við Siggu Lenu frá því fyrir tveimur árum rifjað upp. „Ég fór í smá sjálfsskoðun og reyndi að átta mig á hvort að þetta væri eitthvað sem ég virkilega vildi, að vera ein með barn,“ segir Sigga Lena sem segist aldrei hafa verið efins um hvernig hún vildi haga sínum barnamálum. „Þetta var svona, ókei, jú. Ég ætla að gera þetta. Það tók svolítinn tíma að ákveða þetta alveg fullkomlega, hundrað prósent að þetta væri það sem ég ætlaði að gera. En ég sé ekki eftir því í dag.“ Sigga Lena fór í almenna skoðun hjá Livio til þess að athuga hvort allt væri í lagi og hvort hægt væri að halda út í ferlið. „Ég fékk þá niðurstöðu að ég væri með lítið af eggjum, svona miðað við hvað ég er gömul. Þau sögðu að ég ætti alveg að geta orðið ólétt þó að ég væri með fá egg. Þannig að ég bara prófaði þetta.“ Hálfu ári síðar tók Sigga Lena slaginn, prófaði eina uppsetningu og varð ólétt í fyrstu tilraun. Í viðtalinu sem sjá má hér að neðan talar Sigga Lena meðal annars um nafnavalið, hvernig hún valdi sæðisgjafa, hlutverk sitt sem einstæð móðir og viðhorf samfélagsins til ákvörðunar hennar, sem hún segir einkennast af stuðningi og gleði. Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Tengdar fréttir Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum, segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. 19. september 2017 10:30 Íhugar að eignast barn með gjafasæði Sigríður Lena er 32 ára og barnlaus. Hún er ekki í sambandi en finnur fyrir löngun til að eignast börn. Hún íhugar að stofna fjölskyldu ein með því að þiggja gjafasæði og veit um konur í sömu pælingum. 20. júlí 2017 10:15 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
Sigríður Lena Sigurbjarnadóttir, sem vakti athygli margra fyrir um tveimur árum síðan þegar hún kom fram í fjölmiðlum og talaði opinberlega um löngun sína til þess að eignast barn, hvort sem karlmaður væri í spilinu eða ekki, segist nú, tveimur árum síðar, hafa eignast draumabarnið. Sonur hennar, Hákon Orri, kom í heiminn fyrir tveimur mánuðum og var getinn með hjálp gjafasæðis. Í júlí 2017 var Sigríður, eða Sigga Lena eins og hún er oft kölluð, til viðtals í Íslandi í dag. Þar ræddi hún um drauminn um að eignast barn og sagðist ekki nenna að stressa sig á því að ná sér í mann. Barnið væri aðalatriðið. Hún var þá búin að ákveða að ef hún væri ekki búin að finna mann innan árs, myndi hún sjá um þessi mál ein, maðurinn kæmi bara seinna. Sindri Sindrason tók stöðuna hjá Siggu Lenu og Hákoni Orra í þætti gærkvöldsins og ræddu þau hverjar væntingar hennar voru, efasemdir og hugmyndir um ferlið en einnig hvernig ferlið var svo í raun og veru og hvort hún myndi fara þessa leið aftur. Einnig var viðtalið við Siggu Lenu frá því fyrir tveimur árum rifjað upp. „Ég fór í smá sjálfsskoðun og reyndi að átta mig á hvort að þetta væri eitthvað sem ég virkilega vildi, að vera ein með barn,“ segir Sigga Lena sem segist aldrei hafa verið efins um hvernig hún vildi haga sínum barnamálum. „Þetta var svona, ókei, jú. Ég ætla að gera þetta. Það tók svolítinn tíma að ákveða þetta alveg fullkomlega, hundrað prósent að þetta væri það sem ég ætlaði að gera. En ég sé ekki eftir því í dag.“ Sigga Lena fór í almenna skoðun hjá Livio til þess að athuga hvort allt væri í lagi og hvort hægt væri að halda út í ferlið. „Ég fékk þá niðurstöðu að ég væri með lítið af eggjum, svona miðað við hvað ég er gömul. Þau sögðu að ég ætti alveg að geta orðið ólétt þó að ég væri með fá egg. Þannig að ég bara prófaði þetta.“ Hálfu ári síðar tók Sigga Lena slaginn, prófaði eina uppsetningu og varð ólétt í fyrstu tilraun. Í viðtalinu sem sjá má hér að neðan talar Sigga Lena meðal annars um nafnavalið, hvernig hún valdi sæðisgjafa, hlutverk sitt sem einstæð móðir og viðhorf samfélagsins til ákvörðunar hennar, sem hún segir einkennast af stuðningi og gleði.
Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Tengdar fréttir Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum, segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. 19. september 2017 10:30 Íhugar að eignast barn með gjafasæði Sigríður Lena er 32 ára og barnlaus. Hún er ekki í sambandi en finnur fyrir löngun til að eignast börn. Hún íhugar að stofna fjölskyldu ein með því að þiggja gjafasæði og veit um konur í sömu pælingum. 20. júlí 2017 10:15 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum, segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. 19. september 2017 10:30
Íhugar að eignast barn með gjafasæði Sigríður Lena er 32 ára og barnlaus. Hún er ekki í sambandi en finnur fyrir löngun til að eignast börn. Hún íhugar að stofna fjölskyldu ein með því að þiggja gjafasæði og veit um konur í sömu pælingum. 20. júlí 2017 10:15