Ekkert hægt að gera í máli Castillions Benedikt Bóas skrifar 14. ágúst 2019 09:00 Castillion, leikmaður Fylkis, er kominn í leikbann. Fréttablaðið/Ernir Geoffrey Castillion, leikmaður Fylkis, fékk gult spjald gegn Grindavík fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að búið var að dæma aukaspyrnu á hann. Hann verður því í leikbanni gegn FH, í leik sem hann hefði ekki mátt spila hvort sem er. Flestir eru sammála um að Castillion hafi verið klókur og krækt sér viljandi í spjaldið og eigi því skilið að fá lengra bann en aðeins þennan eina leik. Það er þó ekkert hægt að gera. Í íslenskum knattspyrnulögum er nefnilega ekkert til að vísa í varðandi viljandi gult spjald. Helgi Mikael Jónasson, dómari leiksins, hefur væntanlega skrifað í sína skýrslu um brotið og þar með ljúki málinu. Þetta er samdóma álit þeirra sem Fréttablaðið leitaði til og þekkja vel til knattspyrnulaganna. Framkvæmdarstjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, getur vísað málum til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, en þar sem ekkert ákvæði er í lögunum um hvað eigi að vitna í þá er ansi langsótt að mati flestra viðmælenda Fréttablaðsins að vísa máli Castillions til nefndarinnar. „KSÍ þarf að setja þetta inn í regluverkið og það er bara handvömm að ekki sé búið að því,“ segir einn lögfróður maður. Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, segir að dómarar séu almennt lítið að velta fyrir sér hvað hver leikmaður sé með mörg spjöld á bakinu þegar leikurinn sé blásinn á. „Skilaboðin mín til minna dómara eru, dæmdu bara leikinn og yfirleitt er það alveg nóg. Við dæmum eftir okkar samvisku og tökum þær ákvarðanir sem við teljum vera réttar hverju sinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Sjá meira
Geoffrey Castillion, leikmaður Fylkis, fékk gult spjald gegn Grindavík fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að búið var að dæma aukaspyrnu á hann. Hann verður því í leikbanni gegn FH, í leik sem hann hefði ekki mátt spila hvort sem er. Flestir eru sammála um að Castillion hafi verið klókur og krækt sér viljandi í spjaldið og eigi því skilið að fá lengra bann en aðeins þennan eina leik. Það er þó ekkert hægt að gera. Í íslenskum knattspyrnulögum er nefnilega ekkert til að vísa í varðandi viljandi gult spjald. Helgi Mikael Jónasson, dómari leiksins, hefur væntanlega skrifað í sína skýrslu um brotið og þar með ljúki málinu. Þetta er samdóma álit þeirra sem Fréttablaðið leitaði til og þekkja vel til knattspyrnulaganna. Framkvæmdarstjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, getur vísað málum til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, en þar sem ekkert ákvæði er í lögunum um hvað eigi að vitna í þá er ansi langsótt að mati flestra viðmælenda Fréttablaðsins að vísa máli Castillions til nefndarinnar. „KSÍ þarf að setja þetta inn í regluverkið og það er bara handvömm að ekki sé búið að því,“ segir einn lögfróður maður. Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, segir að dómarar séu almennt lítið að velta fyrir sér hvað hver leikmaður sé með mörg spjöld á bakinu þegar leikurinn sé blásinn á. „Skilaboðin mín til minna dómara eru, dæmdu bara leikinn og yfirleitt er það alveg nóg. Við dæmum eftir okkar samvisku og tökum þær ákvarðanir sem við teljum vera réttar hverju sinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Sjá meira