Lífið

Segir skipu­lags­galla hafa valdið röðinni á Ed Sheeran

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Margir tónleikagesta voru óánægðir með röðina sem myndaðist fyrir framan tónleikasvæðið. Hún náði á tímabili alla leið að Glæsibæ.
Margir tónleikagesta voru óánægðir með röðina sem myndaðist fyrir framan tónleikasvæðið. Hún náði á tímabili alla leið að Glæsibæ. Vísir/Vésteinn
„Mér leið náttúrulega bara hræðilega., gjörsamlega skelfilega. Það eru náttúrulega allir sítengdir og fólk stendur bara í röðinni og hraunar yfir okkur, sem er skiljanlegt,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Senu Live, um röðina sem myndaðist fyrir utan tónleikasvæði Ed Sheeran á laugardaginn.

Ísleifur segir að eftir eigi að fara almennilega yfir það hvar stíflan í röðinni myndaðist en flest í skipulagningu raðarinnar á laugardaginn hafi haft einhvern þátt í að búa stífluna til en aðallega hafi það verið svokallaður snákur, röðin þar sem tónleikagestir þurftu að ganga fram og aftur til að komast að öryggisgæslunni. Hann segir í samtali við Reykjavík síðdegis öryggisleitina hafa tekið of langan tíma.

Þá hafi rafstöð dottið út svo ekki hafi verið hægt að skanna miðana í einhvern tíma og hafi skipuleggjendur ekki hafa áttað sig á vandamálinu. Skipuleggjendur hafi haldið að rafmagnsleysið hafi verið rót vandans en það hafi í raun verið skipulag.

„Þegar við sjáum að þetta er að verða verra og verra, stíflan er að stækka og hún er ekki að leysast þá er hlaupið í að finna einhverjar lausnir en þetta kemur inn á öryggi gesta, það er stórhættulegt að hlaupa til og breyta [skipulaginu] á hlaupum eða í einhverju panikki,“ segir Ísleifur.


Tengdar fréttir

Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið

Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið.

Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana

Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld.

Ekki skylda að mæta í röðina við Laugardalshöll

Snemm-innritun er aðeins hugsuð fyrir stóra hópa sem ætla ekk inn á tónleika Eds Sheeran á sama tíma en keyptu miða saman. Armbandið sem fæst við innritun er ekki nauðsynlegt til þess að komast á tónleikana. Miði er nóg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×