Veislan aldrei skemmtilegri en fólkið sem er í henni Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 12. ágúst 2019 06:00 Vafalaust myndast ákveðið gat á veislustjóramarkaðinum þegar Margrét eignast frumburð sinn. Fréttablaðið/Ernir Fjöllistakonan og skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack stendur fyrir námskeiðum í veislustjórn í vikunni. Í mars síðastliðnum var hún uppbókuð og flestir í sama bransa sem hún beindi fólki vanalega til einnig. Í kjölfarið fékk hún þá hugmynd að bjóða upp á námskeiðin, enda uppfull um fróðleik eftir að hafa verið í skemmtanabransanum í meira en áratug.Stundum gengið eins og í sögu, stundum eins og í martröð „Ég var svolítið að lenda í að fólk var að hringja í mig í stressi að segja mér að það hefði tekið að sér veislustjórnun og hefði ekki hugmynd um hvað það ætti að gera. Það var þá fólk sem mér finnst mjög skemmtilegt og sniðugt og ég hélt að myndi alveg geta þetta,“ segir Margrét Erla um ástæðu þess að hún ákvað að bjóða upp á námskeiðin. Hún segist oft í gegnum tíðina hafa fengið spurningar tengdar veislustjórnun. „Hvað á að rukka, í hverju á að vera, hvernig er best að raða upp kvöldi. Ég er auðvitað alls ekki alvitur, en veislustjórn og skemmtanir hafa verið lifibrauð mitt síðustu fjögur árin, ég hef skemmt í frábærum og hræðilegum veislum. Allt hefur gengið eins og í sögu og eins og í martröð.“ Samskipti við eldhúsið mikilvæg Hún segist eiga alls konar sögur sem geta verið öðrum víti til varnaðar. „Samskiptin við yfirþjón og eldhús eru til að mynda lykilatriði. Ef bókaðir eru aðrir skemmtikraftar sem eru vinsælir þurfa tímasetningar að standast. Ari Eldjárn getur ekki beðið í 15 mínútur. Mér finnst líka eins og veislustjórinn sé sá sem setur sparistemninguna í veisluna.“ Margrét segist einbeita sér að veislustjórn á viðburðum tengdum fyrirtækjum, en á námskeiðinu verði líka farið út í punkta sem henta brúðkaupum, stórafmælum og ráðstefnum. „Ég myndi segja að námskeiðið henti í raun öllum þeim sem sjá fyrir sér að stýra mannamótum. En svo er líka gott að muna að veislan er aldrei skemmtilegri en fólkið sem er í henni. Það á jafnt við um veislustjórann og þá sem sitja með manni við borð.“ Pláss fyrir fleiri veislustjóra Margrét hefur verið í bransanum síðan 2007 og segir marga halda að eftir það hafi komið dýfa í skemmtibransann. „Þvert á móti. Vinnustaðir leggja mikið upp úr að halda í þessi mannamót á borð við árshátíðir, þorrablót og jólahlaðborð, því þau eru svo mikilvæg fyrir móralinn. Við sjáum það líka á fjölda viðburðafyrirtækja að fólk sækir í þjónustu þar sem er ákveðin reynsla til staðar. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að halda þetta námskeið er að til dæmis núna í mars síðastliðnum var ég í vandræðum að benda á fólk því ég var bókuð öll föstudags- og laugardagskvöld í þeim mánuði,“ segir Margrét Hún segir alla sem hún hafi þekkt og gat vanalega beint fólki til hafi einnig verið uppbókaða þann mánuðinn. „Það er því pláss fyrir fleiri veislustjóra og skemmtikrafta, sérstaklega sem taka að sér minni veislur, og fullt af fólki sem langar að vita hvort þetta er eitthvað sem hentar því. Það eru tvö pláss laus á námskeiðið í kvöld, mánudagskvöld, og aðeins fleiri á morgun og næsta mánudag.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Fjöllistakonan og skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack stendur fyrir námskeiðum í veislustjórn í vikunni. Í mars síðastliðnum var hún uppbókuð og flestir í sama bransa sem hún beindi fólki vanalega til einnig. Í kjölfarið fékk hún þá hugmynd að bjóða upp á námskeiðin, enda uppfull um fróðleik eftir að hafa verið í skemmtanabransanum í meira en áratug.Stundum gengið eins og í sögu, stundum eins og í martröð „Ég var svolítið að lenda í að fólk var að hringja í mig í stressi að segja mér að það hefði tekið að sér veislustjórnun og hefði ekki hugmynd um hvað það ætti að gera. Það var þá fólk sem mér finnst mjög skemmtilegt og sniðugt og ég hélt að myndi alveg geta þetta,“ segir Margrét Erla um ástæðu þess að hún ákvað að bjóða upp á námskeiðin. Hún segist oft í gegnum tíðina hafa fengið spurningar tengdar veislustjórnun. „Hvað á að rukka, í hverju á að vera, hvernig er best að raða upp kvöldi. Ég er auðvitað alls ekki alvitur, en veislustjórn og skemmtanir hafa verið lifibrauð mitt síðustu fjögur árin, ég hef skemmt í frábærum og hræðilegum veislum. Allt hefur gengið eins og í sögu og eins og í martröð.“ Samskipti við eldhúsið mikilvæg Hún segist eiga alls konar sögur sem geta verið öðrum víti til varnaðar. „Samskiptin við yfirþjón og eldhús eru til að mynda lykilatriði. Ef bókaðir eru aðrir skemmtikraftar sem eru vinsælir þurfa tímasetningar að standast. Ari Eldjárn getur ekki beðið í 15 mínútur. Mér finnst líka eins og veislustjórinn sé sá sem setur sparistemninguna í veisluna.“ Margrét segist einbeita sér að veislustjórn á viðburðum tengdum fyrirtækjum, en á námskeiðinu verði líka farið út í punkta sem henta brúðkaupum, stórafmælum og ráðstefnum. „Ég myndi segja að námskeiðið henti í raun öllum þeim sem sjá fyrir sér að stýra mannamótum. En svo er líka gott að muna að veislan er aldrei skemmtilegri en fólkið sem er í henni. Það á jafnt við um veislustjórann og þá sem sitja með manni við borð.“ Pláss fyrir fleiri veislustjóra Margrét hefur verið í bransanum síðan 2007 og segir marga halda að eftir það hafi komið dýfa í skemmtibransann. „Þvert á móti. Vinnustaðir leggja mikið upp úr að halda í þessi mannamót á borð við árshátíðir, þorrablót og jólahlaðborð, því þau eru svo mikilvæg fyrir móralinn. Við sjáum það líka á fjölda viðburðafyrirtækja að fólk sækir í þjónustu þar sem er ákveðin reynsla til staðar. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að halda þetta námskeið er að til dæmis núna í mars síðastliðnum var ég í vandræðum að benda á fólk því ég var bókuð öll föstudags- og laugardagskvöld í þeim mánuði,“ segir Margrét Hún segir alla sem hún hafi þekkt og gat vanalega beint fólki til hafi einnig verið uppbókaða þann mánuðinn. „Það er því pláss fyrir fleiri veislustjóra og skemmtikrafta, sérstaklega sem taka að sér minni veislur, og fullt af fólki sem langar að vita hvort þetta er eitthvað sem hentar því. Það eru tvö pláss laus á námskeiðið í kvöld, mánudagskvöld, og aðeins fleiri á morgun og næsta mánudag.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira