BDSM: Flengingar, fræðsla og fordómar Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 11. ágúst 2019 23:00 aðsend Sólhrafn er 24 ára transmaður og virkur þáttakandi í BDSM senunni á Íslandi. Sólhrafn eða Hrafn eins og hann er yfirleitt kallaður, segist hafa vitað það frá 11 til 12 ára aldri að BDSM væri eitthvað sem heillaði og eftir kynþroskaaldur hafi það svo byrjað að þróast. Um tvítugt segist hann hafa áttað sig á þvi að hann væri BDSM-hneigður. Makamál hittu Hrafn og spjölluðu við hann um BDSM félagið, ástina, kynlíf og hvernig það er að vera trans í íslensku samfélagi. Þú fæddist stelpa en skilgreinir þig núna sem strák. Hvenær byrjaðir þú að hugsa um kynvitund þína og finna fyrir því að þú værir mögulega ekki í réttum líkama?Ég hafði verið að hugsa út í það í lok ársins 2015 að ég væri mögulega ekki stelpa. Eftir áramótin bað ég vini mína um að kalla mig Hrafn og nota karlkyns fornöfn í bland við gamla nafnið mitt og kvenkyns fornöfn. Ég áttaði mig síðan á því að mér leið eins og að það væri réttara þegar fólk kallaði mig Hrafn og fattaði þá að ég hlyti að vera trans-maður.Hvernig tók fjölskyldan þín í það að þú skilgreinir þig núna sem strák? Ég er mjög heppinn þegar það kemur að fjölskyldunni, ég finn ekkert nema stuðning og ást frá þeim. Þetta tók auðvitað sinn tíma að komast í gegn hjá þeim en ég held að það sé alltaf þannig, bara á mismunandi vegu.Nú er mikið talað um það að við eigum ekki að vera að setja fólk í einhverja flokka og ekki skilgreina of mikið. Hefur þú þörf fyrir að skilgreina þig? Finnst þér það mikilvægt? Já, ég hef svolítla þörf fyrir það. Mér finnst gott að hafa orð yfir þessar flóknu tilfinningar og allt sem maður er. GETTYÞegar Hrafn er spurður um ástina þá segist hann eiga kærasta og að sambandsformið þeirra sé opið. Kynhneigðin mín er svolítil flækja og ég í rauninni hef ekkert eitt orð yfir hana. En ef ég er hrifinn af einhverjum þá kemur BDSM fyrst, það er á topp fimm listanum yfir það sem ég þarf í sambandi.Hvernig voru fyrstu kynni þín af BDSM félaginu?Ég gekk í félagið sumarið 2016, beint í storminn um hlutaaðildar-málið. Ég man eftir því hvað allir stóðu saman og studdu við bakið á hvert öðru. Það var mjög fallegt.Fannst þér mikilvægt fyrir þig að leita til BDSM félagsins? Eftir að ég mætti á fyrstu viðburðina þótti mér það mikilvægara, ég gerði mér grein fyrir því að það var mjög mikið sem ég átti eftir að læra. Hingað til er eina reglulega námskeiðið BDSM 101, þar er farið yfir flest alla hluti sem byrjendur þurfa að vita áður en lengra er haldið. Það námskeið er hugsað fyrir þá sem vilja byrja að stunda BDSM. Síðan erum við alltaf með kynningarfundi af og til þar sem við útskýrum BDSM fyrir öllum þeim sem eru forvitnir. Annars vegar erum við búin að vera með mikið af óreglulegri viðburðum þar sem við tölum um allskonar BDSM tengda hluti.Það er alveg mikilvægt að geta fundið hóp af fólki sem er eins og maður sjálfur, þó að það sé ekki nema til að ræða um hluti. Það er góð tilfinning að tilheyra hópiFannstu fyrir einhverri skömm eða feimni með það að vera að kanna BDSM eða vera með þessa hneigð?Nei, alls ekki. Það hefur kannski eitthvað með það að gera að ég skammast mín ekkert fyrir að vera eins og ég er.Hvernig er starfsemi BDSM félagsins á Íslandi? Er þetta stór hópur? Félagið er fyrst og fremst fræðslufélag, við stöndum fyrir námskeiðum og fyrirlestrum bæði fyrir meðlimi félagsins og aðra. Það eru um 100 til 130 skráðir meðlimir en fólk er auðvitað misvirkt í starfinu.Þegar þú talar um barnæskuna þína segir þú að þú sjáir tengingu á milli hegðunar þinnar sem barns og BDSM hneigðar þinnar í dag, hvernig lýsir þú því?Já, það eru vissir hlutir sem ég gerði eða fannst gaman að gera sem er alveg hægt að tengja við BDSM. Til dæmis fannst mér gaman að vera haldið niðri, örugglega tilfinningin um að vera varnarlaus?Þegar þú talar um að fræða frekar en að fela, hvað áttu við með því? Mér finnst að kynfræðsla ætti að byrja fyrr og að fólk þurfi að gera sér grein fyrir því að krakkar eru forvitnir og því er betra að fræða þau fyrr. Að segja hvað er viðeigandi og hvað ekki, segja að það sé í lagi og að það sé ekkert að þeim.Hætta að hneykslast þegar krakkar á kynþroskaaldri eru að byrja að skoða eiginn líkama. Frekar að kenna þeim hvað er í lagi að gera með öðrum og hvað ekki, kenna þeim snemma um hvað samþykki snýst og að virða mörk, bæði sín og annara Hrafn talar um það að fólk ruglist stundum á starfsemi BDSM félagsins og sjálfri senunni og segir hann félagið standa að mestu fyrir fræðslu og námskeiðum en að senan er meira félagslega hliðin. Þegar hann er spurður nánar út í það þá byrjum við að ræða þessi svokölluðu leikpartý.Hvernig fara leikpartíin fram? Partíin eru ekki á vegum félagsins heldur fólks í senunni, þau eru alltaf einu sinni í mánuði og haldin á sunnudegi. Það kostar 4000 krónur ef þú ert ekki búinn að skrá þig á gestalistann, annars er það 2000 krónur.Það er alveg fjör í þessum partíum en þetta eru þó ekki einhverskonar klikkaðar orgíur. Mest er verið að binda á allskonar vegu, flengja, spjalla saman og bara hafa gaman. Áfengi er ekki bannað en ef þú ert fullur þá er bannað að taka þátt í leikjum. Það eru síðan Dýflyssustjórnendur sem sjá til þess að fólk sé að fylgja settum reglum. Nú eru eflaust margir sem tengja BDSM við sársauka og píningar. Hvernig myndir þú lýsa BDSM og hver er svona helsti misskilningurinn við BDSM, að þínu mati? Það er mjög erfitt að reyna að setja BDSM á mismunandi stig sem allir myndu samþykkja, það er svo gríðarlega persónubundið. En það er algjör misskilningur að maður þurfi að vera fyrir sársauka (hvorki að gefa né þiggja) til að stunda BDSM, svona eins og maður þarf ekkert að vera fyrir leður eða latex heldur. Fólk er misjafnt og vill mismunandi hluti og þarf ekkert að gera eitt eða neitt sem það vill ekki, það er ekki til neitt sem heitir "ekki nógu BDSM’’Nú segist þú vera einn af þeim sem finnst sársauki vera örvandi, getur þú lýst því hvað það er við sársauka sem veitir þér fullnægju eða örvun? Það eru margar mismunandi tegundir af sársauka og fólk þolir mismikið, mín reynsla er sú að þung högg með t.d. flogger (flengitól) eru bara eins og ágætasta nudd en stingandi högg eins og eftir svipu taka meira á. Sársaukinn varir aðeins lengur og ég þarf að anda í gegnum hann en á sama tíma er upplifunin spennandi. Svo fer eftir því hvað leikurinn varir lengi, í hvernig skapi maður er og slíkt.Stundum fer ég í algjöra leiðslu, þá verður tilfinningin aðeins öðruvísi og skynjunin önnur. Maður kemst bara inn í allt annan heim og þegar leikurinn klárast, maður er vafinn í teppi og knús, það er algjör útrás og hugleiðsla á sama tíma og svo er manni hjálpað að komast aftur á jörðina.Að lokum tölum við um kynlíf almennt og hversu stór BDSM hlutinn sé af lífi hans en Hrafn er mjög opinn með sína reynslu og svarar öllum spurningum Makamála af mikilli einlægni. Það er greinilegt að honum er mikið í mun að fólk fræðist frekar en að það fordæmi. Síðasta spurning Makamála var víst ekki sú skarpasta en við leyfum henni að fljóta með í lokin. Þegar þú stundar kynlíf er BDSM þá alltaf hluti af leiknum eða ertu stundum bara með tónlist og kertaljós?Hrafn brosir og reynir að halda í sér hlátrinum. Svo svarar hann mjög kurteisislega. Eigum við ekki að orða það þannig að ég myndi nota kertin í eitthvað annað en það sem þú ert að vísa til!Makamál þakka Hrafni innilega fyrir spjallið og fyrir þá sem vilja fræðast frekar um BDSM þá er hægt að nálgast síðuna þeirra hér. Ástin og lífið Tengdar fréttir Hvernig hinsegin ertu? 14 flokkar kynhneigðar Hvað er það að vera hinsegin? Sjálft orðið hinsegin hefur margar merkingar og skírskotanir en í umræðunni hér á landi hefur það verið notað sem regnhlífarhugtak yfir allt það fólk sem ekki er gagnkynhneigt og fellur því ekki inn í það sem telst hefbundið kyn eða kynhlutverk. 8. ágúst 2019 19:30 Sönn íslensk makamál: Gellugengisfall Þegar ég kom út á markaðinn 36 ára eftir að hafa eytt öllum mínum fullorðinsárum í sambandi þá skildi ég fyrst af hverju stefnumótaheimurinn er kallaður markaður. Hvaða breytur ætli það séu sem hafa áhrif á gengi okkar sem einhleypir einstaklingar? 10. ágúst 2019 19:45 Þriðjungur einhleypra lenti í ástarævintýri um Versló Nú er vika liðin frá Versló og eflaust margir enn að ilja sér við góðar minningar um stundir undir berum himni í íslenskri náttúru. Að vera einhleypur og fara á útihátíð getur verið spennandi tilfinning og alltaf eru það einhverjir sem finna ástina. 9. ágúst 2019 11:00 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Ástin og lífið: Helgi Valur og Adanna ástfangin, nýgift og eiga von á barni Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Spurning vikunnar: Hvaða áhrif hefur samkomubannið haft á sambandið? Makamál „Þegar ég sá hana var ég bara: Jæja Aron, nú þarftu að vanda þig!“ Makamál Einhleyp og ævintýragjörn í Montréal Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Sólhrafn er 24 ára transmaður og virkur þáttakandi í BDSM senunni á Íslandi. Sólhrafn eða Hrafn eins og hann er yfirleitt kallaður, segist hafa vitað það frá 11 til 12 ára aldri að BDSM væri eitthvað sem heillaði og eftir kynþroskaaldur hafi það svo byrjað að þróast. Um tvítugt segist hann hafa áttað sig á þvi að hann væri BDSM-hneigður. Makamál hittu Hrafn og spjölluðu við hann um BDSM félagið, ástina, kynlíf og hvernig það er að vera trans í íslensku samfélagi. Þú fæddist stelpa en skilgreinir þig núna sem strák. Hvenær byrjaðir þú að hugsa um kynvitund þína og finna fyrir því að þú værir mögulega ekki í réttum líkama?Ég hafði verið að hugsa út í það í lok ársins 2015 að ég væri mögulega ekki stelpa. Eftir áramótin bað ég vini mína um að kalla mig Hrafn og nota karlkyns fornöfn í bland við gamla nafnið mitt og kvenkyns fornöfn. Ég áttaði mig síðan á því að mér leið eins og að það væri réttara þegar fólk kallaði mig Hrafn og fattaði þá að ég hlyti að vera trans-maður.Hvernig tók fjölskyldan þín í það að þú skilgreinir þig núna sem strák? Ég er mjög heppinn þegar það kemur að fjölskyldunni, ég finn ekkert nema stuðning og ást frá þeim. Þetta tók auðvitað sinn tíma að komast í gegn hjá þeim en ég held að það sé alltaf þannig, bara á mismunandi vegu.Nú er mikið talað um það að við eigum ekki að vera að setja fólk í einhverja flokka og ekki skilgreina of mikið. Hefur þú þörf fyrir að skilgreina þig? Finnst þér það mikilvægt? Já, ég hef svolítla þörf fyrir það. Mér finnst gott að hafa orð yfir þessar flóknu tilfinningar og allt sem maður er. GETTYÞegar Hrafn er spurður um ástina þá segist hann eiga kærasta og að sambandsformið þeirra sé opið. Kynhneigðin mín er svolítil flækja og ég í rauninni hef ekkert eitt orð yfir hana. En ef ég er hrifinn af einhverjum þá kemur BDSM fyrst, það er á topp fimm listanum yfir það sem ég þarf í sambandi.Hvernig voru fyrstu kynni þín af BDSM félaginu?Ég gekk í félagið sumarið 2016, beint í storminn um hlutaaðildar-málið. Ég man eftir því hvað allir stóðu saman og studdu við bakið á hvert öðru. Það var mjög fallegt.Fannst þér mikilvægt fyrir þig að leita til BDSM félagsins? Eftir að ég mætti á fyrstu viðburðina þótti mér það mikilvægara, ég gerði mér grein fyrir því að það var mjög mikið sem ég átti eftir að læra. Hingað til er eina reglulega námskeiðið BDSM 101, þar er farið yfir flest alla hluti sem byrjendur þurfa að vita áður en lengra er haldið. Það námskeið er hugsað fyrir þá sem vilja byrja að stunda BDSM. Síðan erum við alltaf með kynningarfundi af og til þar sem við útskýrum BDSM fyrir öllum þeim sem eru forvitnir. Annars vegar erum við búin að vera með mikið af óreglulegri viðburðum þar sem við tölum um allskonar BDSM tengda hluti.Það er alveg mikilvægt að geta fundið hóp af fólki sem er eins og maður sjálfur, þó að það sé ekki nema til að ræða um hluti. Það er góð tilfinning að tilheyra hópiFannstu fyrir einhverri skömm eða feimni með það að vera að kanna BDSM eða vera með þessa hneigð?Nei, alls ekki. Það hefur kannski eitthvað með það að gera að ég skammast mín ekkert fyrir að vera eins og ég er.Hvernig er starfsemi BDSM félagsins á Íslandi? Er þetta stór hópur? Félagið er fyrst og fremst fræðslufélag, við stöndum fyrir námskeiðum og fyrirlestrum bæði fyrir meðlimi félagsins og aðra. Það eru um 100 til 130 skráðir meðlimir en fólk er auðvitað misvirkt í starfinu.Þegar þú talar um barnæskuna þína segir þú að þú sjáir tengingu á milli hegðunar þinnar sem barns og BDSM hneigðar þinnar í dag, hvernig lýsir þú því?Já, það eru vissir hlutir sem ég gerði eða fannst gaman að gera sem er alveg hægt að tengja við BDSM. Til dæmis fannst mér gaman að vera haldið niðri, örugglega tilfinningin um að vera varnarlaus?Þegar þú talar um að fræða frekar en að fela, hvað áttu við með því? Mér finnst að kynfræðsla ætti að byrja fyrr og að fólk þurfi að gera sér grein fyrir því að krakkar eru forvitnir og því er betra að fræða þau fyrr. Að segja hvað er viðeigandi og hvað ekki, segja að það sé í lagi og að það sé ekkert að þeim.Hætta að hneykslast þegar krakkar á kynþroskaaldri eru að byrja að skoða eiginn líkama. Frekar að kenna þeim hvað er í lagi að gera með öðrum og hvað ekki, kenna þeim snemma um hvað samþykki snýst og að virða mörk, bæði sín og annara Hrafn talar um það að fólk ruglist stundum á starfsemi BDSM félagsins og sjálfri senunni og segir hann félagið standa að mestu fyrir fræðslu og námskeiðum en að senan er meira félagslega hliðin. Þegar hann er spurður nánar út í það þá byrjum við að ræða þessi svokölluðu leikpartý.Hvernig fara leikpartíin fram? Partíin eru ekki á vegum félagsins heldur fólks í senunni, þau eru alltaf einu sinni í mánuði og haldin á sunnudegi. Það kostar 4000 krónur ef þú ert ekki búinn að skrá þig á gestalistann, annars er það 2000 krónur.Það er alveg fjör í þessum partíum en þetta eru þó ekki einhverskonar klikkaðar orgíur. Mest er verið að binda á allskonar vegu, flengja, spjalla saman og bara hafa gaman. Áfengi er ekki bannað en ef þú ert fullur þá er bannað að taka þátt í leikjum. Það eru síðan Dýflyssustjórnendur sem sjá til þess að fólk sé að fylgja settum reglum. Nú eru eflaust margir sem tengja BDSM við sársauka og píningar. Hvernig myndir þú lýsa BDSM og hver er svona helsti misskilningurinn við BDSM, að þínu mati? Það er mjög erfitt að reyna að setja BDSM á mismunandi stig sem allir myndu samþykkja, það er svo gríðarlega persónubundið. En það er algjör misskilningur að maður þurfi að vera fyrir sársauka (hvorki að gefa né þiggja) til að stunda BDSM, svona eins og maður þarf ekkert að vera fyrir leður eða latex heldur. Fólk er misjafnt og vill mismunandi hluti og þarf ekkert að gera eitt eða neitt sem það vill ekki, það er ekki til neitt sem heitir "ekki nógu BDSM’’Nú segist þú vera einn af þeim sem finnst sársauki vera örvandi, getur þú lýst því hvað það er við sársauka sem veitir þér fullnægju eða örvun? Það eru margar mismunandi tegundir af sársauka og fólk þolir mismikið, mín reynsla er sú að þung högg með t.d. flogger (flengitól) eru bara eins og ágætasta nudd en stingandi högg eins og eftir svipu taka meira á. Sársaukinn varir aðeins lengur og ég þarf að anda í gegnum hann en á sama tíma er upplifunin spennandi. Svo fer eftir því hvað leikurinn varir lengi, í hvernig skapi maður er og slíkt.Stundum fer ég í algjöra leiðslu, þá verður tilfinningin aðeins öðruvísi og skynjunin önnur. Maður kemst bara inn í allt annan heim og þegar leikurinn klárast, maður er vafinn í teppi og knús, það er algjör útrás og hugleiðsla á sama tíma og svo er manni hjálpað að komast aftur á jörðina.Að lokum tölum við um kynlíf almennt og hversu stór BDSM hlutinn sé af lífi hans en Hrafn er mjög opinn með sína reynslu og svarar öllum spurningum Makamála af mikilli einlægni. Það er greinilegt að honum er mikið í mun að fólk fræðist frekar en að það fordæmi. Síðasta spurning Makamála var víst ekki sú skarpasta en við leyfum henni að fljóta með í lokin. Þegar þú stundar kynlíf er BDSM þá alltaf hluti af leiknum eða ertu stundum bara með tónlist og kertaljós?Hrafn brosir og reynir að halda í sér hlátrinum. Svo svarar hann mjög kurteisislega. Eigum við ekki að orða það þannig að ég myndi nota kertin í eitthvað annað en það sem þú ert að vísa til!Makamál þakka Hrafni innilega fyrir spjallið og fyrir þá sem vilja fræðast frekar um BDSM þá er hægt að nálgast síðuna þeirra hér.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Hvernig hinsegin ertu? 14 flokkar kynhneigðar Hvað er það að vera hinsegin? Sjálft orðið hinsegin hefur margar merkingar og skírskotanir en í umræðunni hér á landi hefur það verið notað sem regnhlífarhugtak yfir allt það fólk sem ekki er gagnkynhneigt og fellur því ekki inn í það sem telst hefbundið kyn eða kynhlutverk. 8. ágúst 2019 19:30 Sönn íslensk makamál: Gellugengisfall Þegar ég kom út á markaðinn 36 ára eftir að hafa eytt öllum mínum fullorðinsárum í sambandi þá skildi ég fyrst af hverju stefnumótaheimurinn er kallaður markaður. Hvaða breytur ætli það séu sem hafa áhrif á gengi okkar sem einhleypir einstaklingar? 10. ágúst 2019 19:45 Þriðjungur einhleypra lenti í ástarævintýri um Versló Nú er vika liðin frá Versló og eflaust margir enn að ilja sér við góðar minningar um stundir undir berum himni í íslenskri náttúru. Að vera einhleypur og fara á útihátíð getur verið spennandi tilfinning og alltaf eru það einhverjir sem finna ástina. 9. ágúst 2019 11:00 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Ástin og lífið: Helgi Valur og Adanna ástfangin, nýgift og eiga von á barni Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Spurning vikunnar: Hvaða áhrif hefur samkomubannið haft á sambandið? Makamál „Þegar ég sá hana var ég bara: Jæja Aron, nú þarftu að vanda þig!“ Makamál Einhleyp og ævintýragjörn í Montréal Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Hvernig hinsegin ertu? 14 flokkar kynhneigðar Hvað er það að vera hinsegin? Sjálft orðið hinsegin hefur margar merkingar og skírskotanir en í umræðunni hér á landi hefur það verið notað sem regnhlífarhugtak yfir allt það fólk sem ekki er gagnkynhneigt og fellur því ekki inn í það sem telst hefbundið kyn eða kynhlutverk. 8. ágúst 2019 19:30
Sönn íslensk makamál: Gellugengisfall Þegar ég kom út á markaðinn 36 ára eftir að hafa eytt öllum mínum fullorðinsárum í sambandi þá skildi ég fyrst af hverju stefnumótaheimurinn er kallaður markaður. Hvaða breytur ætli það séu sem hafa áhrif á gengi okkar sem einhleypir einstaklingar? 10. ágúst 2019 19:45
Þriðjungur einhleypra lenti í ástarævintýri um Versló Nú er vika liðin frá Versló og eflaust margir enn að ilja sér við góðar minningar um stundir undir berum himni í íslenskri náttúru. Að vera einhleypur og fara á útihátíð getur verið spennandi tilfinning og alltaf eru það einhverjir sem finna ástina. 9. ágúst 2019 11:00