Íslenska járnfrúin Anníe Mist talar um alíslenskan verðlaunapall og barneignir í viðtali í SAS blaðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2019 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir er ekki aðeins sendiherra CrossFit íþróttarinnar heldur er hún einnig frábær sendiherra fyrir Ísland. Anníe Mist kynnir sig, land og þjóð í forsíðuviðtali í nýjasta flugvélablaði SAS flugfélagsins sem heitir Scandinavian Traveler. Anníe Mist segir frá og birtir viðtalið á Instagram síðu sinni og tryggir um leið að hún boðar ekki aðeins fagnaðarerindið til farþega SAS heldur einnig til meira en einnar milljónar fylgjenda sinna á Instagram. „Ég er endalaust þakklát fyrir að fá að gera það sem ég elska og fá um leið tækifæri til að hafa góð áhrif fólk í leiðinni,“ skrifar Anníe Mist í færslu sinni. „Ég fór í viðtal hjá flugvélablaði SAS og ég deili glöð því viðtali sem og mínum uppáhaldsstöðum á Íslandi,“ bætti Anníe Mist við. Fyrirsögnin á viðtalinu er „Járnfrúin“ og undirfyrirsögnin er „CrossFit drottningin Anníe Þórisdóttir um það sem fær íslenskar konur til að skara fram úr bæði íþróttum og í þjóðfélaginu.“ View this post on InstagramGetting to do what we love and inspire people in the process is something I will be eternally grateful for I did a pice with SAS inflight magazine and I’m happy to share my story as well as some of my favorite places to go to in Iceland #dottir #iceland A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 27, 2019 at 5:18am PDT „Hún hefur verið hluti af CrossFit íþróttinni frá hennar árdögum og hefur tvisvar sinnum hlotið titilinn hraustasta kona heims. Anníe Þórisdóttir er hins vegar hvergi nærri því hætt. Hún sér fyrir sér að eignast fjölskyldu og börn en fyrst vil hún skrifa söguna,“ hefst viðtalið í SAS-blaðinu. Anníe Mist segir frá vinskap sínum og Katrínar Tönju Davíðsdóttur sem unnu svo frábærlega saman á CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. „Við þekkjumst vel sem erum í CrossFit og þá sérstaklega á Íslandi. Katrín og ég erum mjög góðar vinkonur og líka utan íþróttarinnar. Ég vil að henni gangi vel en ég geri samt allt sem ég get til að vinna hana. Við berum svo mikla virðingu fyrir hvorri annarri og ef einhver á að vinna mig þá vona ég að það verði hún,“ segir Anníe Mist. „Sama get ég sagt um Söru (Sigmundsdóttur). Minn draumur er að við séum allar þrjár saman á verðlaunapallinum en ég sé auðvitað á efsta pallinum,“ segir Anníe Mist og blaðamaður bætir við að hann sjái þarna glampa í augum hennar. Anníe Mist er einnig spurð út í íslenskar konur og afrek þeirra bæði í íþróttum sem og í öllu þjóðfélaginu. „Við lítum ekki niður á sterkar, sjálfstæðar konur í íslenskri menningu. Íþróttirnar gefa okkur sjálfstraust og meira trú á okkur sjálfar,“ segir Anníe Mist og það er ein af setninguunum sem eru teknar út úr viðtalinum. Anníe Mist ræðir líka möguleikann á því að eignast barn en það hefur verið mikið í umræðunni erlendis og nú síðasta ákvað Nike að refsa ekki lengur íþróttakonum fyrir að verða óléttar. „Það hefði verið einfaldara ef Frederik hefði geta gengið með barnið,“ segir Anníe Mist í léttum tón. „Íþróttakonur tapa ekki peningum frá styrktaraðilum þegar þær verða ófrískar. Helmingur þeirra sem fylgja okkur eru konur og flestar þeirra vilja eignast barn á einhverjum tímapunkti. Þær vilja sjá hvernig íþróttakonur bregðast við í þessari stöðu. Allir vilja sýna styrk og lifa heilsusamlega eftir barnsburð og það er mikilvægt að einhverjir sýni þeim réttu leiðina. Styrktaraðilar ættu að vera í röð til að fá að styrkja toppíþróttakonur sem vilja eignast barn,“ segir Anníe Mist í lokaorðum greinarinnar. CrossFit Tengdar fréttir Ekstrabladet: Heimsfrægar stjörnur mæta frá Íslandi Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher's Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. 22. ágúst 2019 13:00 Katrín Tanja verður í „Body Issue“ ESPN Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna. 26. ágúst 2019 23:00 Anníe Mist opinská í viðtali um ólöglega lyfjaneyslu: Móðgast ef hún er ekki tekin í lyfjapróf Anníe Mist Þórisdóttir vill mun fleiri lyfjapróf í CrossFit, fagnar hverju prófi sínu, fer sjálf reglulega í blóðprufur og þorir líka aldrei að skilja eftir opna vatnsflösku á heimsleikunum í CrossFit. 12. ágúst 2019 09:42 Íslensku dæturnar unnu sannfærandi sigur á CrossFit móti í Köben Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsóttir fögnuðu saman glæsilegum sigri á Butcher Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina. 26. ágúst 2019 09:00 Anníe Mist og Katrín Tanja ekki einu Íslendingarnir á verðlaunapalli í Köben um helgina Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir unnu glæsilegan sigur á Reebok Butchers Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina en Ísland átti líka annan fulltrúa á verðlaunapallinum. 27. ágúst 2019 10:30 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er ekki aðeins sendiherra CrossFit íþróttarinnar heldur er hún einnig frábær sendiherra fyrir Ísland. Anníe Mist kynnir sig, land og þjóð í forsíðuviðtali í nýjasta flugvélablaði SAS flugfélagsins sem heitir Scandinavian Traveler. Anníe Mist segir frá og birtir viðtalið á Instagram síðu sinni og tryggir um leið að hún boðar ekki aðeins fagnaðarerindið til farþega SAS heldur einnig til meira en einnar milljónar fylgjenda sinna á Instagram. „Ég er endalaust þakklát fyrir að fá að gera það sem ég elska og fá um leið tækifæri til að hafa góð áhrif fólk í leiðinni,“ skrifar Anníe Mist í færslu sinni. „Ég fór í viðtal hjá flugvélablaði SAS og ég deili glöð því viðtali sem og mínum uppáhaldsstöðum á Íslandi,“ bætti Anníe Mist við. Fyrirsögnin á viðtalinu er „Járnfrúin“ og undirfyrirsögnin er „CrossFit drottningin Anníe Þórisdóttir um það sem fær íslenskar konur til að skara fram úr bæði íþróttum og í þjóðfélaginu.“ View this post on InstagramGetting to do what we love and inspire people in the process is something I will be eternally grateful for I did a pice with SAS inflight magazine and I’m happy to share my story as well as some of my favorite places to go to in Iceland #dottir #iceland A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 27, 2019 at 5:18am PDT „Hún hefur verið hluti af CrossFit íþróttinni frá hennar árdögum og hefur tvisvar sinnum hlotið titilinn hraustasta kona heims. Anníe Þórisdóttir er hins vegar hvergi nærri því hætt. Hún sér fyrir sér að eignast fjölskyldu og börn en fyrst vil hún skrifa söguna,“ hefst viðtalið í SAS-blaðinu. Anníe Mist segir frá vinskap sínum og Katrínar Tönju Davíðsdóttur sem unnu svo frábærlega saman á CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. „Við þekkjumst vel sem erum í CrossFit og þá sérstaklega á Íslandi. Katrín og ég erum mjög góðar vinkonur og líka utan íþróttarinnar. Ég vil að henni gangi vel en ég geri samt allt sem ég get til að vinna hana. Við berum svo mikla virðingu fyrir hvorri annarri og ef einhver á að vinna mig þá vona ég að það verði hún,“ segir Anníe Mist. „Sama get ég sagt um Söru (Sigmundsdóttur). Minn draumur er að við séum allar þrjár saman á verðlaunapallinum en ég sé auðvitað á efsta pallinum,“ segir Anníe Mist og blaðamaður bætir við að hann sjái þarna glampa í augum hennar. Anníe Mist er einnig spurð út í íslenskar konur og afrek þeirra bæði í íþróttum sem og í öllu þjóðfélaginu. „Við lítum ekki niður á sterkar, sjálfstæðar konur í íslenskri menningu. Íþróttirnar gefa okkur sjálfstraust og meira trú á okkur sjálfar,“ segir Anníe Mist og það er ein af setninguunum sem eru teknar út úr viðtalinum. Anníe Mist ræðir líka möguleikann á því að eignast barn en það hefur verið mikið í umræðunni erlendis og nú síðasta ákvað Nike að refsa ekki lengur íþróttakonum fyrir að verða óléttar. „Það hefði verið einfaldara ef Frederik hefði geta gengið með barnið,“ segir Anníe Mist í léttum tón. „Íþróttakonur tapa ekki peningum frá styrktaraðilum þegar þær verða ófrískar. Helmingur þeirra sem fylgja okkur eru konur og flestar þeirra vilja eignast barn á einhverjum tímapunkti. Þær vilja sjá hvernig íþróttakonur bregðast við í þessari stöðu. Allir vilja sýna styrk og lifa heilsusamlega eftir barnsburð og það er mikilvægt að einhverjir sýni þeim réttu leiðina. Styrktaraðilar ættu að vera í röð til að fá að styrkja toppíþróttakonur sem vilja eignast barn,“ segir Anníe Mist í lokaorðum greinarinnar.
CrossFit Tengdar fréttir Ekstrabladet: Heimsfrægar stjörnur mæta frá Íslandi Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher's Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. 22. ágúst 2019 13:00 Katrín Tanja verður í „Body Issue“ ESPN Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna. 26. ágúst 2019 23:00 Anníe Mist opinská í viðtali um ólöglega lyfjaneyslu: Móðgast ef hún er ekki tekin í lyfjapróf Anníe Mist Þórisdóttir vill mun fleiri lyfjapróf í CrossFit, fagnar hverju prófi sínu, fer sjálf reglulega í blóðprufur og þorir líka aldrei að skilja eftir opna vatnsflösku á heimsleikunum í CrossFit. 12. ágúst 2019 09:42 Íslensku dæturnar unnu sannfærandi sigur á CrossFit móti í Köben Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsóttir fögnuðu saman glæsilegum sigri á Butcher Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina. 26. ágúst 2019 09:00 Anníe Mist og Katrín Tanja ekki einu Íslendingarnir á verðlaunapalli í Köben um helgina Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir unnu glæsilegan sigur á Reebok Butchers Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina en Ísland átti líka annan fulltrúa á verðlaunapallinum. 27. ágúst 2019 10:30 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Sjá meira
Ekstrabladet: Heimsfrægar stjörnur mæta frá Íslandi Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher's Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. 22. ágúst 2019 13:00
Katrín Tanja verður í „Body Issue“ ESPN Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna. 26. ágúst 2019 23:00
Anníe Mist opinská í viðtali um ólöglega lyfjaneyslu: Móðgast ef hún er ekki tekin í lyfjapróf Anníe Mist Þórisdóttir vill mun fleiri lyfjapróf í CrossFit, fagnar hverju prófi sínu, fer sjálf reglulega í blóðprufur og þorir líka aldrei að skilja eftir opna vatnsflösku á heimsleikunum í CrossFit. 12. ágúst 2019 09:42
Íslensku dæturnar unnu sannfærandi sigur á CrossFit móti í Köben Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsóttir fögnuðu saman glæsilegum sigri á Butcher Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina. 26. ágúst 2019 09:00
Anníe Mist og Katrín Tanja ekki einu Íslendingarnir á verðlaunapalli í Köben um helgina Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir unnu glæsilegan sigur á Reebok Butchers Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina en Ísland átti líka annan fulltrúa á verðlaunapallinum. 27. ágúst 2019 10:30