Böðvar greindist með heilaæxli og minnir fólk á að taka ekki heilbrigði sem sjálfsögðum hlut Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2019 23:00 Böðvar Tandri Reynisson, verkfræðinemi og þjálfari hjá Mjölni, er hér ásamt kærustu sinni, tónlistarkonunni GDRN. Aðsend Böðvar Tandri Reynisson, 22 ára verkfræðinemi og líkamsræktarþjálfari, greindist með góðkynja heilaæxli eftir að hann fann skyndilega fyrir tímabundnu skammtímaminnisleysi. Atvikið leiddi til þess að hann gekkst undir heilaskurðaðgerð og í ferlinu áttaði hann sig á mikilvægi þess að fólk taki ekki heilbrigði og heilsu sem sjálfsögðum hlut. Böðvar ræddi við Sindra Sindrason um reynslu sína í Íslandi í dag. Þann 8. janúar síðastliðinn var Böðvar í trampólíngarðinum Rush í Kópavogi þar sem kærasta hans Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir hélt upp á afmæli sitt. Allt gekk vel og allir skemmtu sér þangað til að Böðvar stóð skyndilega stjarfur og sagði við Guðrúnu: „Ég veit ekki alveg hvernig ég kom hingað, man ekki hvar inngangurinn er.“ Þá tók Guðrún eftir því að hann var eitthvað ólíkur sjálfum sér. Böðvar áttaði sig ekki á því hvaða dagur var og endurtók sig í sífellu. Fyrst um sinn grunaði Guðrúnu að hann hafi fengið heilahristing og var ákveðið að fara með Böðvar upp á sjúkrahús. Þar var fljótlega greinilegt eitthvað amaði að og töldu læknar að hann væri að upplifa tímabundið skammtímaminnisleysi.Greindur með góðkynja heilaæxli Í kjölfarið var Böðvar sendur í frekari rannsóknir og látinn gista á bráðamóttökunni en fyrsta nóttin á spítalanum reyndist honum mjög erfið. „Það vissi einhvern veginn enginn neitt og ég fékk ekki að vita ef einhver vissi eitthvað. Ég vissi ekki betur en að ég væri bara yngsta [tilfelli] Alzheimers á Íslandi.“ Daginn eftir kom heilaskurðlæknir til Böðvars og greindi honum frá því að hann væri með góðkynja heilaæxli. „Það kemur í ljós semsagt á þessari mynd að það er hólf í höfðinu á mér þar sem mænuvökvi kemur inn og hann á að komast út úr hólfinu líka. Það er svona hnútur eða góðkynja æxli í heilanum á mér sem er að þrýsta á rörið þar sem vökvinn á að komast úr hólfinu. Þannig að hólfið var orðið fáránlega stórt.“ Þá var honum greint frá því að það þyrfti að búa til hjáleið til þess að minnka þrýstinginn í höfðinu. Böðvar segir að áfallið hafi fyrst komið þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að gangast undir heilaskurðaðgerð.Böðvar Tandri minnir fólk á að taka ekki heilsunni sem sjálfsögðum hlut.AðsendÁttaði sig á mikilvægi góðrar heilsu Hann var sendur í aðgerðina strax daginn eftir og greinir frá því að hann hafi upplifað miklar tilfinningar. Hann var byrjaður að átta sig á því að það er ekki sjálfsagt að vera fullfrískur og heilbrigður. „Það kom bara algjörlega yfir mig að þessi heilsa sem manni er gefin, sem að flestir fá, er bara ótrúlega ósjálfsögð. Hún er bara ekki sjálfsagður hlutur og maður fattar það svo mikið í einmitt svona [augnablikum].“ Læknar telja nú að þetta góðkynja æxli hafi fengið að vaxa í mjög langan tíma og að það hafi líklega verið meðfætt. Böðvar heldur áfram að fara í reglulegar skoðanir hjá læknum þar sem fylgst er með því hvort hjáleiðin sé enn í góðu lagi og hvort að æxlið hafi stækkað.„Einn daginn ertu ekki til“ Aðspurður segist Böðvar ekki vita hvort að hann hafi á einhverjum tímapunkti verið í lífshættu. Hann hafi aldrei leyft sér að leiða hugann að því að líf sitt væri í hættu. Böðvar á nú eftir eitt ár af grunnnámi í verkfræði, er á fullu í íþróttafélaginu Mjölni og horfir bjartur fram á framtíðina. „Það er svo geggjað ef ég get komið þessu til fólks: Þetta er ekki sjálfsagt, farðu og hreyfðu þig, settu gott bensín á vélina þína.“ Að lokum minnir Böðvar á að það sé mikilvægt að lifa lífinu lifandi: „Einn daginn þá ertu ekki til, það er bara svoleiðis hjá öllum.“Hér má sjá viðtalið við Böðvar í Íslandi í dag í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Böðvar Tandri Reynisson, 22 ára verkfræðinemi og líkamsræktarþjálfari, greindist með góðkynja heilaæxli eftir að hann fann skyndilega fyrir tímabundnu skammtímaminnisleysi. Atvikið leiddi til þess að hann gekkst undir heilaskurðaðgerð og í ferlinu áttaði hann sig á mikilvægi þess að fólk taki ekki heilbrigði og heilsu sem sjálfsögðum hlut. Böðvar ræddi við Sindra Sindrason um reynslu sína í Íslandi í dag. Þann 8. janúar síðastliðinn var Böðvar í trampólíngarðinum Rush í Kópavogi þar sem kærasta hans Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir hélt upp á afmæli sitt. Allt gekk vel og allir skemmtu sér þangað til að Böðvar stóð skyndilega stjarfur og sagði við Guðrúnu: „Ég veit ekki alveg hvernig ég kom hingað, man ekki hvar inngangurinn er.“ Þá tók Guðrún eftir því að hann var eitthvað ólíkur sjálfum sér. Böðvar áttaði sig ekki á því hvaða dagur var og endurtók sig í sífellu. Fyrst um sinn grunaði Guðrúnu að hann hafi fengið heilahristing og var ákveðið að fara með Böðvar upp á sjúkrahús. Þar var fljótlega greinilegt eitthvað amaði að og töldu læknar að hann væri að upplifa tímabundið skammtímaminnisleysi.Greindur með góðkynja heilaæxli Í kjölfarið var Böðvar sendur í frekari rannsóknir og látinn gista á bráðamóttökunni en fyrsta nóttin á spítalanum reyndist honum mjög erfið. „Það vissi einhvern veginn enginn neitt og ég fékk ekki að vita ef einhver vissi eitthvað. Ég vissi ekki betur en að ég væri bara yngsta [tilfelli] Alzheimers á Íslandi.“ Daginn eftir kom heilaskurðlæknir til Böðvars og greindi honum frá því að hann væri með góðkynja heilaæxli. „Það kemur í ljós semsagt á þessari mynd að það er hólf í höfðinu á mér þar sem mænuvökvi kemur inn og hann á að komast út úr hólfinu líka. Það er svona hnútur eða góðkynja æxli í heilanum á mér sem er að þrýsta á rörið þar sem vökvinn á að komast úr hólfinu. Þannig að hólfið var orðið fáránlega stórt.“ Þá var honum greint frá því að það þyrfti að búa til hjáleið til þess að minnka þrýstinginn í höfðinu. Böðvar segir að áfallið hafi fyrst komið þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að gangast undir heilaskurðaðgerð.Böðvar Tandri minnir fólk á að taka ekki heilsunni sem sjálfsögðum hlut.AðsendÁttaði sig á mikilvægi góðrar heilsu Hann var sendur í aðgerðina strax daginn eftir og greinir frá því að hann hafi upplifað miklar tilfinningar. Hann var byrjaður að átta sig á því að það er ekki sjálfsagt að vera fullfrískur og heilbrigður. „Það kom bara algjörlega yfir mig að þessi heilsa sem manni er gefin, sem að flestir fá, er bara ótrúlega ósjálfsögð. Hún er bara ekki sjálfsagður hlutur og maður fattar það svo mikið í einmitt svona [augnablikum].“ Læknar telja nú að þetta góðkynja æxli hafi fengið að vaxa í mjög langan tíma og að það hafi líklega verið meðfætt. Böðvar heldur áfram að fara í reglulegar skoðanir hjá læknum þar sem fylgst er með því hvort hjáleiðin sé enn í góðu lagi og hvort að æxlið hafi stækkað.„Einn daginn ertu ekki til“ Aðspurður segist Böðvar ekki vita hvort að hann hafi á einhverjum tímapunkti verið í lífshættu. Hann hafi aldrei leyft sér að leiða hugann að því að líf sitt væri í hættu. Böðvar á nú eftir eitt ár af grunnnámi í verkfræði, er á fullu í íþróttafélaginu Mjölni og horfir bjartur fram á framtíðina. „Það er svo geggjað ef ég get komið þessu til fólks: Þetta er ekki sjálfsagt, farðu og hreyfðu þig, settu gott bensín á vélina þína.“ Að lokum minnir Böðvar á að það sé mikilvægt að lifa lífinu lifandi: „Einn daginn þá ertu ekki til, það er bara svoleiðis hjá öllum.“Hér má sjá viðtalið við Böðvar í Íslandi í dag í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira