Katrín Tanja verður í „Body Issue“ ESPN Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2019 23:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna. Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal þess fræga íþróttafólks sem er í svokölluðu „The Body Issue“ hjá tímariti ESPN en blaðið kemur út september næstkomandi. „The Body Issue“ birtir flotta myndir af íþróttafólkinu sem á það sameiginlegt að vera nakið á myndunum og sýna vel þjálfaða líkama sína í öllu sínu veldi. Þetta er ellefta árið í röð þar sem frægir íþróttamenn og konur birtast nakin á síðum blaðsins og að þessu sinni eigum við Íslendingar okkar fulltrúa. Blaðið kemur út 6. september næstkomandi en 4. september verða myndirnar af íþróttafólkinu aðgengilegar á netinu. Darren Rovell hefur komist yfir listann með íþróttafólkinu og birti það á Twitter síðu sinni í dag. Listann má sjá hér fyrir neðan.Released: Athletes in ESPN The Magazine’s 2019 Body Issue pic.twitter.com/D00EzRnWbP — Darren Rovell (@darrenrovell) August 26, 2019Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein af andlitum CrossFit íþróttarinnar í Bandaríkjunum en hún hefur verið með fimm efstu á síðustu fimm heimsleikum og vann titilinn hraustasta CrossFit kona heims bæði 2015 og 2016. Íþróttafólkið í „Body Issue“ ESPN í ár kemur úr öllum áttum en áður var vitað að það á meðal væru kylfingurinn Brooks Koepka, tenniskonan Maria Sharapova, hafnarboltamaðurinn Trevor Bauer og UFC bardagakonan Amanda Nunes. Nú er kominn ítarlegri listi yfir íþróttafólkið sem ESPN verður með í þessu síðasta formlega blaði þess en í framtíðinni mun blaðið ekki vera gefið út á prenti. Eins og sjá má á lista Darren Rovell þá eru þarna líka auk Katrínar Tönju, knattspyrnukonan Kelley O´Hara, fimleikakonan, körfuboltamaðurinn Chris Paul, NFL-útherjinn Michael Thomas og öll sóknarlína Philadelhia Eagles. Fleira fólk er á listanum eins og sjá má hér fyrir ofan.“I lift too many weights, and I’m too big to play golf. Then when I lose weight, I’m too small. I don’t know what to say. ... Listen, I’m going to make me happy.”@BKoepka speaks on getting his body ready for the 2019 Body Issue & the criticism behind it. https://t.co/124lPD0jpMpic.twitter.com/WZnJ5VAMNT — ESPN (@espn) August 22, 2019 CrossFit Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna. Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal þess fræga íþróttafólks sem er í svokölluðu „The Body Issue“ hjá tímariti ESPN en blaðið kemur út september næstkomandi. „The Body Issue“ birtir flotta myndir af íþróttafólkinu sem á það sameiginlegt að vera nakið á myndunum og sýna vel þjálfaða líkama sína í öllu sínu veldi. Þetta er ellefta árið í röð þar sem frægir íþróttamenn og konur birtast nakin á síðum blaðsins og að þessu sinni eigum við Íslendingar okkar fulltrúa. Blaðið kemur út 6. september næstkomandi en 4. september verða myndirnar af íþróttafólkinu aðgengilegar á netinu. Darren Rovell hefur komist yfir listann með íþróttafólkinu og birti það á Twitter síðu sinni í dag. Listann má sjá hér fyrir neðan.Released: Athletes in ESPN The Magazine’s 2019 Body Issue pic.twitter.com/D00EzRnWbP — Darren Rovell (@darrenrovell) August 26, 2019Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein af andlitum CrossFit íþróttarinnar í Bandaríkjunum en hún hefur verið með fimm efstu á síðustu fimm heimsleikum og vann titilinn hraustasta CrossFit kona heims bæði 2015 og 2016. Íþróttafólkið í „Body Issue“ ESPN í ár kemur úr öllum áttum en áður var vitað að það á meðal væru kylfingurinn Brooks Koepka, tenniskonan Maria Sharapova, hafnarboltamaðurinn Trevor Bauer og UFC bardagakonan Amanda Nunes. Nú er kominn ítarlegri listi yfir íþróttafólkið sem ESPN verður með í þessu síðasta formlega blaði þess en í framtíðinni mun blaðið ekki vera gefið út á prenti. Eins og sjá má á lista Darren Rovell þá eru þarna líka auk Katrínar Tönju, knattspyrnukonan Kelley O´Hara, fimleikakonan, körfuboltamaðurinn Chris Paul, NFL-útherjinn Michael Thomas og öll sóknarlína Philadelhia Eagles. Fleira fólk er á listanum eins og sjá má hér fyrir ofan.“I lift too many weights, and I’m too big to play golf. Then when I lose weight, I’m too small. I don’t know what to say. ... Listen, I’m going to make me happy.”@BKoepka speaks on getting his body ready for the 2019 Body Issue & the criticism behind it. https://t.co/124lPD0jpMpic.twitter.com/WZnJ5VAMNT — ESPN (@espn) August 22, 2019
CrossFit Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Sjá meira