Lífið

Ed Sheeran sakaður um lagastuld

Andri Eysteinsson skrifar
Ed Sheeran á Laugardalsvelli fyrr í mánuðinum.
Ed Sheeran á Laugardalsvelli fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm
Íslandsvinurinn Ed Sheeran sem spilaði á tveimur tónleikum á Laugardalsvelli fyrr í mánuðinum fær ekki greidd stefgjöld fyrir lag sitt Shape of You vegna nýrra ásakana um lagastuld. Metro greinir frá.

Lagið Shape of Your er eitt vinsælasta lag enska söngvarans og kom út árið 2017 og var vinsælast lag Englands á því ári. Nú hefur 26 ára gamall tónlistarmaður, Sam Chokri, sakað Sheeran um að stunda það að stela sköpunarverkum annarra tónlistarmanna.

Chokri hefur stefnt Sheeran sem neitar sök. Chokri vill meina að hann hafi sent lag sitt Oh Why undir nafninu Sami Switch til Sheeran og hans teymis árið 2015 í von um að fá að vinna með Sheeran. Hann hafi þó heyrt lagið sitt í búningi Sheeran ári síðar. Um er að ræða stuttan bút í viðlagi lagsins.

Í stefnunni segir Chokri að Sheeran hafi einnig stolið frá tónlistarmönnum og hljómsveitum á borð við Shaggy, Jasmine Rae og TLC.

Dómstólar hafa ákvarðað að Sheeran fái ekki greidd stefgjöld fyrir lagið Shape of You þar til að niðurstaða finnst í málinu.

Sheeran hefur, eins og áður segir, hafnað ásökunum en heyra má bæði lögin hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ed í skýjunum með Íslandsdvölina

Ed Sheeran hélt tónleika í Laugardalnum á laugardags- og sunnudagskvöld. Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live er ánægður með helgina, ef frá er talið vandamál með raðir fyrri daginn.

Ed Sheeran lyfti sér upp með Hafþóri

Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×