Bjóða þjóðinni í vöfflur í sjöunda skipti 24. ágúst 2019 08:45 Fannar Snær og Hildur hlakka til dagsins. Þau eru með allt klárt fyrir vöfflubaksturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hildur og Fannar Snær hafa lengi búið í miðbænum. Hún segist hlakka mikið til að taka á móti gestum í garðinn og allt sé tilbúið fyrir daginn. Þau hjónin búa í gömlum steinbæ að Bjargarstíg 17 sem nefnist Heilmannsbær.„Við vorum með fyrsta vöfflukaffið fyrir almenning árið 2012 og höfum verið með það allar götur síðan utan 2017. Þetta er því í sjöunda skiptið sem við bjóðum gestum í garðinn. Við áttum heima á öðrum stað í Þingholtunum þegar við byrjuðum á þessu árið 2009 en þá buðum við einungis fjölskyldu og vinum í lítinn bakgarð sem við vorum með þá. Þegar við fluttum á Bjargarstíginn fengum við stærri garð og gátum tekið á móti fleira fólki,“ segir Hildur. „Okkur langaði til að vera með í því að bjóða heim enda þægilegt þar sem við erum í miðbænum,“ bætir hún við. Það var borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson og kona hans, Arna Dögg Einarsdóttir, sem buðu gestum Menningarnætur fyrst upp á vöfflur á heimili sínu við Óðinsgötu árið 2008. Vöfflukaffið vatt upp á sig og fleiri fjölskyldur tóku upp þennan skemmtilega sið. Höfuðborgarstofa hefur auglýst eftir íbúum sem vilja taka þátt og leggur þeim til hráefni. Borgarstjóri tók ekki vaktina í fyrra vegna veikinda og verður ekki heldur með núna. Sumar fjölskyldur hafa ekki látið sér nægja að baka vöfflur ofan í fjölda fólks heldur boðið jafnframt upp á tónleika.Atería með tónleika Dóttir Hildar og Fannars, Fönn, leikur á trommur með hljómsveitinni Ateríu. Hljómsveitin var sigurvegari á úrslitakvöldi Músíktilrauna í fyrra. Þá var Fönn aðeins tólf ára. Hljómsveitin ætlar að troða upp í garðinum eftir vöfflukaffið sem stendur frá kl. 14-16. Með Fönn í hljómsveitinni eru systurnar Ása og Eir Ólafsdætur en þær eru frænkur Fannar. Það verður aldeilis spennandi að hlýða á þessar ungu stúlkur sem hafa þegar getið sér gott orð í músíkinni. Tónleikarnir hefjast kl. 17. Þegar Hildur er spurð hvort það sé ekki svolítið skrítið að taka á móti fullt af ókunnugu fólki og bjóða því upp á kaffi og vöfflur, svarar hún því neitandi. „Það er mjög skemmtilegt. Við erum með þetta úti á palli sem er þægilegt. Húsið okkar er lítið og ég gæti ekki tekið á móti mörgum inn í það,“ segir hún. Heilmannsbær, þar sem fjölskyldan býr, var byggður á árunum 1879-1885. Fyrsti eigandi hússins var Jóhann V. Heilmann og er bærinn kenndur við hann. Húsið var friðað árið 2011. Það er því hægt að virða fyrir sér húsið þegar fólk kemur í vöfflukaffið.Fjölskyldan í skemmtilegu umhverfi. Hildur, Fönn, Freyja og Fannar. Þau taka öll þátt í deginum og Fönn verður með tónleika í garðinum.Röð út á götu „Það myndast oft röð út á götu og það kemur alls konar skemmtilegt fólk til okkar og allir eru sérlega þakklátir,“ segir Hildur. Hún hefur venjulega útvegað fjögur til sex vöfflujárn fyrir baksturinn. „Við erum stanslaust að baka í þessa tvo tíma og fjölskyldan hjálpast að við þetta. Einnig fáum við vini og ættingja til að hjálpa okkur, tveir baka vöfflurnar, aðrir þeyta rjómann, svo þarf að hræra deigið og passa upp á kaffi og aðra drykki. Þannig að þetta er heilmikið fyrirtæki, talsverð vinna en hún er skemmtileg,“ upplýsir hún. „Það hafa verið upp undir 400 manns sem hafa mætt í garðinn til okkar. Ég fæ alltaf lánaða kaffivél hjá leikskólanum Grænuborg en þar starfaði ég einu sinni. Leikskólastjórinn hefur verið svo vinsamlegur að lána könnuna á hverju ári.“ Öflug prjónakona Hildur segist hafa gaman af því að baka en vöfflubakstur sé eiginlega bara einu sinni á ári. „Ég er meira í kökunum en matargerð,“ segir hún en þess má geta að Hildur er öflug prjónakona og hefur mjög mikla ánægju af prjónaskap enda starfar hún hjá Handprjónasambandinu. Þar tekur hún á móti prjónakonum, fær afhentar peysur og sinnir gæðaeftirliti. „Sjálf prjóna ég aðallega peysur, sjöl, húfur og vettlinga. Prjónar hafa verið áhugamál hjá mér frá því ég var krakki,“ segir hún en Hildur hefur prjónað á dæturnar, Fönn og eldri systur hennar, Freyju. Fannar starfar hins vegar sem forritari.Fjölskyldan fyrir framan gamla steinbæinn þar sem þau búa við Bjargarstíg. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIVonast eftir góðu veðri Hildur vonast til að það verði gott veður í dag þegar vöfflubaksturinn hefst. Hún segir að það hafi rignt einu sinni en þá settu þau upp tjald. Hún vonast til að þess þurfi ekki í dag. „Ég held að þetta verði mjög skemmtilegt í dag og ég hlakka mikið til að fá gestina,“ segir hún. Hildur er að klára sumarfríið um helgina og segist hafa ferðast um landið. „Við leigðum hús á Suðureyri og vorum þar í viku. Það var mjög gaman. Svo máluðum við húsið okkar en við tímum ekki að missa af íslenska sumrinu.“ Þar sem þau búa í gömlu húsi þarf alltaf að vera að dytta að en bæði hjónin eru handlagin og reyna að gera allt sjálf. Þau eru sömuleiðis umhverfisvæn og hjóla og ganga allt sem þau fara. Það er stutt í alla þjónustu í miðbænum. Hildur og Fannar hafa ekki alltaf verið í 101 því hún er alin upp á Blönduósi en hann í Svíþjóð. „Við erum mjög ánægð í miðbænum og viljum hvergi annars staðar vera,“ segir Hildur og býður alla velkomna á Bjargarstíginn í dag. Það er búið að taka til í garðinum og allt tilbúið. Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Afi og málari Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Sjá meira
Hildur og Fannar Snær hafa lengi búið í miðbænum. Hún segist hlakka mikið til að taka á móti gestum í garðinn og allt sé tilbúið fyrir daginn. Þau hjónin búa í gömlum steinbæ að Bjargarstíg 17 sem nefnist Heilmannsbær.„Við vorum með fyrsta vöfflukaffið fyrir almenning árið 2012 og höfum verið með það allar götur síðan utan 2017. Þetta er því í sjöunda skiptið sem við bjóðum gestum í garðinn. Við áttum heima á öðrum stað í Þingholtunum þegar við byrjuðum á þessu árið 2009 en þá buðum við einungis fjölskyldu og vinum í lítinn bakgarð sem við vorum með þá. Þegar við fluttum á Bjargarstíginn fengum við stærri garð og gátum tekið á móti fleira fólki,“ segir Hildur. „Okkur langaði til að vera með í því að bjóða heim enda þægilegt þar sem við erum í miðbænum,“ bætir hún við. Það var borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson og kona hans, Arna Dögg Einarsdóttir, sem buðu gestum Menningarnætur fyrst upp á vöfflur á heimili sínu við Óðinsgötu árið 2008. Vöfflukaffið vatt upp á sig og fleiri fjölskyldur tóku upp þennan skemmtilega sið. Höfuðborgarstofa hefur auglýst eftir íbúum sem vilja taka þátt og leggur þeim til hráefni. Borgarstjóri tók ekki vaktina í fyrra vegna veikinda og verður ekki heldur með núna. Sumar fjölskyldur hafa ekki látið sér nægja að baka vöfflur ofan í fjölda fólks heldur boðið jafnframt upp á tónleika.Atería með tónleika Dóttir Hildar og Fannars, Fönn, leikur á trommur með hljómsveitinni Ateríu. Hljómsveitin var sigurvegari á úrslitakvöldi Músíktilrauna í fyrra. Þá var Fönn aðeins tólf ára. Hljómsveitin ætlar að troða upp í garðinum eftir vöfflukaffið sem stendur frá kl. 14-16. Með Fönn í hljómsveitinni eru systurnar Ása og Eir Ólafsdætur en þær eru frænkur Fannar. Það verður aldeilis spennandi að hlýða á þessar ungu stúlkur sem hafa þegar getið sér gott orð í músíkinni. Tónleikarnir hefjast kl. 17. Þegar Hildur er spurð hvort það sé ekki svolítið skrítið að taka á móti fullt af ókunnugu fólki og bjóða því upp á kaffi og vöfflur, svarar hún því neitandi. „Það er mjög skemmtilegt. Við erum með þetta úti á palli sem er þægilegt. Húsið okkar er lítið og ég gæti ekki tekið á móti mörgum inn í það,“ segir hún. Heilmannsbær, þar sem fjölskyldan býr, var byggður á árunum 1879-1885. Fyrsti eigandi hússins var Jóhann V. Heilmann og er bærinn kenndur við hann. Húsið var friðað árið 2011. Það er því hægt að virða fyrir sér húsið þegar fólk kemur í vöfflukaffið.Fjölskyldan í skemmtilegu umhverfi. Hildur, Fönn, Freyja og Fannar. Þau taka öll þátt í deginum og Fönn verður með tónleika í garðinum.Röð út á götu „Það myndast oft röð út á götu og það kemur alls konar skemmtilegt fólk til okkar og allir eru sérlega þakklátir,“ segir Hildur. Hún hefur venjulega útvegað fjögur til sex vöfflujárn fyrir baksturinn. „Við erum stanslaust að baka í þessa tvo tíma og fjölskyldan hjálpast að við þetta. Einnig fáum við vini og ættingja til að hjálpa okkur, tveir baka vöfflurnar, aðrir þeyta rjómann, svo þarf að hræra deigið og passa upp á kaffi og aðra drykki. Þannig að þetta er heilmikið fyrirtæki, talsverð vinna en hún er skemmtileg,“ upplýsir hún. „Það hafa verið upp undir 400 manns sem hafa mætt í garðinn til okkar. Ég fæ alltaf lánaða kaffivél hjá leikskólanum Grænuborg en þar starfaði ég einu sinni. Leikskólastjórinn hefur verið svo vinsamlegur að lána könnuna á hverju ári.“ Öflug prjónakona Hildur segist hafa gaman af því að baka en vöfflubakstur sé eiginlega bara einu sinni á ári. „Ég er meira í kökunum en matargerð,“ segir hún en þess má geta að Hildur er öflug prjónakona og hefur mjög mikla ánægju af prjónaskap enda starfar hún hjá Handprjónasambandinu. Þar tekur hún á móti prjónakonum, fær afhentar peysur og sinnir gæðaeftirliti. „Sjálf prjóna ég aðallega peysur, sjöl, húfur og vettlinga. Prjónar hafa verið áhugamál hjá mér frá því ég var krakki,“ segir hún en Hildur hefur prjónað á dæturnar, Fönn og eldri systur hennar, Freyju. Fannar starfar hins vegar sem forritari.Fjölskyldan fyrir framan gamla steinbæinn þar sem þau búa við Bjargarstíg. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIVonast eftir góðu veðri Hildur vonast til að það verði gott veður í dag þegar vöfflubaksturinn hefst. Hún segir að það hafi rignt einu sinni en þá settu þau upp tjald. Hún vonast til að þess þurfi ekki í dag. „Ég held að þetta verði mjög skemmtilegt í dag og ég hlakka mikið til að fá gestina,“ segir hún. Hildur er að klára sumarfríið um helgina og segist hafa ferðast um landið. „Við leigðum hús á Suðureyri og vorum þar í viku. Það var mjög gaman. Svo máluðum við húsið okkar en við tímum ekki að missa af íslenska sumrinu.“ Þar sem þau búa í gömlu húsi þarf alltaf að vera að dytta að en bæði hjónin eru handlagin og reyna að gera allt sjálf. Þau eru sömuleiðis umhverfisvæn og hjóla og ganga allt sem þau fara. Það er stutt í alla þjónustu í miðbænum. Hildur og Fannar hafa ekki alltaf verið í 101 því hún er alin upp á Blönduósi en hann í Svíþjóð. „Við erum mjög ánægð í miðbænum og viljum hvergi annars staðar vera,“ segir Hildur og býður alla velkomna á Bjargarstíginn í dag. Það er búið að taka til í garðinum og allt tilbúið.
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Afi og málari Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Sjá meira