Aðalmálið að vera í stuði Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 09:30 Sylvía B. Gústafsdóttir, söngkona Kvennabandsins, segir að þær hlakki til að spila á Menningarnótt. fRÉTTABLAÐIÐ/vALLI Kvennabandið er ábreiðuhljómsveit sem skipuð er sex miðaldra konum og einni sem gæti verið dóttir þeirra. Sylvía B. Gústafsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir að þær taki sig ekki of alvarlega og vilji bara vera í stuði. Hljómsveitin kemur fram á morgun í Iðnó og er þetta í þriðja sinn sem þær spila á Menningarnótt. Þær koma fram undir dagskrárlið sem kallast „Komið úr skúrnum“ þar sem „Bílskúrshljómsveitir skipaðar síungum og ferskum pönk „Við erum hreinræktað kvennaband, allar komnar vel yfir fimmtugt,“ segir Sylvía. Nema það gekk svolítið illa að finna kvenkynsbassaleikara á miðjum aldri, við lögðum mikla áherslu að að hafa þetta kvennaband. Við erum núna komnar með frábæra stelpu á bassann sem er reyndar á sama aldri og börnin okkar. En hún er ótrúlega þroskuð og skemmtileg og passar vel inn í fíflaganginn í okkur.“ Sylvía segir að þær langi svolítið að fara að semja eigin tónlist en þeim hafi ekki gefist tími til þess. „Við spilum mjög fjölbreytta tónlist, einhver kemur kannski með hugmynd að lagi og við prófum það og athugum hvernig okkur líkar það.“Kvennabandið skipa sjö konur, þær Guðbjörg, Bergþóra, Stína, Sylvía, Hildur, Kristín og Margrét.Stuð á fullorðinsballi Eitt af því sem Kvennabandið hefur gert og vill halda áfram að gera, er að halda föstudagsgleði. Það eru böll fyrir fullorðið fólk sem byrja snemma kvölds og eru búin um miðnætti. „Við höfum haldið þessi böll nokkrum sinnum, í Iðnó, Catalinu í Kópavogi og á bar í Hafnarfirði. Okkur langar að þróa þetta betur. Við erum komnar á þann aldur að við nennum ekkert að vera að djamma fram eftir nóttu. Það hefur verið vel tekið í þessi böll. Mæting hefur verið góð og mikið stuð,“ segir Sylvía. Kvennabandið hefur haldið böllin með öðrum hljómsveitum. „Við höfum til dæmis spilað með Gleðisveitinni plús, sem er svona fullorðins karlaband. Þeir eru rosa skemmtilegir og passa vel við okkur og taka sig ekki of hátíðlega,“ segir Sylvía. „Það er alltaf ótrúlega gaman hjá okkur, þetta er næstum eins og saumaklúbbur. Við þekktumst lítið áður en hljómsveitin var stofnuð en við tengjumst samt allar einhverri á einhvern hátt, við erum svo heppnar að við náum sérlega vel saman og það er mjög gaman á æfingum. Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegur félagsskapur og við hlæjum mikið, erum flestar á breytingaskeiðinu og erum oftast hálf berar í hitakófi á æfingum,“ segir Sylvía hlæjandi. Sjö konur skipa hljómsveitina, það er Sylvía söngkona, Margrét Sigurðardóttir gítarleikari, Bergþóra Sveinsdóttir bassaleikari, Guðbjörg Pálsdóttir trommuleikari, Kristín Jóna Þorsteinsdóttir slagverksleikari, Hildur Ásta Viggósdóttir hljómborðsleikari og Kristín Valsdóttir spilar á hljómborð og harmonikku. „Við erum með tvo hljómborðsleikara, önnur fór í árs námsleyfi og sem betur fór kom hún aftur, en sú sem leysti hana af var svo frábær að við vildum ekki missa hana og hún vildi ekki hætta svo þær eru bara tvær núna, sem er mjög gott því harmonikkan kemur þar inn sem viðbót,“ útskýrir Sylvía.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLISkemmtilegar á sviði „Við komum hvaðanæva í tónlist, með mismunandi lærdóm á baki sem nýtist allur á einhvern hátt á okkar æfingum, í okkar flutningi og túlkun okkar á lögunum. Það þarf ekki að vera sérfræðingur til að stofna hljómsveit. Bara hafa gleðina að leiðarljósi og taka sig ekki of hátíðlega og þá er gaman,“ segir Sylvía. „Það er eitt og annað fram undan hjá okkur. Það er aldrei að vita nema við skellum fljótlega í annað fullorðinsball. Svo er búið að panta okkur í sextugsafmæli og ýmislegt fleira svo það er alveg nóg að gera.“ Þau sem hafa áhuga á að sjá þessar hressu konur á sviði geta mætt í Iðnó á morgun klukkan 17.30 og hlustað á þær spila. „Við erum krafmiklar og skemmtilegar á sviði og hlökkum mikið til að spila á Menningarnótt, vera í stuði og sjá sem flesta,“ segir Sylvía að endingu. Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Tónlist Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
Kvennabandið er ábreiðuhljómsveit sem skipuð er sex miðaldra konum og einni sem gæti verið dóttir þeirra. Sylvía B. Gústafsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir að þær taki sig ekki of alvarlega og vilji bara vera í stuði. Hljómsveitin kemur fram á morgun í Iðnó og er þetta í þriðja sinn sem þær spila á Menningarnótt. Þær koma fram undir dagskrárlið sem kallast „Komið úr skúrnum“ þar sem „Bílskúrshljómsveitir skipaðar síungum og ferskum pönk „Við erum hreinræktað kvennaband, allar komnar vel yfir fimmtugt,“ segir Sylvía. Nema það gekk svolítið illa að finna kvenkynsbassaleikara á miðjum aldri, við lögðum mikla áherslu að að hafa þetta kvennaband. Við erum núna komnar með frábæra stelpu á bassann sem er reyndar á sama aldri og börnin okkar. En hún er ótrúlega þroskuð og skemmtileg og passar vel inn í fíflaganginn í okkur.“ Sylvía segir að þær langi svolítið að fara að semja eigin tónlist en þeim hafi ekki gefist tími til þess. „Við spilum mjög fjölbreytta tónlist, einhver kemur kannski með hugmynd að lagi og við prófum það og athugum hvernig okkur líkar það.“Kvennabandið skipa sjö konur, þær Guðbjörg, Bergþóra, Stína, Sylvía, Hildur, Kristín og Margrét.Stuð á fullorðinsballi Eitt af því sem Kvennabandið hefur gert og vill halda áfram að gera, er að halda föstudagsgleði. Það eru böll fyrir fullorðið fólk sem byrja snemma kvölds og eru búin um miðnætti. „Við höfum haldið þessi böll nokkrum sinnum, í Iðnó, Catalinu í Kópavogi og á bar í Hafnarfirði. Okkur langar að þróa þetta betur. Við erum komnar á þann aldur að við nennum ekkert að vera að djamma fram eftir nóttu. Það hefur verið vel tekið í þessi böll. Mæting hefur verið góð og mikið stuð,“ segir Sylvía. Kvennabandið hefur haldið böllin með öðrum hljómsveitum. „Við höfum til dæmis spilað með Gleðisveitinni plús, sem er svona fullorðins karlaband. Þeir eru rosa skemmtilegir og passa vel við okkur og taka sig ekki of hátíðlega,“ segir Sylvía. „Það er alltaf ótrúlega gaman hjá okkur, þetta er næstum eins og saumaklúbbur. Við þekktumst lítið áður en hljómsveitin var stofnuð en við tengjumst samt allar einhverri á einhvern hátt, við erum svo heppnar að við náum sérlega vel saman og það er mjög gaman á æfingum. Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegur félagsskapur og við hlæjum mikið, erum flestar á breytingaskeiðinu og erum oftast hálf berar í hitakófi á æfingum,“ segir Sylvía hlæjandi. Sjö konur skipa hljómsveitina, það er Sylvía söngkona, Margrét Sigurðardóttir gítarleikari, Bergþóra Sveinsdóttir bassaleikari, Guðbjörg Pálsdóttir trommuleikari, Kristín Jóna Þorsteinsdóttir slagverksleikari, Hildur Ásta Viggósdóttir hljómborðsleikari og Kristín Valsdóttir spilar á hljómborð og harmonikku. „Við erum með tvo hljómborðsleikara, önnur fór í árs námsleyfi og sem betur fór kom hún aftur, en sú sem leysti hana af var svo frábær að við vildum ekki missa hana og hún vildi ekki hætta svo þær eru bara tvær núna, sem er mjög gott því harmonikkan kemur þar inn sem viðbót,“ útskýrir Sylvía.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLISkemmtilegar á sviði „Við komum hvaðanæva í tónlist, með mismunandi lærdóm á baki sem nýtist allur á einhvern hátt á okkar æfingum, í okkar flutningi og túlkun okkar á lögunum. Það þarf ekki að vera sérfræðingur til að stofna hljómsveit. Bara hafa gleðina að leiðarljósi og taka sig ekki of hátíðlega og þá er gaman,“ segir Sylvía. „Það er eitt og annað fram undan hjá okkur. Það er aldrei að vita nema við skellum fljótlega í annað fullorðinsball. Svo er búið að panta okkur í sextugsafmæli og ýmislegt fleira svo það er alveg nóg að gera.“ Þau sem hafa áhuga á að sjá þessar hressu konur á sviði geta mætt í Iðnó á morgun klukkan 17.30 og hlustað á þær spila. „Við erum krafmiklar og skemmtilegar á sviði og hlökkum mikið til að spila á Menningarnótt, vera í stuði og sjá sem flesta,“ segir Sylvía að endingu.
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Tónlist Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira