Ekstrabladet: Heimsfrægar stjörnur mæta frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 13:00 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher’s Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. Butcher’s Classics mótið er stærsta CrossFit mót Danmerkur en það fer fram í Ballerup Super Arena í útjaðri Kaupmannahafnar. Það er þó ein stór breyting frá síðustu CrossFit mótum þeirra Anníe og Katrínar þar sem þær hafa verið í keppni við hvora aðra sem og aðrar bestu CrossFit konur heimsins. Þetta mót í Kaupmannahöfn er liðakeppni og munu þær Anníe Mist og Katrín Tanja keppa þar saman í tveggja manna liði. Þær hafa verið við æfingar á Íslandi undanfarna daga og verða væntanlega erfiðar viðureignar á þessu móti. Ekstrabladet skrifar meðal annars um kom þessara tveggja heimsfrægu CrossFit stjarna frá Íslandi en þær Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum. Blaðamaður Ekstrabladet skrifar að þótt Danir þekki þessar íslensku stelpur kannski lítið þá séu þær heimsfrægar enda með samtals tæplega þrjár milljónir fylgjenda á Instagram. „Þrátt fyrir að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé aðeins 26 ára gömul þá er hún nýbúin að gefa út ævisögu sína og þá hefur íþróttavöruframleiðandinn Reebok borgað Anníe Þórisdóttur í mörg ár fyrir að vera sendiherra fyrirtækisins innan CrossFit íþróttarinnar,“ segir í grein Ekstrabladet. Í grein kemur fram að þetta verður í fyrsta sinn sem tveir heimsmeistarar taka þátt í þessu árlega móti sem fer nú fram í níunda skiptið. Þetta verður fyrsta CrossFit mót Anníe Mistar og Katrínar Tönju eftir heimsleikana þar sem Katrín varð fjórða en Anníe tólfta. View this post on InstagramWe are proud to have these two and many other top athletes competing at Reebok Butchers Classics in @ballerupsuperarena this weekend! We haven’t seen a CrossFit competition in Denmark like this since Regionals in 2015. Ticket sale is booming but you can still buy yours at Billetto.dk (link in bio) Hope to see you there @butchersclassics @reeboknordics @gorillagripnl @noccodanmark @anniethorisdottir @katrintanja @morningchalkup @talkingelitefitness @thebarbellspin A post shared by Butcher's Lab (@butcherslab) on Aug 20, 2019 at 7:22am PDT CrossFit Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher’s Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. Butcher’s Classics mótið er stærsta CrossFit mót Danmerkur en það fer fram í Ballerup Super Arena í útjaðri Kaupmannahafnar. Það er þó ein stór breyting frá síðustu CrossFit mótum þeirra Anníe og Katrínar þar sem þær hafa verið í keppni við hvora aðra sem og aðrar bestu CrossFit konur heimsins. Þetta mót í Kaupmannahöfn er liðakeppni og munu þær Anníe Mist og Katrín Tanja keppa þar saman í tveggja manna liði. Þær hafa verið við æfingar á Íslandi undanfarna daga og verða væntanlega erfiðar viðureignar á þessu móti. Ekstrabladet skrifar meðal annars um kom þessara tveggja heimsfrægu CrossFit stjarna frá Íslandi en þær Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum. Blaðamaður Ekstrabladet skrifar að þótt Danir þekki þessar íslensku stelpur kannski lítið þá séu þær heimsfrægar enda með samtals tæplega þrjár milljónir fylgjenda á Instagram. „Þrátt fyrir að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé aðeins 26 ára gömul þá er hún nýbúin að gefa út ævisögu sína og þá hefur íþróttavöruframleiðandinn Reebok borgað Anníe Þórisdóttur í mörg ár fyrir að vera sendiherra fyrirtækisins innan CrossFit íþróttarinnar,“ segir í grein Ekstrabladet. Í grein kemur fram að þetta verður í fyrsta sinn sem tveir heimsmeistarar taka þátt í þessu árlega móti sem fer nú fram í níunda skiptið. Þetta verður fyrsta CrossFit mót Anníe Mistar og Katrínar Tönju eftir heimsleikana þar sem Katrín varð fjórða en Anníe tólfta. View this post on InstagramWe are proud to have these two and many other top athletes competing at Reebok Butchers Classics in @ballerupsuperarena this weekend! We haven’t seen a CrossFit competition in Denmark like this since Regionals in 2015. Ticket sale is booming but you can still buy yours at Billetto.dk (link in bio) Hope to see you there @butchersclassics @reeboknordics @gorillagripnl @noccodanmark @anniethorisdottir @katrintanja @morningchalkup @talkingelitefitness @thebarbellspin A post shared by Butcher's Lab (@butcherslab) on Aug 20, 2019 at 7:22am PDT
CrossFit Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira