CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. ágúst 2019 08:51 Þremenningarnir í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins í byrjun júní. fréttablaðið/sigtryggur ari Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða til Landsréttar. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, voru sýknaðir í héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun júlí. Kjarninn greinir frá þessu og hefur eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lána sem hljóðuðu upp á 508 milljónir evra frá því í ágúst til október 2008. Lánin fóru til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings. Taldi ákæruvaldið markmiðið hafa verið að lækka skuldatryggingaálagið. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í mörg ár en héraðsdómur kvað fyrst upp dóm í málinu í janúar 2016. Hreiðar, Sigurður og Magnús voru þá allir sýknaðir en ákæruvaldið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Áður en málið var tekið fyrir hjá þeim dómstól komu fram nýjar upplýsingar varðandi það að Deutsche Bank hefði greitt þrotabúi Kaupþings stóran hlut upphæðarinnar sem lánuð var eða alls 425 milljónir evra. Hæstiréttur ómerkti dóminn og málsmeðferðina í héraði vegna þessara nýju upplýsinga þar sem ástæður greiðslunnar lágu ekki fyrir. Taldi Hæstiréttur því að rannsaka þyrfti þennan þátt málsins betur. Málið fór því aftur heim í hérað og tók ákæruvaldið til við að rannsaka málið að nýju. Þegar málið var svo flutt aftur fyrir héraðsdómi vísaði dómurinn málinu frá þar sem hann taldi ákæruvaldið ekki hafa rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur hafði sagt að þyrfti að rannsaka betur. Ákæruvaldið kærði frávísun héraðsdóms til Landsréttar sem úrskurðaði að héraðsdómi bæri að taka málið til efnislegrar meðferðar, meðal annars á grundvelli þess að ákæruvaldið taldi hvorki að samkomulagið um greiðsluna frá Deutsche Bank hefði þýðingu fyrir grundvöll málsins né við mat á því hvort skilyrði umboðssvika væru uppfyllt. Dómsmál CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar, Magnús og Sigurður sýknaðir í CLN-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 4. júlí 2019 11:30 Máli Kaupþingstoppa vísað frá vegna ófullnægjandi rannsóknar Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. 11. september 2018 14:50 Hæstiréttur ómerkir sýknudóm í CLN-málinu Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. 19. október 2017 16:06 Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða til Landsréttar. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, voru sýknaðir í héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun júlí. Kjarninn greinir frá þessu og hefur eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lána sem hljóðuðu upp á 508 milljónir evra frá því í ágúst til október 2008. Lánin fóru til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings. Taldi ákæruvaldið markmiðið hafa verið að lækka skuldatryggingaálagið. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í mörg ár en héraðsdómur kvað fyrst upp dóm í málinu í janúar 2016. Hreiðar, Sigurður og Magnús voru þá allir sýknaðir en ákæruvaldið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Áður en málið var tekið fyrir hjá þeim dómstól komu fram nýjar upplýsingar varðandi það að Deutsche Bank hefði greitt þrotabúi Kaupþings stóran hlut upphæðarinnar sem lánuð var eða alls 425 milljónir evra. Hæstiréttur ómerkti dóminn og málsmeðferðina í héraði vegna þessara nýju upplýsinga þar sem ástæður greiðslunnar lágu ekki fyrir. Taldi Hæstiréttur því að rannsaka þyrfti þennan þátt málsins betur. Málið fór því aftur heim í hérað og tók ákæruvaldið til við að rannsaka málið að nýju. Þegar málið var svo flutt aftur fyrir héraðsdómi vísaði dómurinn málinu frá þar sem hann taldi ákæruvaldið ekki hafa rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur hafði sagt að þyrfti að rannsaka betur. Ákæruvaldið kærði frávísun héraðsdóms til Landsréttar sem úrskurðaði að héraðsdómi bæri að taka málið til efnislegrar meðferðar, meðal annars á grundvelli þess að ákæruvaldið taldi hvorki að samkomulagið um greiðsluna frá Deutsche Bank hefði þýðingu fyrir grundvöll málsins né við mat á því hvort skilyrði umboðssvika væru uppfyllt.
Dómsmál CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar, Magnús og Sigurður sýknaðir í CLN-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 4. júlí 2019 11:30 Máli Kaupþingstoppa vísað frá vegna ófullnægjandi rannsóknar Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. 11. september 2018 14:50 Hæstiréttur ómerkir sýknudóm í CLN-málinu Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. 19. október 2017 16:06 Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Hreiðar, Magnús og Sigurður sýknaðir í CLN-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 4. júlí 2019 11:30
Máli Kaupþingstoppa vísað frá vegna ófullnægjandi rannsóknar Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. 11. september 2018 14:50
Hæstiréttur ómerkir sýknudóm í CLN-málinu Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. 19. október 2017 16:06
Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45