Hentu öllu frá sér og ferðuðust um heiminn í sex mánuði Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2019 14:27 Hver hefur ekki hugsað um að segja upp vinnunni, leigja út húsið og taka krakkana úr skólanum til að ferðast um heiminn, upplifa og njóta? Eflaust margir sem hafa íhugað en láta aldrei verða af því. Hjónin Alexía Björg Jóhannesdóttir og Guðmundur Steingrímsson gerðu hins vegar nákvæmlega þetta. Ferðuðust um Suður-Ameríku í rúmt hálft ár og kenndu börnunum sjálf til að þau misstu ekki úr námi. „Við erum eiginlega alltaf að horfa á heimskortið sem er við eldhúsborðið okkar. Við erum alltaf að horfa á heiminn og tala um það hvað við eigum eftir að sjá mikið af heiminum. Við höfum líka talað svo oft um það að okkur langar svo að fara í langt ferðalag með krökkunum okkar áður en þau verða of stór og vera lengi með þeim,“ segir Alexía og bendir á heimskortið í eldhúsi fjölskyldunnar. Hugmyndin var því komin í kollinn á þeim báðum. Hjónin sögðu upp á vinnustöðum sínum á sama tíma, þó svo að sú ákvörðun hafi ekki einungis verið vegna þess að þeim langaði að ferðast, en í kjölfarið gekk það upp. Börnin voru á góðum aldri til þess að ferðast í lengri tíma og aðstæður buðu loksins upp á að draumurinn gæti ræst. Áður en í reisuna var haldið gerðu hjónin tilraun og fóru í þriggja vikna bakpokaferðalag um Portúgal. Að sögn þeirra beggja tókst sú ferð vel til og því var ákveðið að kýla á þetta. Foreldrarnir sáu um að kenna börnunum svo þau misstu ekki úr námi.Stöð 2 „Við vildum ekki vera að uppgötva einhvers staðar í Perú að við ættum engan pening. Við vorum búin að „line-a upp“ einhverjum tekjum á leiðinni og auðvitað leigja út húsið, það var lykilatriði. Svo seldum við bílinn eiginlega tveimur dögum áður en við fórum, sem þýðir auðvitað að við erum bíllaus núna – ef einhver getur skutlað mér,“ segir Guðmundur og hlær. Fjölskyldan hóf ferðalagið í Kosta Ríka, þaðan til Panama, Kólumbíu, Ekvador, Bólivíu, Perú, Chile, Argentínu og að lokum til Úrúgvæ. Níu lönd á sex mánuðum og segja þau öll löndin hafa verið frábær, enginn áfangastaður betri en annar. Hér að ofan má sjá viðtal við þau Alexíu og Guðmund þar sem þau segja frá ferðalaginu ásamt frábærum myndum og myndböndum frá ferðinni. Argentína Bólivía Börn og uppeldi Chile Ekvador Ferðalög Ísland í dag Kólumbía Panama Perú Úrúgvæ Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
Hver hefur ekki hugsað um að segja upp vinnunni, leigja út húsið og taka krakkana úr skólanum til að ferðast um heiminn, upplifa og njóta? Eflaust margir sem hafa íhugað en láta aldrei verða af því. Hjónin Alexía Björg Jóhannesdóttir og Guðmundur Steingrímsson gerðu hins vegar nákvæmlega þetta. Ferðuðust um Suður-Ameríku í rúmt hálft ár og kenndu börnunum sjálf til að þau misstu ekki úr námi. „Við erum eiginlega alltaf að horfa á heimskortið sem er við eldhúsborðið okkar. Við erum alltaf að horfa á heiminn og tala um það hvað við eigum eftir að sjá mikið af heiminum. Við höfum líka talað svo oft um það að okkur langar svo að fara í langt ferðalag með krökkunum okkar áður en þau verða of stór og vera lengi með þeim,“ segir Alexía og bendir á heimskortið í eldhúsi fjölskyldunnar. Hugmyndin var því komin í kollinn á þeim báðum. Hjónin sögðu upp á vinnustöðum sínum á sama tíma, þó svo að sú ákvörðun hafi ekki einungis verið vegna þess að þeim langaði að ferðast, en í kjölfarið gekk það upp. Börnin voru á góðum aldri til þess að ferðast í lengri tíma og aðstæður buðu loksins upp á að draumurinn gæti ræst. Áður en í reisuna var haldið gerðu hjónin tilraun og fóru í þriggja vikna bakpokaferðalag um Portúgal. Að sögn þeirra beggja tókst sú ferð vel til og því var ákveðið að kýla á þetta. Foreldrarnir sáu um að kenna börnunum svo þau misstu ekki úr námi.Stöð 2 „Við vildum ekki vera að uppgötva einhvers staðar í Perú að við ættum engan pening. Við vorum búin að „line-a upp“ einhverjum tekjum á leiðinni og auðvitað leigja út húsið, það var lykilatriði. Svo seldum við bílinn eiginlega tveimur dögum áður en við fórum, sem þýðir auðvitað að við erum bíllaus núna – ef einhver getur skutlað mér,“ segir Guðmundur og hlær. Fjölskyldan hóf ferðalagið í Kosta Ríka, þaðan til Panama, Kólumbíu, Ekvador, Bólivíu, Perú, Chile, Argentínu og að lokum til Úrúgvæ. Níu lönd á sex mánuðum og segja þau öll löndin hafa verið frábær, enginn áfangastaður betri en annar. Hér að ofan má sjá viðtal við þau Alexíu og Guðmund þar sem þau segja frá ferðalaginu ásamt frábærum myndum og myndböndum frá ferðinni.
Argentína Bólivía Börn og uppeldi Chile Ekvador Ferðalög Ísland í dag Kólumbía Panama Perú Úrúgvæ Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira