Til þeirra sem málið varðar Haukur Örn Birgisson skrifar 20. ágúst 2019 06:30 Þegar maður sest niður og lætur hugann reika um það hvert viðfangsefni svona pistils eigi að vera þá stendur valið gjarnan á milli alvörugefins málefnis eða einhvers léttmetis. Með hinu alvörugefna umfjöllunarefni vonast maður til þess að hafa einhver áhrif á lesandann og skoðanamyndun hans en með léttmetinu freistast maður til þess eins að kalla fram bros á andlitið. Þegar fyrri kosturinn lendir ofan á, þá er eins gott að vanda valið því skilaboðin þurfa að vera mikilvæg og eiga erindi við þjóðina. Tilgangurinn er að gera samfélagið betra. Þetta er þannig pistill. Í þessum pistli koma fram einhver þörfustu skilaboð sem ég get sent frá mér og er þeim beint að tilteknum hópi samfélagsins. Skilaboðin eru send fyrir hönd okkar hinna sem getum bara ekki meira. Við höfum setið þögul of lengi og látið of mikið yfir okkur ganga. Kæru tónleikagestir, kæru vinir. Ég veit að það var gaman á Ed Sheeran tónleikunum, brekkusöngnum í Eyjum og öllum hinum tónleikunum sem þið fóruð á í sumar. Stemningin, félagsskapurinn og fagrir tónarnir eru yndisleg upplifun og það jafnast fátt á við að syngja með undir berum sumarhimninum. Það sem þið virðist hins vegar ekki átta ykkur á, er að hljómgæðin, upplifunin og stemningin skila sér ekki í gegnum símana ykkar. Þið einfaldlega verðið að hætta að taka upp tónleika í heild sinni og senda okkur hinum á Snapchat, Instragram eða Facebook. Það finnst engum, og þá meina ég engum, skemmtilegt að horfa á slík myndbönd í símanum sínum. Trúið mér. Hættið þessu. Strax! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun
Þegar maður sest niður og lætur hugann reika um það hvert viðfangsefni svona pistils eigi að vera þá stendur valið gjarnan á milli alvörugefins málefnis eða einhvers léttmetis. Með hinu alvörugefna umfjöllunarefni vonast maður til þess að hafa einhver áhrif á lesandann og skoðanamyndun hans en með léttmetinu freistast maður til þess eins að kalla fram bros á andlitið. Þegar fyrri kosturinn lendir ofan á, þá er eins gott að vanda valið því skilaboðin þurfa að vera mikilvæg og eiga erindi við þjóðina. Tilgangurinn er að gera samfélagið betra. Þetta er þannig pistill. Í þessum pistli koma fram einhver þörfustu skilaboð sem ég get sent frá mér og er þeim beint að tilteknum hópi samfélagsins. Skilaboðin eru send fyrir hönd okkar hinna sem getum bara ekki meira. Við höfum setið þögul of lengi og látið of mikið yfir okkur ganga. Kæru tónleikagestir, kæru vinir. Ég veit að það var gaman á Ed Sheeran tónleikunum, brekkusöngnum í Eyjum og öllum hinum tónleikunum sem þið fóruð á í sumar. Stemningin, félagsskapurinn og fagrir tónarnir eru yndisleg upplifun og það jafnast fátt á við að syngja með undir berum sumarhimninum. Það sem þið virðist hins vegar ekki átta ykkur á, er að hljómgæðin, upplifunin og stemningin skila sér ekki í gegnum símana ykkar. Þið einfaldlega verðið að hætta að taka upp tónleika í heild sinni og senda okkur hinum á Snapchat, Instragram eða Facebook. Það finnst engum, og þá meina ég engum, skemmtilegt að horfa á slík myndbönd í símanum sínum. Trúið mér. Hættið þessu. Strax!