Fann fyrir kulnun, seldi allar sínar eigur og fór í heimsreisu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 15:41 Guðrún ákvað að fara í heimsreisu þegar hún var farin að finna fyrir kulnun í starfi. Vísir Fyrrverandi kennarinn og skólastjórinn Guðrún Pétursdóttir var komin að kulnun í starfi þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur. Hún seldi allar sínar eigur og fór alein í heimsreisu þar sem hún meðal annars komst að því að það er betra að eiga lítið sem ekkert. Í heimsreisunni naut hún lífsins og endurstillti sig til að komast út úr mesta stressinu. „Ég ákvað að það væri eiginlega bara núna eða ekki af því að ég var bara búin að vinna allt of mikið og það voru búin að vera mörg áföll að ganga yfir í fjölskyldunni. Þetta var búið að blunda í mér í mjög mörg ár að gera þetta og [hafði] einhvern vegin alltaf miklað þetta fyrir mér en svo ákvað ég bara meðan ég er frísk og ég get þetta þá ætla ég bara að gera þetta,“ segir Guðrún. „Ég er ekkert komin á eftirlaun eða neitt þannig en ég var búin að safna mér pening, seldi dótið mitt. Það eina sem ég á er ein lítil íbúð hérna í Reykjavík sem er öryggisventillinn minn.“ Guðrún seldi allt sitt dót, húsgögn föt og fleira og segir hún að öll hennar föt komist í tvær ferðatöskur. Hún tók með sér einn bakpoka í ferðalagið sem hún segir alveg meira en nóg í svona ferðalagi. „Ef maður setur sig niður og fer að hugsa „hvað þarf ég að hafa?“ þarf maður rosalega lítið. Ég lagði af stað frá Noregi með sjö kíló og mér fannst það alveg ótrúlegt, að það væri hægt. Ég hef alltaf verið svona manneskja sem er með stóra ferðatösku og alveg með ógeðslega mikið af dóti. Það er bara svo gott að gera þetta því þá þarf maður að hugsa „hvað þarf ég í alvöru að hafa með mér?““ segir Guðrún.Ýmsar myndir úr safni Guðrúnar.„Ef þig langar að fara þá verðurðu bara að fara.“ Guðrún ákvað að byrja á að fara til Asíu en hún fór meðal annars til Víetnam og Balí. Þar á eftir ferðaðist hún um Evrópu. Hún segist hafa fengið staðfestingu á því á eyju rétt við Balí hve lítið maður þyrfti til að vera hamingjusamur. Hún fór til Gili eyja en þar var nýyfirstaðinn jarðskjálfti og nánast engir ferðamenn vegna skjálftanna.Guðrún ferðaðist um Asíu og Evrópu með aðeins einn bakpoka.stöð 2„Ég gerði svolítið í því að labba á milli og var að tala við fólkið sem sat úti á götu og var búið að missa allt og það sagði bara „það skiptir engu máli, við höfum hvort annað. Á meðan við höfum hvort annað þá er það bara nóg.“ Þarna upplifði ég svo sterkt staðfestinguna á því að maður þarf ekki að eiga neitt, maður þarf ekki að vera alltaf að kaupa hluti til þess að vera hamingjusamur,“ segir Guðrún. „Ég lærði það alveg hressilega, það er ekki hamingjan - hlutir.“ Guðrún leggur mikla áherslu á það að fólk þurfi að átta sig á því að ekki eigi að fresta endalaust þeim hlutum sem það langar til að upplifa og njóta. Guðrún hefur verið að halda námskeið í markmiðasetningu og því hvernig maður getur náð markmiðum sínum og látið drauma sína rætast. „Það er svo mikilvægt að kýla bara á og gera bara hlutina. Það var það sem ég hugsaði þegar ég lagði af stað vegna þess að ég var búin að horfa á fólkið mitt fara allt of snemma. Ég var búin að heyra í fólki sem var að segjast ætla að gera hlutina einhvern tíman. Ætla að gera þá eftir eitt ár, tvö ár, þegar það er komið á eftirlaun,“ segir Guðrún. „Ef þig langar að fara þá verðurðu bara að fara.“ Ferðalög Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Fyrrverandi kennarinn og skólastjórinn Guðrún Pétursdóttir var komin að kulnun í starfi þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur. Hún seldi allar sínar eigur og fór alein í heimsreisu þar sem hún meðal annars komst að því að það er betra að eiga lítið sem ekkert. Í heimsreisunni naut hún lífsins og endurstillti sig til að komast út úr mesta stressinu. „Ég ákvað að það væri eiginlega bara núna eða ekki af því að ég var bara búin að vinna allt of mikið og það voru búin að vera mörg áföll að ganga yfir í fjölskyldunni. Þetta var búið að blunda í mér í mjög mörg ár að gera þetta og [hafði] einhvern vegin alltaf miklað þetta fyrir mér en svo ákvað ég bara meðan ég er frísk og ég get þetta þá ætla ég bara að gera þetta,“ segir Guðrún. „Ég er ekkert komin á eftirlaun eða neitt þannig en ég var búin að safna mér pening, seldi dótið mitt. Það eina sem ég á er ein lítil íbúð hérna í Reykjavík sem er öryggisventillinn minn.“ Guðrún seldi allt sitt dót, húsgögn föt og fleira og segir hún að öll hennar föt komist í tvær ferðatöskur. Hún tók með sér einn bakpoka í ferðalagið sem hún segir alveg meira en nóg í svona ferðalagi. „Ef maður setur sig niður og fer að hugsa „hvað þarf ég að hafa?“ þarf maður rosalega lítið. Ég lagði af stað frá Noregi með sjö kíló og mér fannst það alveg ótrúlegt, að það væri hægt. Ég hef alltaf verið svona manneskja sem er með stóra ferðatösku og alveg með ógeðslega mikið af dóti. Það er bara svo gott að gera þetta því þá þarf maður að hugsa „hvað þarf ég í alvöru að hafa með mér?““ segir Guðrún.Ýmsar myndir úr safni Guðrúnar.„Ef þig langar að fara þá verðurðu bara að fara.“ Guðrún ákvað að byrja á að fara til Asíu en hún fór meðal annars til Víetnam og Balí. Þar á eftir ferðaðist hún um Evrópu. Hún segist hafa fengið staðfestingu á því á eyju rétt við Balí hve lítið maður þyrfti til að vera hamingjusamur. Hún fór til Gili eyja en þar var nýyfirstaðinn jarðskjálfti og nánast engir ferðamenn vegna skjálftanna.Guðrún ferðaðist um Asíu og Evrópu með aðeins einn bakpoka.stöð 2„Ég gerði svolítið í því að labba á milli og var að tala við fólkið sem sat úti á götu og var búið að missa allt og það sagði bara „það skiptir engu máli, við höfum hvort annað. Á meðan við höfum hvort annað þá er það bara nóg.“ Þarna upplifði ég svo sterkt staðfestinguna á því að maður þarf ekki að eiga neitt, maður þarf ekki að vera alltaf að kaupa hluti til þess að vera hamingjusamur,“ segir Guðrún. „Ég lærði það alveg hressilega, það er ekki hamingjan - hlutir.“ Guðrún leggur mikla áherslu á það að fólk þurfi að átta sig á því að ekki eigi að fresta endalaust þeim hlutum sem það langar til að upplifa og njóta. Guðrún hefur verið að halda námskeið í markmiðasetningu og því hvernig maður getur náð markmiðum sínum og látið drauma sína rætast. „Það er svo mikilvægt að kýla bara á og gera bara hlutina. Það var það sem ég hugsaði þegar ég lagði af stað vegna þess að ég var búin að horfa á fólkið mitt fara allt of snemma. Ég var búin að heyra í fólki sem var að segjast ætla að gera hlutina einhvern tíman. Ætla að gera þá eftir eitt ár, tvö ár, þegar það er komið á eftirlaun,“ segir Guðrún. „Ef þig langar að fara þá verðurðu bara að fara.“
Ferðalög Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira