Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Birgir Olgeirsson skrifar 4. september 2019 15:06 Will Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. Vísir/Getty Opnar prufur fyrir Eurovision-mynd Will Ferrell verða haldnar í húsnæði Leikfélags Húsavíkur næstu daga. Greint er frá þessu á Facebook-síðu Eskimo Casting en þar er ekki tilgreint hvaða verkefni þetta er. Búið var að boða að Eurovision-myndin verði tekin upp á Húsavík og miðað við hvernig hlutverkunum er lýst á síðunni má ætla að það tengist þessari mynd. Sér í lagi vegna þess að leitað er að bassaleikara á besta aldri, 55 til 70 ára, karlkyns harmonikku leikara og þrettán til sextán ára gömlum strák sem kann á trommur. Þá er einnig leitað að karlmanni sem kann að rýgja rollu, karlmanni sem kann að slægja fisk og hjónum á besta aldri. Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. Fara prufurnar fram á milli klukkan 16 og 20 í dag, morgun og föstudag. Eurovision-myndin mun segja frá þeim Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottur sem Will Ferrell og Rachel McAdams leika. Þau munu fá það einstaka tækifæri að vera fulltrúar Íslands í Eurovision. Er eyðimerkur ganga Íslendinga sögð eiga að vera ein af þungamiðjum myndarinnar. Ísland hefur tekið þátt í Eurovision frá árinu 1986 en aldrei unnið. Pierce Brosnan mun leika föður Will Ferrells í myndinni en sá á að vera myndarlegasti maður Íslands. Björn Hlynur Haraldsson mun leika fyrrverandi kærasta Rachel McAdams og á að vera fremur ósáttur við að hún sé eitthvað að hanga með persónu Will Ferrell í myndinni. Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur verið ráðin til að leika Katiönu í þessari mynd en sú á að vera besta söngkona Íslands. Á persóna Rachel McAdams að kom frá smábæ á Íslandi en þær senur verða teknar upp á Húsavík eins og Vísir hefur greint frá. Björn Hlynur greindi frá því í samtali við Vísi að hann hefði rætt við Rachel McAdams á tökustað myndarinnar í Lundúnum. Þar sagði hann McAdams frá því að ein af stærstu Eurovision-stjörnum Íslands, Birgitta Haukdal, kæmi frá Húsavík en McAdams hafði ekki hugmynd um hver Birgitta Haukdal var þegar hún ræddi við Björn Hlyn. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Íslandsvinir Netflix Norðurþing Tengdar fréttir Fræddi Rachel McAdams um Birgittu Haukdal við tökur á Eurovision-myndinni Björn Hlynur leikur fyrrverandi kærasta persónu Rachel McAdams. 8. ágúst 2019 11:30 Demi Lovato leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Bandaríska söngkonan Demi Lovato mun leika íslenska söngkonu í grínmyndinni Eurovision sem mun skarta Will Ferrell í aðalhlutverki. 21. ágúst 2019 09:28 Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Leikarinn Ari Freyr var boðaður á fund með leikurunum í London. 31. júlí 2019 13:48 Brosnan mun leika myndarlegasta mann Íslands í Eurovision-myndinni Írski leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika föður persónu Will Ferrell, mann að nafni Erik Erickssong en hann er sagður eiga að vera myndarlegasti maður Íslands. 8. ágúst 2019 09:08 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Opnar prufur fyrir Eurovision-mynd Will Ferrell verða haldnar í húsnæði Leikfélags Húsavíkur næstu daga. Greint er frá þessu á Facebook-síðu Eskimo Casting en þar er ekki tilgreint hvaða verkefni þetta er. Búið var að boða að Eurovision-myndin verði tekin upp á Húsavík og miðað við hvernig hlutverkunum er lýst á síðunni má ætla að það tengist þessari mynd. Sér í lagi vegna þess að leitað er að bassaleikara á besta aldri, 55 til 70 ára, karlkyns harmonikku leikara og þrettán til sextán ára gömlum strák sem kann á trommur. Þá er einnig leitað að karlmanni sem kann að rýgja rollu, karlmanni sem kann að slægja fisk og hjónum á besta aldri. Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. Fara prufurnar fram á milli klukkan 16 og 20 í dag, morgun og föstudag. Eurovision-myndin mun segja frá þeim Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottur sem Will Ferrell og Rachel McAdams leika. Þau munu fá það einstaka tækifæri að vera fulltrúar Íslands í Eurovision. Er eyðimerkur ganga Íslendinga sögð eiga að vera ein af þungamiðjum myndarinnar. Ísland hefur tekið þátt í Eurovision frá árinu 1986 en aldrei unnið. Pierce Brosnan mun leika föður Will Ferrells í myndinni en sá á að vera myndarlegasti maður Íslands. Björn Hlynur Haraldsson mun leika fyrrverandi kærasta Rachel McAdams og á að vera fremur ósáttur við að hún sé eitthvað að hanga með persónu Will Ferrell í myndinni. Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur verið ráðin til að leika Katiönu í þessari mynd en sú á að vera besta söngkona Íslands. Á persóna Rachel McAdams að kom frá smábæ á Íslandi en þær senur verða teknar upp á Húsavík eins og Vísir hefur greint frá. Björn Hlynur greindi frá því í samtali við Vísi að hann hefði rætt við Rachel McAdams á tökustað myndarinnar í Lundúnum. Þar sagði hann McAdams frá því að ein af stærstu Eurovision-stjörnum Íslands, Birgitta Haukdal, kæmi frá Húsavík en McAdams hafði ekki hugmynd um hver Birgitta Haukdal var þegar hún ræddi við Björn Hlyn.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Íslandsvinir Netflix Norðurþing Tengdar fréttir Fræddi Rachel McAdams um Birgittu Haukdal við tökur á Eurovision-myndinni Björn Hlynur leikur fyrrverandi kærasta persónu Rachel McAdams. 8. ágúst 2019 11:30 Demi Lovato leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Bandaríska söngkonan Demi Lovato mun leika íslenska söngkonu í grínmyndinni Eurovision sem mun skarta Will Ferrell í aðalhlutverki. 21. ágúst 2019 09:28 Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Leikarinn Ari Freyr var boðaður á fund með leikurunum í London. 31. júlí 2019 13:48 Brosnan mun leika myndarlegasta mann Íslands í Eurovision-myndinni Írski leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika föður persónu Will Ferrell, mann að nafni Erik Erickssong en hann er sagður eiga að vera myndarlegasti maður Íslands. 8. ágúst 2019 09:08 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fræddi Rachel McAdams um Birgittu Haukdal við tökur á Eurovision-myndinni Björn Hlynur leikur fyrrverandi kærasta persónu Rachel McAdams. 8. ágúst 2019 11:30
Demi Lovato leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Bandaríska söngkonan Demi Lovato mun leika íslenska söngkonu í grínmyndinni Eurovision sem mun skarta Will Ferrell í aðalhlutverki. 21. ágúst 2019 09:28
Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Leikarinn Ari Freyr var boðaður á fund með leikurunum í London. 31. júlí 2019 13:48
Brosnan mun leika myndarlegasta mann Íslands í Eurovision-myndinni Írski leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika föður persónu Will Ferrell, mann að nafni Erik Erickssong en hann er sagður eiga að vera myndarlegasti maður Íslands. 8. ágúst 2019 09:08