Roger Federer datt óvænt út á Opna bandaríska en Serena brunaði áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 07:30 Roger Federer gengur svekktur af velli. Getty/Tim Clayton Við fáum ekki klassískan úrslitaleik á milli Roger Federer og Rafael Nadal á Opna bandaríska tennismótinu því Svisslendingurinn er úr leik eftir óvænt tap í New York í nótt. Serena Williams er komin í undanúrslit. Roger Federer hafði aldrei tapað fyrir Búlgaranum Grigor Dimitrov á ferlinum en þeir höfðu mæst sjö sinnum fyrir leikinn í nótt. Dimitrov er líka bara í 78. sæti á heimslistanum.Roger Federer is OUT of the #USOpen. Full story on a shock result at Flushing Meadowshttps://t.co/4AlqFABsDepic.twitter.com/t2Z5pJo2Ep — BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2019Roger Federer var með yfirhöndina framan af leik en Grigor Dimitrov hékk inni og tryggði sér síðan sigur með því að vinna tvö síðustu settin 6-4 og 6-2. Roger Federer er 38 ára gamall og tíu árum eldri en Grigor Dimitrov. Grigor Dimitrov mætir Daniil Medvedev í undanúrslitunum. Hvorki Medvedev né Dimitrov hafa spilað til úrslita á risamóti. Þetta er annað árið í röð sem Roger Federer dettur út á Opna bandaríska á móti spilara sem er ekki meðal fimmtíu efstu á heimslistanum. Í fyrra datt hann út í sextán manna úrslitunum á móti Ástralanum John Millman.Class and Grace.@rogerfederer | #USOpenpic.twitter.com/JnyfRkmlF9 — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019 Rafael Nadal er nú líklegastur til að vinna því auk þess að Federer sé úr leik þá meiddist líka ríkjandi meistari, Novak Djokovic. Nadal mætir Argentínumanninum Diego Schwartzman í sínum leik í átta manna úrslitunum. Serena Williams tryggði sér sæti í undanúrslitunum eftir sannfærandi 6-1 og 6-0 sigur á Wang Qiang frá Kína í leik sem tók aðeins 44 mínútur. Serena Williams mætir Elina Svitolina frá Úkraínu í undanúrslitunum en Svitolina hafði slegið út Johannu Konta frá Bretlandi.44 minutes of pure mastery. how @serenawilliams made it past Wang.#USOpenpic.twitter.com/HwdutrFv8X — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019 Tennis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Við fáum ekki klassískan úrslitaleik á milli Roger Federer og Rafael Nadal á Opna bandaríska tennismótinu því Svisslendingurinn er úr leik eftir óvænt tap í New York í nótt. Serena Williams er komin í undanúrslit. Roger Federer hafði aldrei tapað fyrir Búlgaranum Grigor Dimitrov á ferlinum en þeir höfðu mæst sjö sinnum fyrir leikinn í nótt. Dimitrov er líka bara í 78. sæti á heimslistanum.Roger Federer is OUT of the #USOpen. Full story on a shock result at Flushing Meadowshttps://t.co/4AlqFABsDepic.twitter.com/t2Z5pJo2Ep — BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2019Roger Federer var með yfirhöndina framan af leik en Grigor Dimitrov hékk inni og tryggði sér síðan sigur með því að vinna tvö síðustu settin 6-4 og 6-2. Roger Federer er 38 ára gamall og tíu árum eldri en Grigor Dimitrov. Grigor Dimitrov mætir Daniil Medvedev í undanúrslitunum. Hvorki Medvedev né Dimitrov hafa spilað til úrslita á risamóti. Þetta er annað árið í röð sem Roger Federer dettur út á Opna bandaríska á móti spilara sem er ekki meðal fimmtíu efstu á heimslistanum. Í fyrra datt hann út í sextán manna úrslitunum á móti Ástralanum John Millman.Class and Grace.@rogerfederer | #USOpenpic.twitter.com/JnyfRkmlF9 — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019 Rafael Nadal er nú líklegastur til að vinna því auk þess að Federer sé úr leik þá meiddist líka ríkjandi meistari, Novak Djokovic. Nadal mætir Argentínumanninum Diego Schwartzman í sínum leik í átta manna úrslitunum. Serena Williams tryggði sér sæti í undanúrslitunum eftir sannfærandi 6-1 og 6-0 sigur á Wang Qiang frá Kína í leik sem tók aðeins 44 mínútur. Serena Williams mætir Elina Svitolina frá Úkraínu í undanúrslitunum en Svitolina hafði slegið út Johannu Konta frá Bretlandi.44 minutes of pure mastery. how @serenawilliams made it past Wang.#USOpenpic.twitter.com/HwdutrFv8X — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019
Tennis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira