Risapöndur eru skilgreindar sem viðkvæm dýrategund af Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum og eru fregnir laugardagsins því jákvæðar fyrir varðveislu pandastofnsins. Talið er að einungis 1.864 fullvaxta pöndur lifi í sínu náttúrulega umhverfi.
Myndband sem var birt af dýragarðinum sýnir MengMeng halda á öðrum unganna. Móðirin og ungarnir eru við góða heilsu og sagði Andreas Knieriem, dýralæknir og forstöðumaður dýragarðsins, að MengMeng hafi staðið sig „dásamlega í móðurhlutverkinu“ fram að þessu.
Meng Meng became a mom – twice! We are so happy, we are speechless!
— Zoo Tierpark Berlin (@zooberlin) September 2, 2019
#babypandasberlin #pandasberlin #ZooBerlin pic.twitter.com/SKQvxMxO4z
ChengCheng, líkt og flestallar pöndur sem dvelja í dýragörðum víða um heim, er í eigu kínverskra stjórnvalda og verður dýragarðinum endanlega gert að skila húnunum til Kína.

