Uppsagnir á auglýsingastofunni Brandenburg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2019 11:51 Ragnar Gunnarsson er framkvæmdastjóri Brandenburg. Fréttablaðið/ernir Fjórum starfsmönnum var sagt upp störfum á auglýsingastofunni Brandenburg í liðinni viku. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg, segir fyrirtækið finna fyrir samdrætti í þjóðfélaginu eins og aðrir. „Það hafa fleiri stofur verið að segja upp fólki. Það er samdráttur í þjóðfélaginu, það er alveg ljóst, og við þurfum að bregðast við því. Okkar aðalkostnaður er launakostnaður þannig að það er eina leiðin sem við getum brugðist við. Þetta er bara þannig bransi. Þegar það gengur vel þá stækka stofurnar og þegar það samdráttur þá minnka stofurnar,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Íslandsbanki var stór viðskiptavinur hjá Brandenburg en í síðustu viku var greint frá því að bankinn væri hættur föstu samstarfi um auglýsingar. Aðspurður hvort að það hafi haft áhrif, til dæmis í tengslum við uppsagnirnar, svarar Ragnar því játandi. „Að sjálfsögðu hefur það áhrif. Það eru sveiflur í þessu eins og öðru. Þegar stórir viðskiptavinir eru að færa sig þá myndast samdráttur hjá stofunum sem að skapar auðvitað líka tækifæri fyrir stærri kúnna, þegar losnar um einn þá er laust pláss fyrir annan.“Miklar áhyggjur af því ef RÚV fer af auglýsingamarkaði Ragnar segir að fólk í auglýsingabransanum hafi svo áhyggjur af því ef það á að fara að sauma enn frekar að bransanum, til dæmis með því að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Það verður mikið högg fyrir skapandi greinar, auglýsingastofur og framleiðslufyrirtæki. Þá má búast við enn frekari samdrætti í auglýsingabransanum. Stærri fyrirtæki og bara öll fyrirtæki eru ekki að fara að leggja út í sjónvarpsauglýsingar ef miðlunum er að fækka,“ segir Ragnar.Þú hefur ekki trú á því að þau færi sig yfir á Stöð 2, sporstöðvarnar eða sjónvarp símans? „Nei, erlendar rannsóknir sýna það bara að það mun færast til San Fransisco, það fer bara á Google, Facebook, samfélagsmiðla og netið. Eftir því sem ljósvakamiðlunum fækkar því færri kostir eru fyrir auglýsandann að réttlæta það að fara út í sjónvarpsauglýsingagerð og nýta þessa miðla. Það er stærsta áhyggjuefnið sem við stöndum frammi fyrir okkur núna. Ef RÚV verður tekið út af auglýsingamarkaði mun það þýða enn meiri samdrátt hjá auglýsingastofunum og framleiðslufyrirtækjunum sérstaklega sem skipta gríðarlega miklu máli. Þetta eru mörg störf og mikið af fólki sem er að vinna við kvikmyndagerð og erlenda kvikmyndagerð og byggja upp þekkingu á þessu sviði. Það væri alveg hrikalegt ef sá bransi leggst af hreinlega,“ segir Ragnar. Auglýsinga- og markaðsmál Markaðir Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Fjórum starfsmönnum var sagt upp störfum á auglýsingastofunni Brandenburg í liðinni viku. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg, segir fyrirtækið finna fyrir samdrætti í þjóðfélaginu eins og aðrir. „Það hafa fleiri stofur verið að segja upp fólki. Það er samdráttur í þjóðfélaginu, það er alveg ljóst, og við þurfum að bregðast við því. Okkar aðalkostnaður er launakostnaður þannig að það er eina leiðin sem við getum brugðist við. Þetta er bara þannig bransi. Þegar það gengur vel þá stækka stofurnar og þegar það samdráttur þá minnka stofurnar,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Íslandsbanki var stór viðskiptavinur hjá Brandenburg en í síðustu viku var greint frá því að bankinn væri hættur föstu samstarfi um auglýsingar. Aðspurður hvort að það hafi haft áhrif, til dæmis í tengslum við uppsagnirnar, svarar Ragnar því játandi. „Að sjálfsögðu hefur það áhrif. Það eru sveiflur í þessu eins og öðru. Þegar stórir viðskiptavinir eru að færa sig þá myndast samdráttur hjá stofunum sem að skapar auðvitað líka tækifæri fyrir stærri kúnna, þegar losnar um einn þá er laust pláss fyrir annan.“Miklar áhyggjur af því ef RÚV fer af auglýsingamarkaði Ragnar segir að fólk í auglýsingabransanum hafi svo áhyggjur af því ef það á að fara að sauma enn frekar að bransanum, til dæmis með því að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Það verður mikið högg fyrir skapandi greinar, auglýsingastofur og framleiðslufyrirtæki. Þá má búast við enn frekari samdrætti í auglýsingabransanum. Stærri fyrirtæki og bara öll fyrirtæki eru ekki að fara að leggja út í sjónvarpsauglýsingar ef miðlunum er að fækka,“ segir Ragnar.Þú hefur ekki trú á því að þau færi sig yfir á Stöð 2, sporstöðvarnar eða sjónvarp símans? „Nei, erlendar rannsóknir sýna það bara að það mun færast til San Fransisco, það fer bara á Google, Facebook, samfélagsmiðla og netið. Eftir því sem ljósvakamiðlunum fækkar því færri kostir eru fyrir auglýsandann að réttlæta það að fara út í sjónvarpsauglýsingagerð og nýta þessa miðla. Það er stærsta áhyggjuefnið sem við stöndum frammi fyrir okkur núna. Ef RÚV verður tekið út af auglýsingamarkaði mun það þýða enn meiri samdrátt hjá auglýsingastofunum og framleiðslufyrirtækjunum sérstaklega sem skipta gríðarlega miklu máli. Þetta eru mörg störf og mikið af fólki sem er að vinna við kvikmyndagerð og erlenda kvikmyndagerð og byggja upp þekkingu á þessu sviði. Það væri alveg hrikalegt ef sá bransi leggst af hreinlega,“ segir Ragnar.
Auglýsinga- og markaðsmál Markaðir Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira