Helgi: Hefði verið sanngjarnt ef við hefðum jafnað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2019 22:11 Helgi var ósáttur við fyrri hálfleikinn hjá sínum mönnum gegn Breiðabliki. vísir/andri marinó „Ég var ekki sáttur með fyrri hálfleikinn þar sem við vorum langt frá okkar besta. En það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. Menn voru tilbúnir að berjast fyrir merki félagsins. Við hefðum hæglega getað jafnað. Við fengum 2-3 dauðafæri til að jafna í 4-4 sem hefði verið frábært og ekki ósanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn en sá fyrri varð okkur að falli,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, í samtali við Vísi eftir 4-3 tap hans manna fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Strákarnir hans Helga voru heillum horfnir í fyrri hálfleik og voru 3-0 undir að honum loknum. Ekki tók betra við í upphafi seinni hálfleiks þegar Alfons Sampsted kom Breiðabliki í 4-0. „Við vorum of langt frá mönnunum og gáfum þeim tíma. Við ætluðum að koma framarlega á þá en náðum því ekki. Við gerðum tvöfalda skiptingu í hálfleik, settum tvo menn fram og pressuðum á vörnina þeirra. Það tókst en því miður aðeins of seint. Þó ekki því við fengum færi til að jafna. Þetta er hundfúlt,“ sagði Helgi. En hefði hann átt að breyta til fyrr í leiknum? „Það er alltaf ef og hefði. Ég get lofað þér því að ég fer heim hundfúll með sjálfan mig. Maður rýnir í það sem maður hefði getað gert. Það er eins og með leikmenn. Stundum geta þjálfararnir gert betur,“ sagði Helgi. „En ég var mjög sáttur að sjá hversu mikið leikmennirnir lögðu í þetta. Það hefði verið sanngjarnt ef við hefðum jafnað þetta.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 4-3 | Enn einn markaleikurinn hjá Blikum og Fylkismönnum Þrenna Geoffrey Castillion dugði ekki til gegn Breiðabliki. 1. september 2019 22:00 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Enski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
„Ég var ekki sáttur með fyrri hálfleikinn þar sem við vorum langt frá okkar besta. En það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. Menn voru tilbúnir að berjast fyrir merki félagsins. Við hefðum hæglega getað jafnað. Við fengum 2-3 dauðafæri til að jafna í 4-4 sem hefði verið frábært og ekki ósanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn en sá fyrri varð okkur að falli,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, í samtali við Vísi eftir 4-3 tap hans manna fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Strákarnir hans Helga voru heillum horfnir í fyrri hálfleik og voru 3-0 undir að honum loknum. Ekki tók betra við í upphafi seinni hálfleiks þegar Alfons Sampsted kom Breiðabliki í 4-0. „Við vorum of langt frá mönnunum og gáfum þeim tíma. Við ætluðum að koma framarlega á þá en náðum því ekki. Við gerðum tvöfalda skiptingu í hálfleik, settum tvo menn fram og pressuðum á vörnina þeirra. Það tókst en því miður aðeins of seint. Þó ekki því við fengum færi til að jafna. Þetta er hundfúlt,“ sagði Helgi. En hefði hann átt að breyta til fyrr í leiknum? „Það er alltaf ef og hefði. Ég get lofað þér því að ég fer heim hundfúll með sjálfan mig. Maður rýnir í það sem maður hefði getað gert. Það er eins og með leikmenn. Stundum geta þjálfararnir gert betur,“ sagði Helgi. „En ég var mjög sáttur að sjá hversu mikið leikmennirnir lögðu í þetta. Það hefði verið sanngjarnt ef við hefðum jafnað þetta.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 4-3 | Enn einn markaleikurinn hjá Blikum og Fylkismönnum Þrenna Geoffrey Castillion dugði ekki til gegn Breiðabliki. 1. september 2019 22:00 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Enski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 4-3 | Enn einn markaleikurinn hjá Blikum og Fylkismönnum Þrenna Geoffrey Castillion dugði ekki til gegn Breiðabliki. 1. september 2019 22:00