Pepsi Max-mörkin um þjálfaraskiptin í Árbænum: Hvað liggur á að tala um þetta? Anton Ingi Leifsson skrifar 19. september 2019 08:30 Helgi Sigurðsson er á sínu síðasta tímabili með Fylki. vísir/bára Helgi Sigurðsson hættir með Fylki eftir tímabilið í Pepsi Max-deild karla en þetta var tilkynnt á dögunum. Niðurstaðan var talin sameiginleg. Fylkir unnu svo 3-1 sigur á Víkingum í gærkvöldi og eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar. Helgi steig fram eftir leikinn og sagði mögulega að of miklar kröfur væru gerðar í Árbænum. Pepsi Max-mörkin voru á dagskrá í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þjálfaraskiptin í Árbænum. „Það lítur út fyrir að hann hafi fengið þau svör að hans starfskrafta hafi ekki verið óskað áfram eða þeir hafi ekki vitað hvað þeir vildu gera,“ sagði Þorvaldur Örlygsson og hélt áfram: „Helgi hefur gert mjög gott starf eins og hann bendir sjálfur á. Hann tekur við þeim í Inkasso og fer með þá upp og það má segja að hann hafi gert það sem hann var beðinn um að gera.“ Logi Ólafsson var hinn spekingur þáttarins í gærkvöld og hann segir að það sé smá óvissa framundan í Árbænum. „Það kemur svolítið á óvart að þetta sé niðurstaðan. Helgi hafði sjálfur sínar efasemdir og það er óvissuþættir í félaginu. Hvað verður um Castillion? Sagan um markverðina, er Emil farinn og svo framvegis,“ en Emil Ásmundsson er sagður á leið í KR. „Það eru tveir eldri menn sem eru í liðinu og hvað verður um þá? Geta þeir spilað jafn vel aftur? Svo það lá jafnvel fyrir hjá honum að hann þyrfti að byggja upp nýtt lið.“ „Það sem kemur mest á óvart er loksins Fylkir að ná upp stöðugleika og þetta er búið að vera stigvaxandi árangur í þrjú ár svo það kemur pínu á óvart ef þetta er ákvörðun Fylkis að hann verði ekki áfram,“ sagði Logi. Logi sagði einnig tímasetninguna undarlega og spyr sig afhverju Fylkismenn þurfa að melda þetta út svo snemma en liðið getur enn endað ofarlega í töflunni. „Hvað liggur á að tala um þetta þó að það séu einhverjar sögusagnir um þetta í gangi hjá Dr. Football eða á öllum þessum síðum og hlaðvörpum? Menn hljóta að geta látið slíkt sem vindum eyrum þjóta. Gefum okkur það að Helgi og félagar vinni næstu tvo leiki, þá enda þeir í fjórða sæti. Hefði þá staðan verið önnur er staðan yrði rædd í haust?“ Innslagið í heild má sjá hér að neðan.Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Helga Sigurðsson Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45 Helgi: Kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum Þjálfari Fylkis kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn á Víkingi. 18. september 2019 21:38 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Helgi Sigurðsson hættir með Fylki eftir tímabilið í Pepsi Max-deild karla en þetta var tilkynnt á dögunum. Niðurstaðan var talin sameiginleg. Fylkir unnu svo 3-1 sigur á Víkingum í gærkvöldi og eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar. Helgi steig fram eftir leikinn og sagði mögulega að of miklar kröfur væru gerðar í Árbænum. Pepsi Max-mörkin voru á dagskrá í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þjálfaraskiptin í Árbænum. „Það lítur út fyrir að hann hafi fengið þau svör að hans starfskrafta hafi ekki verið óskað áfram eða þeir hafi ekki vitað hvað þeir vildu gera,“ sagði Þorvaldur Örlygsson og hélt áfram: „Helgi hefur gert mjög gott starf eins og hann bendir sjálfur á. Hann tekur við þeim í Inkasso og fer með þá upp og það má segja að hann hafi gert það sem hann var beðinn um að gera.“ Logi Ólafsson var hinn spekingur þáttarins í gærkvöld og hann segir að það sé smá óvissa framundan í Árbænum. „Það kemur svolítið á óvart að þetta sé niðurstaðan. Helgi hafði sjálfur sínar efasemdir og það er óvissuþættir í félaginu. Hvað verður um Castillion? Sagan um markverðina, er Emil farinn og svo framvegis,“ en Emil Ásmundsson er sagður á leið í KR. „Það eru tveir eldri menn sem eru í liðinu og hvað verður um þá? Geta þeir spilað jafn vel aftur? Svo það lá jafnvel fyrir hjá honum að hann þyrfti að byggja upp nýtt lið.“ „Það sem kemur mest á óvart er loksins Fylkir að ná upp stöðugleika og þetta er búið að vera stigvaxandi árangur í þrjú ár svo það kemur pínu á óvart ef þetta er ákvörðun Fylkis að hann verði ekki áfram,“ sagði Logi. Logi sagði einnig tímasetninguna undarlega og spyr sig afhverju Fylkismenn þurfa að melda þetta út svo snemma en liðið getur enn endað ofarlega í töflunni. „Hvað liggur á að tala um þetta þó að það séu einhverjar sögusagnir um þetta í gangi hjá Dr. Football eða á öllum þessum síðum og hlaðvörpum? Menn hljóta að geta látið slíkt sem vindum eyrum þjóta. Gefum okkur það að Helgi og félagar vinni næstu tvo leiki, þá enda þeir í fjórða sæti. Hefði þá staðan verið önnur er staðan yrði rædd í haust?“ Innslagið í heild má sjá hér að neðan.Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Helga Sigurðsson
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45 Helgi: Kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum Þjálfari Fylkis kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn á Víkingi. 18. september 2019 21:38 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45
Helgi: Kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum Þjálfari Fylkis kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn á Víkingi. 18. september 2019 21:38