Tvö hundruð bandarískir háskólar bjóða nú rafíþróttamönnum upp á skólastyrk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 09:30 Spánverjinn Coque Lopez keppir í rafíþróttum. Getty/Jack Thomas Fjölmargir íslenskir íþróttamenn hafa komist til Bandaríkjanna á skólastyrk í gegnum tíðina vegna færni sinnar í íþróttum eins og fótbolta eða körfubolta. Nú geta öflugir íslenskir tölvuleikjaspilarar átt möguleika á því að fara sömu leið. Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í tölvuleikjum en það að spila tölvuleiki hefur lengi ekki eiga neitt skylt við íþróttir. Það er hins vegar mikið breytt í dag, bæði hér á landi og erlendis. Íslenskar rafíþróttir eru nú komnar undir einn hatt síðan að Rafíþróttasamtök Íslands voru stofnuð. Rafíþróttasamtök Íslands bauð upp á keppni í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur sem var stærsti rafíþróttaviðburður Íslands frá upphafi. En aftur af Bandaríkjunum og ástæðunni fyrir pælingum um mögulega skólastyrki fyrir íslenska tölvuleikjaspilara. Skólastyrkjum fyrir rafíþróttafólk hefur nefnilega fjölgað gríðarlega í bandarískum háskólum eins og sjá má hér fyrir neðan.200 schools now offer esports scholarships, giving gaming students a total of $15 million. https://t.co/hxxpXemBtO — Darren Rovell (@darrenrovell) September 18, 2019Þar kemur fram að tvö hundruð bandarískir háskólar bjóða nú rafíþróttamönnum skólastyrk og setja samtals alls fimmtán milljónir Bandaríkjadala í þá styrki eða 1,8 milljarði íslenskra króna. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum en fyrir aðeins tveimur árum voru skólarnir 60 og upphæðin fjórar milljónir dollara. Árið 2014, fyrir aðeins fimm árum, var aðeins einn skóli sem bauð upp á skólastyrk fyrir rafíþróttafólk. Robert Morris University steig fyrsta skrefið árið 2014 en árið eftir voru skólarnir orðnir þrír og tveimur árum seinna voru þeir fimmtán. Í ár hefur skólunum síðan fjölgað um 140 eða úr 60 upp í 200. Rafíþróttir eru í miklum vexti í heiminum og vel heppnað heimsmeistaramót í Fortnite tölvuleiknum fyrr á þessu ári er gott dæmi um það. Hinn sextán ára gamli Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí og vann sér inn 3 milljónir Bandaríkjadala eða 372 milljónir íslenskra króna. Það gæti því orðið erfitt fyrir foreldra að halda því fram árið 2019 að börnin þeirra hafi ekkert upp úr tölvuleikjaspili í framtíðinni. Krakkarnir geta nú bæði unnið til stórra peningaverðlauna á rafíþróttamótum og einnig tryggt sér verðmæta skólastyrki.Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí.Getty/Mike Stobe Rafíþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Fjölmargir íslenskir íþróttamenn hafa komist til Bandaríkjanna á skólastyrk í gegnum tíðina vegna færni sinnar í íþróttum eins og fótbolta eða körfubolta. Nú geta öflugir íslenskir tölvuleikjaspilarar átt möguleika á því að fara sömu leið. Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í tölvuleikjum en það að spila tölvuleiki hefur lengi ekki eiga neitt skylt við íþróttir. Það er hins vegar mikið breytt í dag, bæði hér á landi og erlendis. Íslenskar rafíþróttir eru nú komnar undir einn hatt síðan að Rafíþróttasamtök Íslands voru stofnuð. Rafíþróttasamtök Íslands bauð upp á keppni í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur sem var stærsti rafíþróttaviðburður Íslands frá upphafi. En aftur af Bandaríkjunum og ástæðunni fyrir pælingum um mögulega skólastyrki fyrir íslenska tölvuleikjaspilara. Skólastyrkjum fyrir rafíþróttafólk hefur nefnilega fjölgað gríðarlega í bandarískum háskólum eins og sjá má hér fyrir neðan.200 schools now offer esports scholarships, giving gaming students a total of $15 million. https://t.co/hxxpXemBtO — Darren Rovell (@darrenrovell) September 18, 2019Þar kemur fram að tvö hundruð bandarískir háskólar bjóða nú rafíþróttamönnum skólastyrk og setja samtals alls fimmtán milljónir Bandaríkjadala í þá styrki eða 1,8 milljarði íslenskra króna. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum en fyrir aðeins tveimur árum voru skólarnir 60 og upphæðin fjórar milljónir dollara. Árið 2014, fyrir aðeins fimm árum, var aðeins einn skóli sem bauð upp á skólastyrk fyrir rafíþróttafólk. Robert Morris University steig fyrsta skrefið árið 2014 en árið eftir voru skólarnir orðnir þrír og tveimur árum seinna voru þeir fimmtán. Í ár hefur skólunum síðan fjölgað um 140 eða úr 60 upp í 200. Rafíþróttir eru í miklum vexti í heiminum og vel heppnað heimsmeistaramót í Fortnite tölvuleiknum fyrr á þessu ári er gott dæmi um það. Hinn sextán ára gamli Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí og vann sér inn 3 milljónir Bandaríkjadala eða 372 milljónir íslenskra króna. Það gæti því orðið erfitt fyrir foreldra að halda því fram árið 2019 að börnin þeirra hafi ekkert upp úr tölvuleikjaspili í framtíðinni. Krakkarnir geta nú bæði unnið til stórra peningaverðlauna á rafíþróttamótum og einnig tryggt sér verðmæta skólastyrki.Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí.Getty/Mike Stobe
Rafíþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira