„Ég er að hreyfa mig á hverju degi, teygja mig og svoleiðis sem er mjög gaman,“ segir Haffi sem segist samt sem áður vera að spara sig þangað til að keppendur mega byrja að æfa saman.
„Ég kann ýmislegt og hef gaman af en ég hef ekki dansað samkvæmisdansa eða alla vega ekki mikið, kannski tekið nokkur spor. Mamma mín var ballet dansari og það er mikill dans í okkar samkomu.“
Hann segist vera nokkuð stressaður en aðallega spenntur.
„Það væri nú gaman að taka bikarinn heim til mömmu,“ segir Haffi sem ætlar sér alla leið.