Sönn íslensk makamál: Rándýr réttur, ódýr stemmning Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 16. september 2019 23:15 Rómantísk stefnumót þurfa alls ekki að vera á dýrum og fínum stöðum, þvert á móti. En ef við bjóðum út að borða þá er kannski vissara að vera búin að kynna sér verðlagið áður. Getty Eitt af því erfiðasta við að fara á stefnumót fannst mér vera þessi þrúgandi stund þegar kom að því að borga reikninginn. Ég hafði ekki verið í þessum stefnumótabransa síðan ég var unglingur svo að ég kunni nákvæmlega ekkert á þessar óskráðu reglur varðandi reikninginn, voru þær einhverjar? Í einfeldni minni hélt ég að manneskjan sem að bauð á stefnumótið væri manneskjan sem væri raunverulega að BJÓÐA á stefnumótið. En ég hafði heldur betur rangt fyrir mér þar. Það þurfti ekki nema eitt vandræðalegt skipti og ég var farin að forðast það að fara á stefnumót. Ég bara gat ekki sjálfa mig í þessum aðstæðum því að ég varð yfirleitt það vandræðaleg að ég endaði oftast á því að borga áður en óþægilega stundin rann upp. Eitt skiptið var mér boðið á stefnumót, út að borða. Ég var aðeins hikandi en spennt á sama tíma. Ég vissi að þetta var rosalega góður og skemmtilegur maður. Hann bauð mér á fínan veitingastað í miðbænum. Ég klæddi mig upp, fór í háa hæla og var svona líka tilbúin í að fara á stefnumót á fínum og flottum veitingastað. Hann var mjög skýr með það að hann væri að bjóða mér út að borða. Hann var mættur þegar ég kom, stóð strax upp og kyssti mig pent á kinnina. Hmmm herramaður! Á borðinu var fínn fordrykkur þegar ég kom og við byrjuðum strax að skála og spjalla. Vá hvað þetta byrjaði vel!Ég varð öll miklu rólegri og fann að þetta yrði gott kvöld. Þegar við erum búin með fordrykkinn kemur þjónustustúlkan með matseðilinn, hún sér strax að við erum á stefnumóti og snýr sér að mér glottandi, ertu ekki ánægð með fordrykkinn sem hann pantaði handa þér? Svo stakk hún upp á því að við myndum prófa óvissuferðina. Þegar hún var farin, skoðuðum við matseðilinn. Herramaðurinn virtist hugsi, jafnvel pínulítið stressaður.Vá hvað þessi óvissuferð er dýr? Eigum við ekki bara að panta eina? Úff… ég byrjaði að svitna. Ekki út af því að ég gat ekki hugsað mér að deila óvissuferðinni, heldur vegna þess að hann hafði greinilega ekki áttað sig á verðlaginu á þessum tiltekna stað og var greinilega orðinn órólegur. Ég vissi líka að það var alls ekki hægt að panta eina óvissuferð þegar tveir sitja til borðs. Ég fór í kleinu.Við getum alveg fengið okkur eitthvað annað, ég er ekkert svo svöng. Ég veit að það er ekki hægt að deila einni óvissuferð. Hann varð þungur á brún og skammaðist yfir þessum verðum og sagðist ætla að tala við þjóninn. Ég svitnaði ennþá meira. Hann kallaði á þjóninn og sagði henni að við værum ekkert svo svöng, við vildum bara eina óvissuferð. Þjónustustúlkan brosti vandræðalega og sagði að það væri því miður ekki hægt að panta eina óvissuferð. Hún benti þá á aðra minni rétti. Það fauk í sessunaut minn og ég sá að hann var allur að stressast upp. Hvað gat ég mögulega gert til að létta andrúmsloftið, ég gat ekki þessa stemmningu. Nú voru góð ráð dýr. Næstum því jafn dýr og þessi blessaða óvissuferð. Hvernig gat ég bundið enda á þessa óþægilegu stund milli mín, hans og þjónustustúlkunnar. Allt í einu mundi ég, það er alþjóðlegi kvennréttindadagurinn í dag. Ég hlýt að geta notað það. Ég horfði á þjónustustúlkuna ofurpeppuð og sagði: Heyrðu, jú veistu ég held að ég sé bara svolítið svöng. Við ætlum að fá tvær óvissuferðir takk! Henni var greinilega mjög létt og var fljót að koma sér í burtu. Sessunautur minn var farinn að fölna í framan. Ég vildi ekki móðga hann eða láta honum líða illa, en ég bara gat ekki þessar aðstæður svo að ég brosti og lét eins og ekkert hafði gerst.Þú verður að vera svo góður að leyfa mér að borga, það er alþjóðlegi kvennréttindadagurinn í dag, ég bara heimta það. Við hljótum að geta torgað þessum mat. Þetta var kannski ekki besta redding í heimi en eina sem mér datt í hug til að bjarga þessari stemmningu. Stefnumótið gekk ágætlega eftir þetta og var sessunautur minn var mjög skemmtilegur og vingjarnlegur. En ég gat ekki losað mig við þetta atvik úr huganum og fann að ég var offuð. Málið var ekki það að ég vildi endilega fara svona fínt út að borða, það hefði mín vegna alveg verið sama að kíkja bara á rúntinn og á Bæjarins bestu. En þegar einhver býður þér og sér svo hálfpartinn eftir því, þá hverfa einhverjir töfrar. Ég hafði ekkert endilega sjálf efni á þessum tveimur óvissuferðum á þessum tíma en mér fannst betra að borga bara til að komast hjá þessari ofurvandræðalegu stund uppstríluð á fínum veitingastað. Í dag hef ég ekki enn komist að því hvernig þetta virkar en mig langar samt að gefa eitt lítið ráð af gefinni reynslu. Ekki bjóða á stefnumót á stað sem er of dýr fyrir veskið. Rómantík og skemmtileg stefnumót þurfa alls ekki að vera dýr, en þau geta fljótt orðið alveg svakalega ódýr við svona uppákomur. Sönn íslensk makamál Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Eitt af því erfiðasta við að fara á stefnumót fannst mér vera þessi þrúgandi stund þegar kom að því að borga reikninginn. Ég hafði ekki verið í þessum stefnumótabransa síðan ég var unglingur svo að ég kunni nákvæmlega ekkert á þessar óskráðu reglur varðandi reikninginn, voru þær einhverjar? Í einfeldni minni hélt ég að manneskjan sem að bauð á stefnumótið væri manneskjan sem væri raunverulega að BJÓÐA á stefnumótið. En ég hafði heldur betur rangt fyrir mér þar. Það þurfti ekki nema eitt vandræðalegt skipti og ég var farin að forðast það að fara á stefnumót. Ég bara gat ekki sjálfa mig í þessum aðstæðum því að ég varð yfirleitt það vandræðaleg að ég endaði oftast á því að borga áður en óþægilega stundin rann upp. Eitt skiptið var mér boðið á stefnumót, út að borða. Ég var aðeins hikandi en spennt á sama tíma. Ég vissi að þetta var rosalega góður og skemmtilegur maður. Hann bauð mér á fínan veitingastað í miðbænum. Ég klæddi mig upp, fór í háa hæla og var svona líka tilbúin í að fara á stefnumót á fínum og flottum veitingastað. Hann var mjög skýr með það að hann væri að bjóða mér út að borða. Hann var mættur þegar ég kom, stóð strax upp og kyssti mig pent á kinnina. Hmmm herramaður! Á borðinu var fínn fordrykkur þegar ég kom og við byrjuðum strax að skála og spjalla. Vá hvað þetta byrjaði vel!Ég varð öll miklu rólegri og fann að þetta yrði gott kvöld. Þegar við erum búin með fordrykkinn kemur þjónustustúlkan með matseðilinn, hún sér strax að við erum á stefnumóti og snýr sér að mér glottandi, ertu ekki ánægð með fordrykkinn sem hann pantaði handa þér? Svo stakk hún upp á því að við myndum prófa óvissuferðina. Þegar hún var farin, skoðuðum við matseðilinn. Herramaðurinn virtist hugsi, jafnvel pínulítið stressaður.Vá hvað þessi óvissuferð er dýr? Eigum við ekki bara að panta eina? Úff… ég byrjaði að svitna. Ekki út af því að ég gat ekki hugsað mér að deila óvissuferðinni, heldur vegna þess að hann hafði greinilega ekki áttað sig á verðlaginu á þessum tiltekna stað og var greinilega orðinn órólegur. Ég vissi líka að það var alls ekki hægt að panta eina óvissuferð þegar tveir sitja til borðs. Ég fór í kleinu.Við getum alveg fengið okkur eitthvað annað, ég er ekkert svo svöng. Ég veit að það er ekki hægt að deila einni óvissuferð. Hann varð þungur á brún og skammaðist yfir þessum verðum og sagðist ætla að tala við þjóninn. Ég svitnaði ennþá meira. Hann kallaði á þjóninn og sagði henni að við værum ekkert svo svöng, við vildum bara eina óvissuferð. Þjónustustúlkan brosti vandræðalega og sagði að það væri því miður ekki hægt að panta eina óvissuferð. Hún benti þá á aðra minni rétti. Það fauk í sessunaut minn og ég sá að hann var allur að stressast upp. Hvað gat ég mögulega gert til að létta andrúmsloftið, ég gat ekki þessa stemmningu. Nú voru góð ráð dýr. Næstum því jafn dýr og þessi blessaða óvissuferð. Hvernig gat ég bundið enda á þessa óþægilegu stund milli mín, hans og þjónustustúlkunnar. Allt í einu mundi ég, það er alþjóðlegi kvennréttindadagurinn í dag. Ég hlýt að geta notað það. Ég horfði á þjónustustúlkuna ofurpeppuð og sagði: Heyrðu, jú veistu ég held að ég sé bara svolítið svöng. Við ætlum að fá tvær óvissuferðir takk! Henni var greinilega mjög létt og var fljót að koma sér í burtu. Sessunautur minn var farinn að fölna í framan. Ég vildi ekki móðga hann eða láta honum líða illa, en ég bara gat ekki þessar aðstæður svo að ég brosti og lét eins og ekkert hafði gerst.Þú verður að vera svo góður að leyfa mér að borga, það er alþjóðlegi kvennréttindadagurinn í dag, ég bara heimta það. Við hljótum að geta torgað þessum mat. Þetta var kannski ekki besta redding í heimi en eina sem mér datt í hug til að bjarga þessari stemmningu. Stefnumótið gekk ágætlega eftir þetta og var sessunautur minn var mjög skemmtilegur og vingjarnlegur. En ég gat ekki losað mig við þetta atvik úr huganum og fann að ég var offuð. Málið var ekki það að ég vildi endilega fara svona fínt út að borða, það hefði mín vegna alveg verið sama að kíkja bara á rúntinn og á Bæjarins bestu. En þegar einhver býður þér og sér svo hálfpartinn eftir því, þá hverfa einhverjir töfrar. Ég hafði ekkert endilega sjálf efni á þessum tveimur óvissuferðum á þessum tíma en mér fannst betra að borga bara til að komast hjá þessari ofurvandræðalegu stund uppstríluð á fínum veitingastað. Í dag hef ég ekki enn komist að því hvernig þetta virkar en mig langar samt að gefa eitt lítið ráð af gefinni reynslu. Ekki bjóða á stefnumót á stað sem er of dýr fyrir veskið. Rómantík og skemmtileg stefnumót þurfa alls ekki að vera dýr, en þau geta fljótt orðið alveg svakalega ódýr við svona uppákomur.
Sönn íslensk makamál Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira