Íslensk sérþekking á sjóeldi í nýju Alþjóðabankaverkefni í Indónesíu Heimsljós kynnir 16. september 2019 15:45 Gunnar Þórðarson svæðisstjóri Matís á Vestfjörðum (fyrir miðju) í Indónesíu með fulltrúum heimamanna og fulltrúum Alþjóðabankans. Íslendingar taka þátt í nýju verkefni með Alþjóðabankanum í Indónesíu sem hefur það markmið að aðstoða þarlend yfirvöld við sjálfbæra fiskveiðistjórnun og tillögugerð um fiskeldi í sjó. Með verkefninu á bæði að tryggja matvælaöryggi og auka verðmætasköpun og útflutning á eldisafurðum frá Indónesíu. Verkefnið er hluti af samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans um að veita bankanum aðgang að sérfræðiþekkingu á Íslandi. Gunnar Þórðarson svæðisstjóri Matís á Vestfjörðum var í Indónesíu á dögunum ásamt fulltrúum Alþjóðabankans. Fundir voru haldnir með starfsmönnum ráðuneyta til að undirbúa verkefnið og leggja línurnar til að auka fiskeldi og matvælaframleiðslu þjóðarinnar. „Ljóst er að Matís hefur margt fram að færa til að bæta úr og koma öflugu fiskeldi í sjó á rekspöl í Indónesíu. Með þekkingu sem byggð hefur verið upp við laxeldi væri hægt að koma miklu til leiðar við framleiðslu á eldisfiski, sem myndi koma Indónesíu, Asíu og reyndar öllum þjóðum heims til góða,“ segir Gunnar í aðsendri grein sem birtist á dögunum í blaðinu Bæjarins bestu á Ísafirði. Eldi í sjó og vatni er umfangsmikið í Indónesíu og aðeins í Kína er framleiðslan meiri. Fram kemur í grein Gunnars að ræktun á þangi nemi rúmlega 99 prósentum af framleiðslunni og því sé álitið að tækifæri í fiskeldi séu mikil. „Sjóeldi er ein umhverfisvænasta próteinframleiðsla sem þekkist, með umtalsvert minna sótspor en landbúnaður,“ segir Gunnar og bætir við síðar í greininni. „Í dag kemur um helmingur af öllu fiskmeti úr eldi, enda takmörk fyrir því hvað hægt er að veiða af villtum fiski. Fiskeldi er einnig með sérlega lágt kolefnisspor og því leynast umtalsverð tækifæri eldinu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.“ Gunnar bendir á að vandamál sjóeldis í Indónesíu felist meðal annars í mikilli sóun á fóðri sem er stór hluti kostnaðarins. Hann segir að með nútíma eldisaðferðum, eins og þekkist á kaldari svæðum, megi lyfta grettistaki með því að nota hátækni og þekkingu til að framleiða holla fæðu fyrir fjölmennasta svæði veraldar. „Í dag er lax alinn á norðlægum slóðum og fluttur ferskur með flugi til borga í Asíu, með ærnum fjárhagslegum og umhverfislegum kostnaði. Það liggja því mikil tækifæri í að setja upp eldi til að sinna þessum markaði, en í kringum Indónesíu eru mörg fjölmennustu ríki heimsins, enda býr þar nærri helmingur jarðarbúa. Áætlað er að auka þurfi matvælaframleiðslu um 70 milljón tonn til ársins 2050, þegar íbúar jarðar verða rúmar níu milljarðar talsins.“ Gunnar segir að Matís hafi burði til að aðstoða aðrar þjóðir til að bæta lífsgæði sín og nágranna sinna. „Þó þessi þekking sé ekki öll innan veggja Matís getur fyrirtækið nálgast hana í gegnum sitt tengslanet og samstarfsaðila. Svona verkefni koma öllum til góða og er dæmi um þekkingu sem Íslendingar eiga að flytja út,“ skrifar hann í Bæjarins bestu og bætir við að Matís hafi einnig tekið að sér verkefni á Filippseyjum með utanríkisráðuneytinu og Alþjóðabankanum sem lýtur að ræktun á þangi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent
Íslendingar taka þátt í nýju verkefni með Alþjóðabankanum í Indónesíu sem hefur það markmið að aðstoða þarlend yfirvöld við sjálfbæra fiskveiðistjórnun og tillögugerð um fiskeldi í sjó. Með verkefninu á bæði að tryggja matvælaöryggi og auka verðmætasköpun og útflutning á eldisafurðum frá Indónesíu. Verkefnið er hluti af samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans um að veita bankanum aðgang að sérfræðiþekkingu á Íslandi. Gunnar Þórðarson svæðisstjóri Matís á Vestfjörðum var í Indónesíu á dögunum ásamt fulltrúum Alþjóðabankans. Fundir voru haldnir með starfsmönnum ráðuneyta til að undirbúa verkefnið og leggja línurnar til að auka fiskeldi og matvælaframleiðslu þjóðarinnar. „Ljóst er að Matís hefur margt fram að færa til að bæta úr og koma öflugu fiskeldi í sjó á rekspöl í Indónesíu. Með þekkingu sem byggð hefur verið upp við laxeldi væri hægt að koma miklu til leiðar við framleiðslu á eldisfiski, sem myndi koma Indónesíu, Asíu og reyndar öllum þjóðum heims til góða,“ segir Gunnar í aðsendri grein sem birtist á dögunum í blaðinu Bæjarins bestu á Ísafirði. Eldi í sjó og vatni er umfangsmikið í Indónesíu og aðeins í Kína er framleiðslan meiri. Fram kemur í grein Gunnars að ræktun á þangi nemi rúmlega 99 prósentum af framleiðslunni og því sé álitið að tækifæri í fiskeldi séu mikil. „Sjóeldi er ein umhverfisvænasta próteinframleiðsla sem þekkist, með umtalsvert minna sótspor en landbúnaður,“ segir Gunnar og bætir við síðar í greininni. „Í dag kemur um helmingur af öllu fiskmeti úr eldi, enda takmörk fyrir því hvað hægt er að veiða af villtum fiski. Fiskeldi er einnig með sérlega lágt kolefnisspor og því leynast umtalsverð tækifæri eldinu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.“ Gunnar bendir á að vandamál sjóeldis í Indónesíu felist meðal annars í mikilli sóun á fóðri sem er stór hluti kostnaðarins. Hann segir að með nútíma eldisaðferðum, eins og þekkist á kaldari svæðum, megi lyfta grettistaki með því að nota hátækni og þekkingu til að framleiða holla fæðu fyrir fjölmennasta svæði veraldar. „Í dag er lax alinn á norðlægum slóðum og fluttur ferskur með flugi til borga í Asíu, með ærnum fjárhagslegum og umhverfislegum kostnaði. Það liggja því mikil tækifæri í að setja upp eldi til að sinna þessum markaði, en í kringum Indónesíu eru mörg fjölmennustu ríki heimsins, enda býr þar nærri helmingur jarðarbúa. Áætlað er að auka þurfi matvælaframleiðslu um 70 milljón tonn til ársins 2050, þegar íbúar jarðar verða rúmar níu milljarðar talsins.“ Gunnar segir að Matís hafi burði til að aðstoða aðrar þjóðir til að bæta lífsgæði sín og nágranna sinna. „Þó þessi þekking sé ekki öll innan veggja Matís getur fyrirtækið nálgast hana í gegnum sitt tengslanet og samstarfsaðila. Svona verkefni koma öllum til góða og er dæmi um þekkingu sem Íslendingar eiga að flytja út,“ skrifar hann í Bæjarins bestu og bætir við að Matís hafi einnig tekið að sér verkefni á Filippseyjum með utanríkisráðuneytinu og Alþjóðabankanum sem lýtur að ræktun á þangi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent