FH-ingar hita upp fyrir komandi leik með skemmtilegu innslagi um leikmenn liðsins, þá Guðmann Þórisson og Björn Daníel Sverrisson.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem FH gerir þátt um þá félaga en síðasti þáttur vakti mikla athygli. Hann má sjá hér.
Í síðasta þætti voru Björn og Guðmann að reyna næla sér í samninga hjá orkudrykkjaframleiðanda en fengu ekki. Þeir fengu það þó svo að lokum en á öðrum stað.
Guðmann Þórisson grínaðist svo í Ólafi Kristjánssyni, þjálfara FH, er hann gekk framhjá þeim og sagði Guðmann að Óli gæti fengið „fengið tvo ef ég verð í liðinu á laugardaginn“.
Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.