Pólitískur listmálari gefur skít í aðfinnslur Þórarinn Þórarinsson skrifar 11. september 2019 08:15 Ofvirki borgarfulltrúinn Aron Leví veður í málverkin og gefur skít í hvað öðrum finnst. Fréttablaðið/Anton Brink Aron Leví Beck Rúnarsson stígur af varaborgarfulltrúabekknum í næsta mánuði og tekur sæti í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna. Þótt hann sé trúr jafnaðarmennskunni er hann sem myndlistarmaður, byggingafræðingur, tónlistarmaður, formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og kórsöngvari í Fóstbræðrum, síður en svo við eina fjölina felldur í lífi og leik. „Þetta er þriðja sýningin í sumar og um leið sú þriðja frá upphafi,“ segir hann um Splash 3x10 sem hann var að opna í Gallerí O sem Regus á Íslandi hýsir í Ármúla 6. „Ég bý í lítilli íbúð með kærustunni og strákunum okkar tveimur þannig að það er rosalega gott að vera með þetta hangandi til sýnis úti í bæ svo maður þurfi ekki að vera með þetta allt heima.“Margir penslar á lofti Þrjár sýningar á stuttum myndlistarferli segja sitt um hversu ákafur Aron Leví er þegar sá gállinn er á honum. „Ég er búinn að vera í þriggja mánaða fæðingarorlofi og hef haft nægan tíma til að mála þannig að ég myndi segja að þróunin hjá mér hafi verið nokkuð hröð. Þótt mánuðirnir séu ekki endilega margir þá eru fjölmargar klukkustundir á bak við þetta og allur frítími minn,“ segir myndlistarmaðurinn sem nýtur þess að nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er sérstaklega vær og sefur vel. Aron Leví útilokar ekki að ofvirknin og athyglisbresturinn hafi þarna einhver áhrif enda hafi hann alla tíð haft tilhneigingu til þess að sökkva sér á bólakaf í það sem grípur huga hans hverju sinni. „ADHD hefur náttúrlega gríðarleg áhrif á líf fólks og það er alveg hægt að segja að það sé gaman að vera með ADHD en í stóra samhenginu er það ekki raunin og þetta snýst um að finna styrkleikana sína og halda áfram að þroskast og læra. Það hefur náttúrlega verið mikil vitundarvakning í samfélaginu undanfarin ár en að sama skapi þá eru enn þá gamlir fordómar víða en eru vonandi að deyja út.“Ákafur borgarmálari Aron Leví náði kjöri sem varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í fyrravor en tekur sæti sem borgarfulltrúi í október. „Ég er ótrúlega ánægður með það sem hefur verið að gerast í Reykjavík undanfarin misseri og það er bara frábært og skemmtilegt að fá að taka meiri og virkari þátt í því að bæta borgina. Maður er þarna til þess að gera gagn og þetta snýst ekki um mig heldur að geta brett upp ermarnar og unnið að því að gera hlutina betri en þeir eru og það er eilífðarverkefni.“Hlustar á sjálfan sig Þegar Aron Leví mundar penslana segist hann njóta þess að vera lærður málarameistari þótt olía á striga hafi ekki fangað hug hans fyrr en í seinni tíð. „En ég hef því þekkingu og gott vald á verkfærunum og efnunum þannig að það vefst ekkert fyrir mér að koma hugmyndum mínum á striga. Ég hef líka leyft mér að mála það sem ég vil og gef bara algeran skít í það þótt einhverjir lærðir myndlistarmenn ranghvolfi örugglega augunum yfir sýningunni. Verkin eru bara einhvern veginn sköpun hvers tíma sem fer eftir því hvernig mér líður og hvað mig langar til að búa til. Maður veit aldrei hvaða viðbrögð verkin eru að vekja hjá fólki og þess vegna er mikilvægt að hlusta bara á sjálfan sig í þessu,“ segir Aron Leví og bendir á þann kost að hann þurfi ekki að draga fram lífið á myndlistinni.Tónlistin í genunum Aroni Leví finnst langskemmtilegast að mála abstrakt myndir á stóran striga. „Það er kannski asnalegt að segja það en að vinna abstrakt myndir er pínu eins og að spila á píanó og reyna að hitta á réttu nóturnar til þess að verkið gangi upp.“ Þegar Aron Leví var átján ára kom í ljós að hann hafði verið rangfeðraður og að tónlistaráhuginn hafi í raun verið honum í blóð borinn þar sem í ljós kom að tónlistarmaðurinn Rúnar Þór Pétursson væri blóðfaðir hans. „Það skýrði margt þegar þetta kom í ljós og ég eignast sex ný systkini sem spila öll á hljóðfæri og pabbi minn er náttúrlega frábær tónlistarmaður og bara frábær maður,“ segir Aron Leví sem sjálfur spilar á gítar, bassa og harmóníku auk þess að mála, syngja og brenna fyrir borgarmálum. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Samfylkingin Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Aron Leví Beck Rúnarsson stígur af varaborgarfulltrúabekknum í næsta mánuði og tekur sæti í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna. Þótt hann sé trúr jafnaðarmennskunni er hann sem myndlistarmaður, byggingafræðingur, tónlistarmaður, formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og kórsöngvari í Fóstbræðrum, síður en svo við eina fjölina felldur í lífi og leik. „Þetta er þriðja sýningin í sumar og um leið sú þriðja frá upphafi,“ segir hann um Splash 3x10 sem hann var að opna í Gallerí O sem Regus á Íslandi hýsir í Ármúla 6. „Ég bý í lítilli íbúð með kærustunni og strákunum okkar tveimur þannig að það er rosalega gott að vera með þetta hangandi til sýnis úti í bæ svo maður þurfi ekki að vera með þetta allt heima.“Margir penslar á lofti Þrjár sýningar á stuttum myndlistarferli segja sitt um hversu ákafur Aron Leví er þegar sá gállinn er á honum. „Ég er búinn að vera í þriggja mánaða fæðingarorlofi og hef haft nægan tíma til að mála þannig að ég myndi segja að þróunin hjá mér hafi verið nokkuð hröð. Þótt mánuðirnir séu ekki endilega margir þá eru fjölmargar klukkustundir á bak við þetta og allur frítími minn,“ segir myndlistarmaðurinn sem nýtur þess að nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er sérstaklega vær og sefur vel. Aron Leví útilokar ekki að ofvirknin og athyglisbresturinn hafi þarna einhver áhrif enda hafi hann alla tíð haft tilhneigingu til þess að sökkva sér á bólakaf í það sem grípur huga hans hverju sinni. „ADHD hefur náttúrlega gríðarleg áhrif á líf fólks og það er alveg hægt að segja að það sé gaman að vera með ADHD en í stóra samhenginu er það ekki raunin og þetta snýst um að finna styrkleikana sína og halda áfram að þroskast og læra. Það hefur náttúrlega verið mikil vitundarvakning í samfélaginu undanfarin ár en að sama skapi þá eru enn þá gamlir fordómar víða en eru vonandi að deyja út.“Ákafur borgarmálari Aron Leví náði kjöri sem varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í fyrravor en tekur sæti sem borgarfulltrúi í október. „Ég er ótrúlega ánægður með það sem hefur verið að gerast í Reykjavík undanfarin misseri og það er bara frábært og skemmtilegt að fá að taka meiri og virkari þátt í því að bæta borgina. Maður er þarna til þess að gera gagn og þetta snýst ekki um mig heldur að geta brett upp ermarnar og unnið að því að gera hlutina betri en þeir eru og það er eilífðarverkefni.“Hlustar á sjálfan sig Þegar Aron Leví mundar penslana segist hann njóta þess að vera lærður málarameistari þótt olía á striga hafi ekki fangað hug hans fyrr en í seinni tíð. „En ég hef því þekkingu og gott vald á verkfærunum og efnunum þannig að það vefst ekkert fyrir mér að koma hugmyndum mínum á striga. Ég hef líka leyft mér að mála það sem ég vil og gef bara algeran skít í það þótt einhverjir lærðir myndlistarmenn ranghvolfi örugglega augunum yfir sýningunni. Verkin eru bara einhvern veginn sköpun hvers tíma sem fer eftir því hvernig mér líður og hvað mig langar til að búa til. Maður veit aldrei hvaða viðbrögð verkin eru að vekja hjá fólki og þess vegna er mikilvægt að hlusta bara á sjálfan sig í þessu,“ segir Aron Leví og bendir á þann kost að hann þurfi ekki að draga fram lífið á myndlistinni.Tónlistin í genunum Aroni Leví finnst langskemmtilegast að mála abstrakt myndir á stóran striga. „Það er kannski asnalegt að segja það en að vinna abstrakt myndir er pínu eins og að spila á píanó og reyna að hitta á réttu nóturnar til þess að verkið gangi upp.“ Þegar Aron Leví var átján ára kom í ljós að hann hafði verið rangfeðraður og að tónlistaráhuginn hafi í raun verið honum í blóð borinn þar sem í ljós kom að tónlistarmaðurinn Rúnar Þór Pétursson væri blóðfaðir hans. „Það skýrði margt þegar þetta kom í ljós og ég eignast sex ný systkini sem spila öll á hljóðfæri og pabbi minn er náttúrlega frábær tónlistarmaður og bara frábær maður,“ segir Aron Leví sem sjálfur spilar á gítar, bassa og harmóníku auk þess að mála, syngja og brenna fyrir borgarmálum.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Samfylkingin Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira