Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Fylkir 4-2 | Norðanmenn tryggðu sér 5. sætið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. september 2019 16:45 Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði þrennu. vísir/bára KA-menn unnu þægilegan sigur á Fylki á Akureyrarvelli í Pepsi-deild karla í dag. Með sigrinum tryggði KA sér 5. sætið í deildinni þetta árið. Leikurinn byrjaði þó ekki byrlega hjá KA-mönnum. Strax á 1. mínútu leiksins skoraði Ólafur Ingi Skúlason eftir laglegan undirbúning Birkis Eyþórssonar. Mótlætið kveikti í KA-mönnum sem tóku yfir leikinn og það tók um það bil korter að jafna. Elfar Árni Aðalsteinsson fiskaði víti á Ólaf Kristófer Helgason í markinu. Elfar Árni tók vítið sjálfur og skoraði af öryggi. Hann var aftur á ferðinni þegar KA-komst yfir á 27. mínútu. Annað mark hans var skallamark eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu frá Hallgrími Mar Steingrímssyni, ekki í fyrsta skipti sem þessi orð eru skrifuð. Tilraunir Fylkismanna til að jafna voru máttlitlar í síðari hálfleik. KA-menn gengu hins vegar á lagið og áttu nokkrar skyndisóknir sem hefðu getað skilað marki. Þriðja markið kom hins vegar á 64. mínútu þegar Iosu Villar Vidal vann boltann hátt á vellinum af Helga Val Daníelsyni. Boltinn endaði hjá Andra Fannari Stefánssyni sem lagði boltann snyrtilega í netið. Geoffrey Castillion minnkaði muninn fyrir Fylki á 79. mínútu áður en Elfar Árni fullkomnaði þrennuna með ágætu marki eftir skyndisókn í uppbótartíma. KA lýkur því leik þetta tímabilið í 5. sæti en Fylkir þarf að sætta sig við 8. sætið. Af hverju vann KA? KA-mönnum tókst að snúa mótlætinu sér í vil eftir að hafa lent strax undir. Fylkismenn hugsuðu líklega með sér að þeir gætu setið til baka eftir markið, sem þeir og gerðu. KA-menn gengu hins vegar á lagið, skiptu um gír og þar með aukinn þunga í sóknina. Fylkismenn virtust ekki ráða við það. Þá var miðja KA-manna mun öflugari í dag en miðja mótherjanna auk þess sem að kantmenn KA-manna léku sér að köflum að bakvörðum Árbæinga, enda hefði sigur KA geta orðið mun stærri. Sérstaklega í lokin þegar Fylkismenn reyndu að jafna. Þá var vörn þeirra mjög opin KA-menn fengu færi á færibandi, án þess að nýta þau sérstaklega vel. Hverjir stóðu uppúr? Óhætt er að segja að Elvar Árni Aðalsteinsson hafi verið fremstur meðal jafninga. Hann sýndi það í dag að hann er ansi lunkinn framherji en mörk hans voru klassísk framherjamörk. Hann fiskaði víti, skoraði með skalla og var svo á réttum stað í þriðja marki hans i leiknum. Nökkvi Þeyr Þórisson átti einnig afskaplega góðan dag eftir að hafa komið inn á snemma leiks fyrir Ásgeir Sigurgeirsson. Nökkvi kom inn á hægri kantinn og var stöðug ógn. Hefði hann átt örlítið betri fyrirgjafir hefði hann líklega verið fleiri en eina stoðsendingu í leiknumHvað gekk illa? Miðjuspil Fylkismanna var ekkert sérstakt í leiknum. Miðjumennirnir þrír virkuðu þungir og oft slitnaði á milli sóknar og varnar hjá gestunum. Þannig gat miðjuþríeyki KA-manna stýrt ferðinni og komið boltanum á kantmenn þeirra, sem stóðu sig betur en bakverðir Fylkismanna sem áttu í talsverðu basli í kvöld. Hvað gerist næst? Fátt nema lokahóf liðanna. KA endar í 5. sæti og getur líklega vel við unað eftir að hafa verið í neðri helmingi deildarinnar allt tímabilið. Fylkismenn sætta sig við 8. sæti, sem er líklega á pari miðað við sumarið hjá þeim. Gengi KA hefur breyst til batnaðar eftir að Óli Stefán skipti um leikkerfi.vísir/báraÓli Stefán: Þetta félag er einstakt Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, var nokkuð ánægður að leik loknum eftir sigurinn gegn Fylki. KA-menn fengu þó blauta tusku í andlitið strax á fyrstu mínútu leiksins en brugðust við með því að skora tvö mörk.„Við brugðumst rosalega vel við. Við unnum okkur ótrúlega vel inn í leikinn og tókum á þessum kafla yfir leikinn. Í rauninni leist mér svo vel á þetta eftir hálftíma þegar við erum komnir með þessi tvö mörk. Þá erum við að bakka niður og gefa eftir svæði,“ segir Óli Stefán.Á endanum voru skoruð sex mörk í leiknum og þau hefðu getað orðið fleiri, enda opnaðist leikurinn gríðarlega undir lok leiksins.„Það slitnaði í báða enda og það voru svæði út um allan völl sem að bæði lið nýttu sér ágætlega. Við fengum ótrúlegan fjölda af opnum marktækifærum sem að við hefðum sjálfsagt átt að gera betur í. úR varð hin mesta skemmtun,“ segir Óli Stefán.KA situr þegar uppi er staðið í fimmta sæti en ekki eru liðnar margar vikur síðan liðið spilaði fallbaráttuslag nánst upp á líf og dauða við Grindavík. Leikurinn vannst og síðan hefur KA ekki litið til baka.„Við höfum haldið haus og þrátt fyrir kannski svona storm í kringum okkar lið og umtalið neikvætt mest allt sumar þá höfum við haldið áfram okkar vinnu og haldið áfram með það sem við getum stjórnað,“ segir Óli Stefán.Hann er ánægður með stuðninginn sem hann fékk þegar liðið gekk í gegnum mesta öldudalinn í sumar.„Ég verð að segja að þrátt fyrir mikinn storm í kringum lægðina hjá okkur þegar það gekk illa þá hikaði félagið aldrei. Það var svo mikill stuðningur og styrkur bak við það sem við vorum að gera. Þegar við komum út úr þessu heilir og sterkir er svo gott að finna það að þetta félag er einstakt,“ segir Óli Stefán. Helgi Sigurðsson er að kveðja Fylki.vísir/báraHelgi Sig: Mun sakna félagsins Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að stýra sínum síðasta leik sem þjálfari liðsins. Hann segir leikinn hafa verið sumarið í hnotskurn hjá Fylki. „Það er svolítið saga sumarsins að við skorum mikið að mörkum og fáum mikið á okkur. Oft þegar við höfum verið að skora mörk dettum við fullangt til baka og förum að gefa andstæðingum okkar aðeins of mikinn tíma á boltann. KA náði að refsa okkur með tveimur mörkum í fyrri hálfleik,“ segir Helgi. Hann segir að liðið hafi gefið allt í sölurnar til að ná jöfnunarmarkinu. „Þetta var bara hörkuleikur og maður sá fyrir sér að við myndum ná að jafna hérna á síðustu fimm mínútunum og settum allt púður í það að jafna leikinn en svo fengum við á okkur eina skyndisókn og því fór sem fór. 4-2, það er svona saga sumarsins, við skorum mikið og fáum mikið á okkur,“ segir Helgi. Hann hverfur nú af braut úr Árbænum en er stoltur af starfi sínu sem þjálfari Fylkis. „Ég er stoltur af strákunum og liðunum. Við höfum náð okkar markmiðum, fleiri stig en í fyrra og búið að vera stöðugt upp á við frá því að ég tók við. Komum frá Inkasso-deildinni og svo bara upp og búinn að stabílisera þetta lið sem eitt af bestu liðum Íslands. Það er bara bjart framundan í Árbænum.“ Hann vonar að næsti þjálfari haldi áfram því sem Helgi og félagið hafi verið að gera undanfarin þrjú ár. „Vonandi heldur hann bara áfram að byggja á því sem búið er að gera. Nú er búið að stabílisera liðið í efstu deild. Það er frábært starf unnið í Árbænum, duglegir menn á bak við tjöldin og búið er að vera frábær tími hérna.“Sérðu eftir starfinu?„Ég sé ekki eftir því að hafa tekið við því. Auðvitað mun ég sakna strákanna og félagsins. Þetta er búið að vera alveg frábær tími og ég vil þakka Fylki fyrir að hafa tekið sénsinn á mér sem þjálfari. Auðvitað mun ég kveðja þetta félag með söknuði.“ Pepsi Max-deild karla
KA-menn unnu þægilegan sigur á Fylki á Akureyrarvelli í Pepsi-deild karla í dag. Með sigrinum tryggði KA sér 5. sætið í deildinni þetta árið. Leikurinn byrjaði þó ekki byrlega hjá KA-mönnum. Strax á 1. mínútu leiksins skoraði Ólafur Ingi Skúlason eftir laglegan undirbúning Birkis Eyþórssonar. Mótlætið kveikti í KA-mönnum sem tóku yfir leikinn og það tók um það bil korter að jafna. Elfar Árni Aðalsteinsson fiskaði víti á Ólaf Kristófer Helgason í markinu. Elfar Árni tók vítið sjálfur og skoraði af öryggi. Hann var aftur á ferðinni þegar KA-komst yfir á 27. mínútu. Annað mark hans var skallamark eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu frá Hallgrími Mar Steingrímssyni, ekki í fyrsta skipti sem þessi orð eru skrifuð. Tilraunir Fylkismanna til að jafna voru máttlitlar í síðari hálfleik. KA-menn gengu hins vegar á lagið og áttu nokkrar skyndisóknir sem hefðu getað skilað marki. Þriðja markið kom hins vegar á 64. mínútu þegar Iosu Villar Vidal vann boltann hátt á vellinum af Helga Val Daníelsyni. Boltinn endaði hjá Andra Fannari Stefánssyni sem lagði boltann snyrtilega í netið. Geoffrey Castillion minnkaði muninn fyrir Fylki á 79. mínútu áður en Elfar Árni fullkomnaði þrennuna með ágætu marki eftir skyndisókn í uppbótartíma. KA lýkur því leik þetta tímabilið í 5. sæti en Fylkir þarf að sætta sig við 8. sætið. Af hverju vann KA? KA-mönnum tókst að snúa mótlætinu sér í vil eftir að hafa lent strax undir. Fylkismenn hugsuðu líklega með sér að þeir gætu setið til baka eftir markið, sem þeir og gerðu. KA-menn gengu hins vegar á lagið, skiptu um gír og þar með aukinn þunga í sóknina. Fylkismenn virtust ekki ráða við það. Þá var miðja KA-manna mun öflugari í dag en miðja mótherjanna auk þess sem að kantmenn KA-manna léku sér að köflum að bakvörðum Árbæinga, enda hefði sigur KA geta orðið mun stærri. Sérstaklega í lokin þegar Fylkismenn reyndu að jafna. Þá var vörn þeirra mjög opin KA-menn fengu færi á færibandi, án þess að nýta þau sérstaklega vel. Hverjir stóðu uppúr? Óhætt er að segja að Elvar Árni Aðalsteinsson hafi verið fremstur meðal jafninga. Hann sýndi það í dag að hann er ansi lunkinn framherji en mörk hans voru klassísk framherjamörk. Hann fiskaði víti, skoraði með skalla og var svo á réttum stað í þriðja marki hans i leiknum. Nökkvi Þeyr Þórisson átti einnig afskaplega góðan dag eftir að hafa komið inn á snemma leiks fyrir Ásgeir Sigurgeirsson. Nökkvi kom inn á hægri kantinn og var stöðug ógn. Hefði hann átt örlítið betri fyrirgjafir hefði hann líklega verið fleiri en eina stoðsendingu í leiknumHvað gekk illa? Miðjuspil Fylkismanna var ekkert sérstakt í leiknum. Miðjumennirnir þrír virkuðu þungir og oft slitnaði á milli sóknar og varnar hjá gestunum. Þannig gat miðjuþríeyki KA-manna stýrt ferðinni og komið boltanum á kantmenn þeirra, sem stóðu sig betur en bakverðir Fylkismanna sem áttu í talsverðu basli í kvöld. Hvað gerist næst? Fátt nema lokahóf liðanna. KA endar í 5. sæti og getur líklega vel við unað eftir að hafa verið í neðri helmingi deildarinnar allt tímabilið. Fylkismenn sætta sig við 8. sæti, sem er líklega á pari miðað við sumarið hjá þeim. Gengi KA hefur breyst til batnaðar eftir að Óli Stefán skipti um leikkerfi.vísir/báraÓli Stefán: Þetta félag er einstakt Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, var nokkuð ánægður að leik loknum eftir sigurinn gegn Fylki. KA-menn fengu þó blauta tusku í andlitið strax á fyrstu mínútu leiksins en brugðust við með því að skora tvö mörk.„Við brugðumst rosalega vel við. Við unnum okkur ótrúlega vel inn í leikinn og tókum á þessum kafla yfir leikinn. Í rauninni leist mér svo vel á þetta eftir hálftíma þegar við erum komnir með þessi tvö mörk. Þá erum við að bakka niður og gefa eftir svæði,“ segir Óli Stefán.Á endanum voru skoruð sex mörk í leiknum og þau hefðu getað orðið fleiri, enda opnaðist leikurinn gríðarlega undir lok leiksins.„Það slitnaði í báða enda og það voru svæði út um allan völl sem að bæði lið nýttu sér ágætlega. Við fengum ótrúlegan fjölda af opnum marktækifærum sem að við hefðum sjálfsagt átt að gera betur í. úR varð hin mesta skemmtun,“ segir Óli Stefán.KA situr þegar uppi er staðið í fimmta sæti en ekki eru liðnar margar vikur síðan liðið spilaði fallbaráttuslag nánst upp á líf og dauða við Grindavík. Leikurinn vannst og síðan hefur KA ekki litið til baka.„Við höfum haldið haus og þrátt fyrir kannski svona storm í kringum okkar lið og umtalið neikvætt mest allt sumar þá höfum við haldið áfram okkar vinnu og haldið áfram með það sem við getum stjórnað,“ segir Óli Stefán.Hann er ánægður með stuðninginn sem hann fékk þegar liðið gekk í gegnum mesta öldudalinn í sumar.„Ég verð að segja að þrátt fyrir mikinn storm í kringum lægðina hjá okkur þegar það gekk illa þá hikaði félagið aldrei. Það var svo mikill stuðningur og styrkur bak við það sem við vorum að gera. Þegar við komum út úr þessu heilir og sterkir er svo gott að finna það að þetta félag er einstakt,“ segir Óli Stefán. Helgi Sigurðsson er að kveðja Fylki.vísir/báraHelgi Sig: Mun sakna félagsins Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að stýra sínum síðasta leik sem þjálfari liðsins. Hann segir leikinn hafa verið sumarið í hnotskurn hjá Fylki. „Það er svolítið saga sumarsins að við skorum mikið að mörkum og fáum mikið á okkur. Oft þegar við höfum verið að skora mörk dettum við fullangt til baka og förum að gefa andstæðingum okkar aðeins of mikinn tíma á boltann. KA náði að refsa okkur með tveimur mörkum í fyrri hálfleik,“ segir Helgi. Hann segir að liðið hafi gefið allt í sölurnar til að ná jöfnunarmarkinu. „Þetta var bara hörkuleikur og maður sá fyrir sér að við myndum ná að jafna hérna á síðustu fimm mínútunum og settum allt púður í það að jafna leikinn en svo fengum við á okkur eina skyndisókn og því fór sem fór. 4-2, það er svona saga sumarsins, við skorum mikið og fáum mikið á okkur,“ segir Helgi. Hann hverfur nú af braut úr Árbænum en er stoltur af starfi sínu sem þjálfari Fylkis. „Ég er stoltur af strákunum og liðunum. Við höfum náð okkar markmiðum, fleiri stig en í fyrra og búið að vera stöðugt upp á við frá því að ég tók við. Komum frá Inkasso-deildinni og svo bara upp og búinn að stabílisera þetta lið sem eitt af bestu liðum Íslands. Það er bara bjart framundan í Árbænum.“ Hann vonar að næsti þjálfari haldi áfram því sem Helgi og félagið hafi verið að gera undanfarin þrjú ár. „Vonandi heldur hann bara áfram að byggja á því sem búið er að gera. Nú er búið að stabílisera liðið í efstu deild. Það er frábært starf unnið í Árbænum, duglegir menn á bak við tjöldin og búið er að vera frábær tími hérna.“Sérðu eftir starfinu?„Ég sé ekki eftir því að hafa tekið við því. Auðvitað mun ég sakna strákanna og félagsins. Þetta er búið að vera alveg frábær tími og ég vil þakka Fylki fyrir að hafa tekið sénsinn á mér sem þjálfari. Auðvitað mun ég kveðja þetta félag með söknuði.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti