„Var bara glansmynd en fólk verður að átta sig á því að ég sýni bara eitt prósent af lífinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. september 2019 10:30 Þórunn Ívars opnaði sig um brjóstagjöf í Íslandi í dag. Samfélagmiðlastjarnan Þórunn Ívarsdóttir hefur talað opinskátt um ýmis málefni á samfélagsmiðlinum Instagram, hún hefur meðal annars fjallað um baráttu sína við króníska verkjasjúkdóminn endómetríósu eða legslímuflakk. Fyrir rúmu ári eignaðist hún sitt fyrsta barn og hefur hún deilt sinni reynslu af brjóstagjöf með fylgjendum sínum en það ferli kom henni mikið á óvart og hefur hún einbeitt sér að því að gefa konum ráð er varðar brjóstagjöf. Í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gær hitti Eva Laufey Þórunni og fékk hún að heyra hvernig hún tók sín fyrstu skref á samfélagsmiðlum og hvernig hún hjálpar konum í sömu sporum og hún. „Þórunn Ívars var svona tískuunnandi og snyrtivörupælari en í dag er ég bara mamma og ég held að ég sá bara búin að breytast yfir í það,“ segir Þórunn. „Ég byrjaði á samfélagsmiðlum í kringum árið 2012 og er ábyggilega ein af þeim fyrstu sem byrjuðu í einhverju svona. Ég var í námi erlendis og það höfðu ótrúlega margir áhuga á því. Ég byrjaði með litla bloggsíðu sem þróaðist út í þetta. Þetta var bara svona tískudót sem er ótrúlega hallærislegt í dag og ég er búin að eyða öllum þessum færslum í dag, ég get ekki myndirnar,“ segir Þórunn og hlær. Hún segir að samfélagsmiðlar eigi mjög vel við hana.Þórunn gefur konum ráð við brjóstagjöf á Instagram.„Ég er ótrúlega opin og get alveg látið allt flakka. Það er búið að vera rosalega mikið í tísku að opna sig og ég hef alveg tekið þátt í því líka. Ég talaði um legslímuflakkið í fyrra og núna tala ég ótrúlega mikið um brjóstagjöf því það er búið að vera lífið mitt í heilt ár. Ég ákvað að kynna mér ekkert fyrirfram um brjóstagjöf þar sem ég er alin upp af brjóstagjafaráðgjafa og hélt að ég vissi bara allt.“ Þórunn segir að það hafi ekki verið raunin. „Ég vissi ekkert hvað ég væri að gefa brjóst mikið á dag. Maður les ótrúlega mikið um meðgönguna en sleppir algjörlega brjóstagjöfinni. Ég hefði klárlega átt að fara á eitthvað námskeið og kynna mér þetta miklu betur.“ Það kom henni mest á óvart hvað það væri mikil vinna að vera með barn á brjósti. „Konur í vandræðum eru með allskonar spurningar. Ég er búin að lesa alveg ótrúlega mikið og örugglega svona þrjár fræðigreinar á dag. Ég er augljóslega á rangri hillu og átti örugglega að vera ljósmóðir,“ segir Þórunn sem greindi til að byrja með ekki frá erfileikunum við brjóstagjöf og því hafi kannski margir hugsað að allt gengi vel. „Þetta var bara glansmynd en fólk verður að átta sig á því að ég sýni bara eitt prósent af lífinu. Eftir á hyggja var hún klárlega með svona formjólkurkveisu sem ég vissi ekki hvað var. Hún drakk ógeðslega mikið en var kannski ekki að fá réttu samsetninguna af mjólkinni. Hún var bara að fá léttmjólk þegar henni vantaði rjóma. Það hefur verið mitt vandamál hvað ég hef verið með yfirdrifið mikla mjólk, sem er líka vandamál og mikil vinna þar sem maður þarf að tappa af og svona.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Sjá meira
Samfélagmiðlastjarnan Þórunn Ívarsdóttir hefur talað opinskátt um ýmis málefni á samfélagsmiðlinum Instagram, hún hefur meðal annars fjallað um baráttu sína við króníska verkjasjúkdóminn endómetríósu eða legslímuflakk. Fyrir rúmu ári eignaðist hún sitt fyrsta barn og hefur hún deilt sinni reynslu af brjóstagjöf með fylgjendum sínum en það ferli kom henni mikið á óvart og hefur hún einbeitt sér að því að gefa konum ráð er varðar brjóstagjöf. Í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gær hitti Eva Laufey Þórunni og fékk hún að heyra hvernig hún tók sín fyrstu skref á samfélagsmiðlum og hvernig hún hjálpar konum í sömu sporum og hún. „Þórunn Ívars var svona tískuunnandi og snyrtivörupælari en í dag er ég bara mamma og ég held að ég sá bara búin að breytast yfir í það,“ segir Þórunn. „Ég byrjaði á samfélagsmiðlum í kringum árið 2012 og er ábyggilega ein af þeim fyrstu sem byrjuðu í einhverju svona. Ég var í námi erlendis og það höfðu ótrúlega margir áhuga á því. Ég byrjaði með litla bloggsíðu sem þróaðist út í þetta. Þetta var bara svona tískudót sem er ótrúlega hallærislegt í dag og ég er búin að eyða öllum þessum færslum í dag, ég get ekki myndirnar,“ segir Þórunn og hlær. Hún segir að samfélagsmiðlar eigi mjög vel við hana.Þórunn gefur konum ráð við brjóstagjöf á Instagram.„Ég er ótrúlega opin og get alveg látið allt flakka. Það er búið að vera rosalega mikið í tísku að opna sig og ég hef alveg tekið þátt í því líka. Ég talaði um legslímuflakkið í fyrra og núna tala ég ótrúlega mikið um brjóstagjöf því það er búið að vera lífið mitt í heilt ár. Ég ákvað að kynna mér ekkert fyrirfram um brjóstagjöf þar sem ég er alin upp af brjóstagjafaráðgjafa og hélt að ég vissi bara allt.“ Þórunn segir að það hafi ekki verið raunin. „Ég vissi ekkert hvað ég væri að gefa brjóst mikið á dag. Maður les ótrúlega mikið um meðgönguna en sleppir algjörlega brjóstagjöfinni. Ég hefði klárlega átt að fara á eitthvað námskeið og kynna mér þetta miklu betur.“ Það kom henni mest á óvart hvað það væri mikil vinna að vera með barn á brjósti. „Konur í vandræðum eru með allskonar spurningar. Ég er búin að lesa alveg ótrúlega mikið og örugglega svona þrjár fræðigreinar á dag. Ég er augljóslega á rangri hillu og átti örugglega að vera ljósmóðir,“ segir Þórunn sem greindi til að byrja með ekki frá erfileikunum við brjóstagjöf og því hafi kannski margir hugsað að allt gengi vel. „Þetta var bara glansmynd en fólk verður að átta sig á því að ég sýni bara eitt prósent af lífinu. Eftir á hyggja var hún klárlega með svona formjólkurkveisu sem ég vissi ekki hvað var. Hún drakk ógeðslega mikið en var kannski ekki að fá réttu samsetninguna af mjólkinni. Hún var bara að fá léttmjólk þegar henni vantaði rjóma. Það hefur verið mitt vandamál hvað ég hef verið með yfirdrifið mikla mjólk, sem er líka vandamál og mikil vinna þar sem maður þarf að tappa af og svona.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Sjá meira