Deep Jimi and the Zep Creams snýr aftur Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 25. september 2019 18:00 Rokkarinn og sauðfjárbóndinn Sigurður Eyberg er spenntur fyrir að spila aftur á tónleikum með Deep Jimi and the Zep Creams. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hljómsveitin Deep Jimi and the Zep Creams er nú komin saman aftur og byrjuð að gefa út efni og spila á tónleikum. Hljómsveitin hefur starfað með hléum frá því snemma á 10. áratugnum og komst langleiðina með að ná frama í BandaríkjunuSigurður Eyberg, söngvari sveitarinnar, segir að nafn sveitarinnar gefi góða hugmynd um rætur hennar, en hún byrjaði sem ábreiðusveit sem spilaði klassískt rokk. „En í dag fáum við innblástur alls staðar að,“ segir Sigurður. „Við fílum bara rokk, okkur finnst ekki nóg af því og okkur finnst gaman að spila það saman.“Byrjaði sem hálfgert grín „Við byrjuðum snemma á 10. áratugnum og vorum komnir langleiðina með að meika það. Þetta var svolítið flott hjá okkur og við fórum skemmtilega leið að þessu,“ segir Sigurður. „Við vorum náttúrulega miklir töffarar á þessum aldri, en líka miklir kjánar, bara eins og maður á að vera tvítugur, hrokafullur en líka dálítill vitleysingur. Fyrst vorum við bara að grínast með þetta nafn og við vorum að leika okkur að spila lög þessara klassísku rokksveita okkur til gamans og áttum ekki von á að neinn hefði áhuga á að hlusta á okkur,“ segir Sigurður.Sigurður á sviði með Deep Jimi and the Zep Creams. MYND/ÓLAFUR KR. ÓLAFSSON„Við héldum að við yrðum ekki vinsælir. Við höfðum bara gaman af þessu og klæddumst búningum á sviði og svona. En svo varð vinsælt að fá okkur til að spila og við tókum inn smá tekjur fyrir það og lögðum þær allar samviskusamlega fyrir. Allur peningurinn sem við fengum fyrir að spila var ætlaður til að fara til Ameríku og fá plötusamning þar. Við spiluðum svo ábreiður á tónleikum á meðan við sömdum okkar eigin lög,“ segir Sigurður. „En við vorum vissir um að það væri lítill markaður fyrir þau, svo við spiluðum þau lítið.Meikuðu það næstum því „Svo fórum við út, fundum okkur litla íbúð til að búa í og vorum svo bara að skrimta þarna úti á meðan peningurinn entist. Það fyrsta sem við gerðum var að fara að kaupa tæki til að geta fjölfaldað þriggja laga kasettuna sem við höfðum, því staðirnir vildu alltaf fá eintak,“ segir Sigurður. „Við fórum svo með kasettur hingað og þangað til að reyna að fá að spila.“ Strákarnir voru á aldrinum 19-20 ára um þetta leyti og Sigurður grínast með að þeir hafi líklega verið vígalegir ungir menn, því enginn hafi þorað öðru en að leyfa þeim að spila. „Við vorum síðhærðir og skeggjaðir og alltaf fjórir saman. Á þessum tíma hafði enginn verið með skegg í 20 ár,“ segir hann.Sveitin spilar á tvennum tónleikum í næsta mánuði, í Reykjanesbæ og í Reykjavík. MYND/ÓLAFUR KR. ÓLAFSSONSveitin byrjaði því að spila í New York og fljótlega dró til tíðinda. „Eftir fyrsta giggið kom gæi upp að okkur og sagði okkur að hann væri umboðsmaður og hann vildi hjálpa okkar að ná lengra,“ segir Sigurður. „Það endar svo með því að við löndum flottum samningi við eina af stóru útgáfunum þarna úti. Við tókum svo upp eina breiðskífu og tvær smáskífu hjá þeim. Svo þegar við ætluðum að fara að túra stóð eitthvað á peningunum frá útgáfufyrirtækinu, sem ég held að hafi verið vegna þess að það voru einhverjar hræringar innan fyrirtækisins,“ segir Sigurður. „Við sögðum bara „fokk it“, þó að við ættum aðra plötu bókaða á samningnum okkar og hefðum hugsanlega getað gert fimm í viðbót. Þannig að við sögðum upp samningnum. Við héldum aðeins áfram eftir þetta en vorum orðnir frekar þreyttir á keyrslunni svo þetta lognaðist út af. Síðan komum við saman og búum til eina og eina plötu á nokkurra ára fresti.“Sluppu með skrekkinn í Suður-Karólínu Sigurður minnist þess að hafa spilað á ýmsum skrautlegum tónleikum á ferli sveitarinnar, en segir að einir standi sérstaklega upp úr. „Það var þegar við keyrðum langa leið til að spila á tónleikum í Suður-Karólínu,“ segir hann.Öll plötuumslög sveitarinnar eru vönduð og skrautleg.„Við þurftum að bíða eftir að fá að spila og einhverjir meðlimir sveitarinnar voru orðnir svolítið ölvaðir. Þegar við komum á svið datt einhver á magnara og það mátti litlu muna að öll magnarastæðan hefði dottið út um gluggann, en sem betur fer stoppaði rótarinn stæðuna og bjargaði þessu. Það var frekar skrautlegt. Svo þegar við vorum á leiðinni heim vorum við stoppaðir af löggunni,“ segir Sigurður. „Rótarinn var þá með einhver ólögleg efni á sér sem hann henti út um gluggann á ferð og einn ónefndur meðlimur sveitarinnar, sem hafði teygað aðeins of mikið af einhverjum mjöð, lá á þessum tímapunkti ofan á græjunum aftur í sendibílnum sem við vorum á, sem var að sjálfsögðu kolólöglegt og þetta var frekar uppskrúfað fylki. Lögreglan fer að spyrja okkur hvað við séum með aftur í og við segjum honum að við séum með hljómsveitargræjur og hvaða ferðalagi við erum á. Hann fer þá að skoða aftur í og við og rótarinn erum vissir um að við förum allir í „djeilið“,“ segir Sigurður. „En af einhverjum undarlegum ástæðum sá hann ekki meðliminn sem svaf ofan á græjunum, þannig að við sluppum með skrekkinn og fórum heim. Við höfðum haft mikið fyrir þessu giggi, en þetta fór ekki alveg eins og við höfðum vonað.“Tvennir tónleikar í október „Nokkrum árum síðar ætluðum við að reyna að fá annan plötusamning og þá vorum við farnir að gera mjög súra tónlist,“ segir Sigurður. Deep Jimi and the Zep Creams byrjaði sem ábreiðusveit en svo færðist alvara í leikinn. MYND/ÓLAFUR KR. ÓLAFSSON„Ég veit ekki alveg hvað þetta ætti að kallast, en líklega hefur þetta verið einhvers konar prog rokk. Þetta voru eins konar línuleg lög, það var mjög lítið um endurtekningar í þeim. Við gáfum þau út á plötu sem kom út árið 1995 og svo höfum við gefið úr tvær plötur síðan, sú síðasta kom út árið 2010. Núna erum við svo byrjaðir aftur, sem hefur verið mjög gaman, og við höfum gefið út nýtt lag og það verða haldnir tvennir tónleikar, annars vegar í Reykjanesbæ 10. október og hins vegar á Hard Rock í Reykjavík 12. október. Það er þegar uppselt á tónleikana í Reykjanesbæ en það eru enn til miðar á tónleikana okkar á Hard Rock,“ segir Sigurður. „Það á svo bara eftir að koma í ljós hvort við höldum okkur við sama munstrið og hingað til og förum fljótlega aftur í dvala eða hvort eitthvað meira gerist. Við sjáum til. Við eigum fleiri lög og eigum ekki erfitt með að semja, þannig að þetta fer bara eftir stemningunni. Þetta gætu þess vegna verið síðustu giggin okkar.“ Það er hægt að heyra tónlist Deep Jimi and the Zep Creams á streymisveitum og stefnt er að því að gera meira af tónlist sveitarinnar aðgengilegt á slíkum veitum.Í rokki og sauðfjárrækt Sigurður hefur ekki setið auðum höndum utan rokksins og þegar blaðamaður hitti á hann var hann rennblautur á hestbaki í smalamennsku. „Ég geri eitt og annað, ég hef unnið í umhverfismálum og leiklist og er núna í einhverju kindabaxi,“ segir hann, en Sigurður er með 230 kindur á búi í Laxárdal. „Ég virðist skipta um stefnu á um það bil 10 ára fresti. Ég er enginn sauðfjárbóndi og þetta hefur gengið misvel en við höfum fengið góða aðstoð frá öðrum bændum þannig að þetta hefur bjargast fyrir horn. Auk þess er ég að rembast við að klára doktorsnám í umhverfisfræði við Háskóla Íslands og hef unnið í verkefnum fyrir skólann. Ég brasa við eitt og annað.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Hljómsveitin Deep Jimi and the Zep Creams er nú komin saman aftur og byrjuð að gefa út efni og spila á tónleikum. Hljómsveitin hefur starfað með hléum frá því snemma á 10. áratugnum og komst langleiðina með að ná frama í BandaríkjunuSigurður Eyberg, söngvari sveitarinnar, segir að nafn sveitarinnar gefi góða hugmynd um rætur hennar, en hún byrjaði sem ábreiðusveit sem spilaði klassískt rokk. „En í dag fáum við innblástur alls staðar að,“ segir Sigurður. „Við fílum bara rokk, okkur finnst ekki nóg af því og okkur finnst gaman að spila það saman.“Byrjaði sem hálfgert grín „Við byrjuðum snemma á 10. áratugnum og vorum komnir langleiðina með að meika það. Þetta var svolítið flott hjá okkur og við fórum skemmtilega leið að þessu,“ segir Sigurður. „Við vorum náttúrulega miklir töffarar á þessum aldri, en líka miklir kjánar, bara eins og maður á að vera tvítugur, hrokafullur en líka dálítill vitleysingur. Fyrst vorum við bara að grínast með þetta nafn og við vorum að leika okkur að spila lög þessara klassísku rokksveita okkur til gamans og áttum ekki von á að neinn hefði áhuga á að hlusta á okkur,“ segir Sigurður.Sigurður á sviði með Deep Jimi and the Zep Creams. MYND/ÓLAFUR KR. ÓLAFSSON„Við héldum að við yrðum ekki vinsælir. Við höfðum bara gaman af þessu og klæddumst búningum á sviði og svona. En svo varð vinsælt að fá okkur til að spila og við tókum inn smá tekjur fyrir það og lögðum þær allar samviskusamlega fyrir. Allur peningurinn sem við fengum fyrir að spila var ætlaður til að fara til Ameríku og fá plötusamning þar. Við spiluðum svo ábreiður á tónleikum á meðan við sömdum okkar eigin lög,“ segir Sigurður. „En við vorum vissir um að það væri lítill markaður fyrir þau, svo við spiluðum þau lítið.Meikuðu það næstum því „Svo fórum við út, fundum okkur litla íbúð til að búa í og vorum svo bara að skrimta þarna úti á meðan peningurinn entist. Það fyrsta sem við gerðum var að fara að kaupa tæki til að geta fjölfaldað þriggja laga kasettuna sem við höfðum, því staðirnir vildu alltaf fá eintak,“ segir Sigurður. „Við fórum svo með kasettur hingað og þangað til að reyna að fá að spila.“ Strákarnir voru á aldrinum 19-20 ára um þetta leyti og Sigurður grínast með að þeir hafi líklega verið vígalegir ungir menn, því enginn hafi þorað öðru en að leyfa þeim að spila. „Við vorum síðhærðir og skeggjaðir og alltaf fjórir saman. Á þessum tíma hafði enginn verið með skegg í 20 ár,“ segir hann.Sveitin spilar á tvennum tónleikum í næsta mánuði, í Reykjanesbæ og í Reykjavík. MYND/ÓLAFUR KR. ÓLAFSSONSveitin byrjaði því að spila í New York og fljótlega dró til tíðinda. „Eftir fyrsta giggið kom gæi upp að okkur og sagði okkur að hann væri umboðsmaður og hann vildi hjálpa okkar að ná lengra,“ segir Sigurður. „Það endar svo með því að við löndum flottum samningi við eina af stóru útgáfunum þarna úti. Við tókum svo upp eina breiðskífu og tvær smáskífu hjá þeim. Svo þegar við ætluðum að fara að túra stóð eitthvað á peningunum frá útgáfufyrirtækinu, sem ég held að hafi verið vegna þess að það voru einhverjar hræringar innan fyrirtækisins,“ segir Sigurður. „Við sögðum bara „fokk it“, þó að við ættum aðra plötu bókaða á samningnum okkar og hefðum hugsanlega getað gert fimm í viðbót. Þannig að við sögðum upp samningnum. Við héldum aðeins áfram eftir þetta en vorum orðnir frekar þreyttir á keyrslunni svo þetta lognaðist út af. Síðan komum við saman og búum til eina og eina plötu á nokkurra ára fresti.“Sluppu með skrekkinn í Suður-Karólínu Sigurður minnist þess að hafa spilað á ýmsum skrautlegum tónleikum á ferli sveitarinnar, en segir að einir standi sérstaklega upp úr. „Það var þegar við keyrðum langa leið til að spila á tónleikum í Suður-Karólínu,“ segir hann.Öll plötuumslög sveitarinnar eru vönduð og skrautleg.„Við þurftum að bíða eftir að fá að spila og einhverjir meðlimir sveitarinnar voru orðnir svolítið ölvaðir. Þegar við komum á svið datt einhver á magnara og það mátti litlu muna að öll magnarastæðan hefði dottið út um gluggann, en sem betur fer stoppaði rótarinn stæðuna og bjargaði þessu. Það var frekar skrautlegt. Svo þegar við vorum á leiðinni heim vorum við stoppaðir af löggunni,“ segir Sigurður. „Rótarinn var þá með einhver ólögleg efni á sér sem hann henti út um gluggann á ferð og einn ónefndur meðlimur sveitarinnar, sem hafði teygað aðeins of mikið af einhverjum mjöð, lá á þessum tímapunkti ofan á græjunum aftur í sendibílnum sem við vorum á, sem var að sjálfsögðu kolólöglegt og þetta var frekar uppskrúfað fylki. Lögreglan fer að spyrja okkur hvað við séum með aftur í og við segjum honum að við séum með hljómsveitargræjur og hvaða ferðalagi við erum á. Hann fer þá að skoða aftur í og við og rótarinn erum vissir um að við förum allir í „djeilið“,“ segir Sigurður. „En af einhverjum undarlegum ástæðum sá hann ekki meðliminn sem svaf ofan á græjunum, þannig að við sluppum með skrekkinn og fórum heim. Við höfðum haft mikið fyrir þessu giggi, en þetta fór ekki alveg eins og við höfðum vonað.“Tvennir tónleikar í október „Nokkrum árum síðar ætluðum við að reyna að fá annan plötusamning og þá vorum við farnir að gera mjög súra tónlist,“ segir Sigurður. Deep Jimi and the Zep Creams byrjaði sem ábreiðusveit en svo færðist alvara í leikinn. MYND/ÓLAFUR KR. ÓLAFSSON„Ég veit ekki alveg hvað þetta ætti að kallast, en líklega hefur þetta verið einhvers konar prog rokk. Þetta voru eins konar línuleg lög, það var mjög lítið um endurtekningar í þeim. Við gáfum þau út á plötu sem kom út árið 1995 og svo höfum við gefið úr tvær plötur síðan, sú síðasta kom út árið 2010. Núna erum við svo byrjaðir aftur, sem hefur verið mjög gaman, og við höfum gefið út nýtt lag og það verða haldnir tvennir tónleikar, annars vegar í Reykjanesbæ 10. október og hins vegar á Hard Rock í Reykjavík 12. október. Það er þegar uppselt á tónleikana í Reykjanesbæ en það eru enn til miðar á tónleikana okkar á Hard Rock,“ segir Sigurður. „Það á svo bara eftir að koma í ljós hvort við höldum okkur við sama munstrið og hingað til og förum fljótlega aftur í dvala eða hvort eitthvað meira gerist. Við sjáum til. Við eigum fleiri lög og eigum ekki erfitt með að semja, þannig að þetta fer bara eftir stemningunni. Þetta gætu þess vegna verið síðustu giggin okkar.“ Það er hægt að heyra tónlist Deep Jimi and the Zep Creams á streymisveitum og stefnt er að því að gera meira af tónlist sveitarinnar aðgengilegt á slíkum veitum.Í rokki og sauðfjárrækt Sigurður hefur ekki setið auðum höndum utan rokksins og þegar blaðamaður hitti á hann var hann rennblautur á hestbaki í smalamennsku. „Ég geri eitt og annað, ég hef unnið í umhverfismálum og leiklist og er núna í einhverju kindabaxi,“ segir hann, en Sigurður er með 230 kindur á búi í Laxárdal. „Ég virðist skipta um stefnu á um það bil 10 ára fresti. Ég er enginn sauðfjárbóndi og þetta hefur gengið misvel en við höfum fengið góða aðstoð frá öðrum bændum þannig að þetta hefur bjargast fyrir horn. Auk þess er ég að rembast við að klára doktorsnám í umhverfisfræði við Háskóla Íslands og hef unnið í verkefnum fyrir skólann. Ég brasa við eitt og annað.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira