Borderlands 3: Sömu morðin á mismunandi plánetum Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2019 17:30 Hægt er að velja á milli fjögurra hetja, sem allar eru misklikkaðar. Það er óhætt að segja að ég hafi skemmt mér ágætlega yfir Borderlands. Það er skemmtilegur húmor í honum og augljóst að maður á ekki að taka honum alvarlega, þar sem allar persónur hans er snar-klikkaðar. Ég kem þó skemmtilega ferskur inn í Borderlands 3 þar sem ég hef ekki spilað Borderlands 1 og Borderlands 2. Bara alls ekki. Í Borderlands setja spilarar sig í spor eins af fjórum aðilum sem kallast „Vault hunters“ (nokkurs konar málaliðar) og er markmiðið að finna hvelfingu sem inniheldur tækni og krafta frá útdauðum geimverum með því að finna vísbendingar á mismunandi plánetum. Á því ferðalagi þurfa spilarar að berjast við hjarðir af nánast allsberum drullusokkum, skrímslum, hermönnum og öðrum óvinum. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera á vegum Calypso-tvíburanna, erkióvina leiksins. Þetta er hægt að gera einn eða með vinum en leikurinn er sérstaklega hannaður fyrir fjölspilun.Byrjum á að tala um Vault-hunterana fjóra. Amara er Siren og getur hún beitt ýmsum kröftum til að valda skaða á stórum svæðum. FL4K er Beastmaster og vélmenni en hann getur kallað þjálfuð skrímsli til aðstoðar. Moze er Gunner en hún beitir skotvopnum og getur kallað til stærðarinnar vélmenni sem hún stýrir til að valda miklum skaða. Zane er Operative en hann beitir tækjum og tólum til að afvegaleiða óvini sína og valda þeim skaða. Allir eru mismunandi og bjóða upp á mismunandi spilunarmöguleika sem hressa upp á upplifunina og gera fjölspilun skemmtilegri. Nauðsynlegt er að taka fram að það er mun skemmtilegra að spila leikinn með öðrum, sem ég hef þó ekki haft tök á að gera nægilega oft. Þar reyndist hann Kjartan mjög mikilvægur en við ræðum hann frekar síðar. Það er ýmislegt sem gert er mjög vel í Borderlands 3. Hann er hraður og skemmtilegur og lítur skemmtilega út, eins og nokkurs konar teiknimynd. BL3 er þó aðeins of mikill „loot og grind“-leikur fyrir mig. Allt of mikill tími leiksins fer í að leita uppi kistur, kassa, rusl, þvottavélar og jafnvel klósett, sem innihalda pening, heilsu og skotfæri. Þar að auki er svo mikið af vopnum í leiknum að ég var eiginlega orðinn þreyttur á því að bera nýjar byssur við aðrar og skoða kosti og galla þeirra, því það þarf að gera það svo oft. Þetta er spennandi til að byrja með en ekki lengi.Hér má sjá dæmi um einn kassa sem inniheldur vopn, skotfæri og ýmislegt annað. Öll borð Borderlands 3 eru löðrandi í kössum sem þessum og þeir verða töluvert þreytandi.Auk hasarsins eru persónur Borderlands 3 einn af hans stærstu kostum. Þær eru skrautlegar og oftar en ekki skemmtilegar, fyrir utan ClapTrap sem er einstaklega pirrandi, þegar hann er ekki fyndinn. Ég veit þó ekki alveg með erki-óvini leiksins, Calypso-tvíburana. Þau eru einhvers konar Youtube-stjörnur sólkerfisins og geta verið sniðug. Að mestu leyti eru þau þó bara til staðar. Þau birtast reglulega á skjám leiksins og drulla yfir mann aðeins. Svipaða sögu má segja af verkefnum leiksins. Þau eru yfirleitt mjög svipuð og fela í sér að ferðast einhvert, drepa einhverja, finna eitthvað, drepa einhverja fleiri og skila draslinu sem þú þurftir að finna. Eitt verkefni í byrjun leiksins varpar einkar skíru ljósi á þennan vanda. Í því verkefni er manni gert að fara inn í sýndarveruleikaheim og bjarga manneskju þaðan. Þessi „sýndarveruleikaheimur“ var nákvæmlega sama svæði og ég hafði nýverið farið um vegna verkefnis, fyrir utan það að allt var blátt. Að drepa sömu drullusokkana á sama svæðinu og ég hafði nýverið farið yfir var verkefnið sem ég fékk. Nema með bláum Instagram-filter. Jei. Samtöl í verkefnum hjálpa þó töluvert til þar sem þau geta verið fyndin. Ég er búinn að hlæja skemmtilega oft við spilun Borderlands. Gallinn er þó sá að maður fær á tilfinninguna að öll verkefni séu eingöngu til þess að fá meiri reynslu og fara á næsta level til að fá nýjar og aðeins betri byssur.Pláneturnar of svipaðar Eins og áður segir eru nokkrar plánetur sem spilarar þurfa að heimsækja og myrða íbúa þeirra í Borderlands 3. Þær líta mismunandi út en það er í rauninni fátt sérstakt við þær. Maður er alltaf að berjast við sömu óvinatýpurnar, sem gengur og gerist í flestum leikjum. Það vantar samt eitthvað til að skilgreina hverja plánetu fyrir sig almennilega og gefa þeim einhverja sérstöðu. Á þessum plánetum þurfa spilarar að komast á milli staða og til þess er hægt að nota ýmis farartæki. Þar er úr nokkrum tegundum að velja sem spilarar geta sniðið að sínum þörfum. Það er eitthvað lúmskt skemmtilegt við að keyra um í Borderlands, fyrir utan hvað það er fáránlega erfitt að stýra farartækjunum almennilega en það er að mestu stillingaratriði sem hægt er að laga. Það er sérstaklega skemmtilegt að keyra um og negla niður óvini. Svæðin sem hægt er að keyra um eru þó oft á tíðum í smærri kantinum og það er alltaf einhvers konar hlið eða vegatálmi í kringum staði þar sem maður þarf að leysa einhver verkefni. Sem er pirrandi og veldur því að bílarnir eru að mestu notaðir til að komast á milli staða og lítið meira en það.Kynnum Kjartan til leiks Þar sem ég hef ekki spilað Borderlands 1 og 2 datt mér í hug að fá hann Kjartan, vinnufélaga og annálaðan drullusokk, til að skrifa nokkur orð um sína upplifun. Hann hefur spilað fyrri leikina og hefur ef til vill öðruvísi sýn á leikinn en ég.Fyrir vana hvelfingarveiðimenn er margt kunnuglegt í Borderlands 3. Aragrúi af herfangi með enn fleiri fríkuðum byssum en áður, klikkaðir karakterar og heimar. Leikurinn spilast svo gott sem eins og forverinn Borderlands 2. Enn grundvallast velgengnin í Borderlands-lífinu á því að velja eiginleika leikmannsins eftir því sem hentar leikstíl hvers og eins og vera tilbúinn með vopn sem gagnast best á ólíka óvini.Einhver asi virðist hafa verið á útgáfu leiksins sem hefur þjáðst af töluverðu hökti, sérstaklega í notendaviðmóti í samspili. Það er verulegur galli þar sem samspil er hjartað og sálin í Borderlands, sérstaklega á síðari stigum hans þegar óvinir verða verri viðureignar.Sem fyrr hefst Borderlands 3 af alvöru þegar sögunni lýkur. Þá geta spilarar valið á milli þess að byrja upp á nýtt með erfiðari óvinum í útgáfu sannra hvelfingarveiðimanna [e. true vaulthunter mode] eða í nýrri glundroðaútgáfu leiksins. Í síðarnefndu útgáfu leiksins breytast aðstæður reglulega, óvinir verða seigari og sumar byssur verða öflugri eða veikari svo dæmi séu nefnd. Á móti aukast líkurnar á óvinir láti eftir sig hágæða herfang þegar þeir liggja óhjákvæmilega í valnum.Deila má um hvort söguþráðurinn í Borderlands-leikjum skipi mikinn sess hjá spilurum. Óháð gæðum handritanna hefur þó verið hægt að stóla á sturlaðar sögufléttur, léttgeggjaðar persónur og kímin verkefni sem spilara fá til að leysa. Formúlan virðist þó aðeins farin að útvatnast í þriðju færslunni í Borderlands-sögunni. Þó að enn megi hafa gaman af fáránleikans (björgunaraðgerðir af gervigreindarútikamri er ofarlega í huga) ná hvorki persónur né saga sömu hæðum eða neista og í í þeim frábæra Borderlands 2 sem kom út 2012. Fögur skrif og á Kjartan hrós skilið fyrir þau. Ekkert meira en það samt.Hetjur Borderlands 3 eru með mismunandi krafta. Sumir eru flottari en aðrir.Samantekt-ish Ég hef skemmt mér ágætlega við að spila Borderlands og hlegið sérstaklega mikið að leiknum. Það er skemmtilegra að spila með vinum enda er leikurinn í raun hannaður til þess. Ég hef þó alltaf átt bágt með að taka leiki sem þessa í almennilega sátt. Þá er ég að tala um leiki sem ganga út á að hjakkast í sömu hlutunum til að fá aðeins betri vopn og meiri peninga. Það er slatti af „grindi“ í Borderlands 3, eins og gengur og gerist í netleikjum nútímans, og mér finnst sagan og einspilunin þjást fyrir vikið.Ég spilaði Borderlands 3 á PS4 með eintaki sem ég fékk frá dreifingaraðila leiksins hér á landi. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Það er óhætt að segja að ég hafi skemmt mér ágætlega yfir Borderlands. Það er skemmtilegur húmor í honum og augljóst að maður á ekki að taka honum alvarlega, þar sem allar persónur hans er snar-klikkaðar. Ég kem þó skemmtilega ferskur inn í Borderlands 3 þar sem ég hef ekki spilað Borderlands 1 og Borderlands 2. Bara alls ekki. Í Borderlands setja spilarar sig í spor eins af fjórum aðilum sem kallast „Vault hunters“ (nokkurs konar málaliðar) og er markmiðið að finna hvelfingu sem inniheldur tækni og krafta frá útdauðum geimverum með því að finna vísbendingar á mismunandi plánetum. Á því ferðalagi þurfa spilarar að berjast við hjarðir af nánast allsberum drullusokkum, skrímslum, hermönnum og öðrum óvinum. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera á vegum Calypso-tvíburanna, erkióvina leiksins. Þetta er hægt að gera einn eða með vinum en leikurinn er sérstaklega hannaður fyrir fjölspilun.Byrjum á að tala um Vault-hunterana fjóra. Amara er Siren og getur hún beitt ýmsum kröftum til að valda skaða á stórum svæðum. FL4K er Beastmaster og vélmenni en hann getur kallað þjálfuð skrímsli til aðstoðar. Moze er Gunner en hún beitir skotvopnum og getur kallað til stærðarinnar vélmenni sem hún stýrir til að valda miklum skaða. Zane er Operative en hann beitir tækjum og tólum til að afvegaleiða óvini sína og valda þeim skaða. Allir eru mismunandi og bjóða upp á mismunandi spilunarmöguleika sem hressa upp á upplifunina og gera fjölspilun skemmtilegri. Nauðsynlegt er að taka fram að það er mun skemmtilegra að spila leikinn með öðrum, sem ég hef þó ekki haft tök á að gera nægilega oft. Þar reyndist hann Kjartan mjög mikilvægur en við ræðum hann frekar síðar. Það er ýmislegt sem gert er mjög vel í Borderlands 3. Hann er hraður og skemmtilegur og lítur skemmtilega út, eins og nokkurs konar teiknimynd. BL3 er þó aðeins of mikill „loot og grind“-leikur fyrir mig. Allt of mikill tími leiksins fer í að leita uppi kistur, kassa, rusl, þvottavélar og jafnvel klósett, sem innihalda pening, heilsu og skotfæri. Þar að auki er svo mikið af vopnum í leiknum að ég var eiginlega orðinn þreyttur á því að bera nýjar byssur við aðrar og skoða kosti og galla þeirra, því það þarf að gera það svo oft. Þetta er spennandi til að byrja með en ekki lengi.Hér má sjá dæmi um einn kassa sem inniheldur vopn, skotfæri og ýmislegt annað. Öll borð Borderlands 3 eru löðrandi í kössum sem þessum og þeir verða töluvert þreytandi.Auk hasarsins eru persónur Borderlands 3 einn af hans stærstu kostum. Þær eru skrautlegar og oftar en ekki skemmtilegar, fyrir utan ClapTrap sem er einstaklega pirrandi, þegar hann er ekki fyndinn. Ég veit þó ekki alveg með erki-óvini leiksins, Calypso-tvíburana. Þau eru einhvers konar Youtube-stjörnur sólkerfisins og geta verið sniðug. Að mestu leyti eru þau þó bara til staðar. Þau birtast reglulega á skjám leiksins og drulla yfir mann aðeins. Svipaða sögu má segja af verkefnum leiksins. Þau eru yfirleitt mjög svipuð og fela í sér að ferðast einhvert, drepa einhverja, finna eitthvað, drepa einhverja fleiri og skila draslinu sem þú þurftir að finna. Eitt verkefni í byrjun leiksins varpar einkar skíru ljósi á þennan vanda. Í því verkefni er manni gert að fara inn í sýndarveruleikaheim og bjarga manneskju þaðan. Þessi „sýndarveruleikaheimur“ var nákvæmlega sama svæði og ég hafði nýverið farið um vegna verkefnis, fyrir utan það að allt var blátt. Að drepa sömu drullusokkana á sama svæðinu og ég hafði nýverið farið yfir var verkefnið sem ég fékk. Nema með bláum Instagram-filter. Jei. Samtöl í verkefnum hjálpa þó töluvert til þar sem þau geta verið fyndin. Ég er búinn að hlæja skemmtilega oft við spilun Borderlands. Gallinn er þó sá að maður fær á tilfinninguna að öll verkefni séu eingöngu til þess að fá meiri reynslu og fara á næsta level til að fá nýjar og aðeins betri byssur.Pláneturnar of svipaðar Eins og áður segir eru nokkrar plánetur sem spilarar þurfa að heimsækja og myrða íbúa þeirra í Borderlands 3. Þær líta mismunandi út en það er í rauninni fátt sérstakt við þær. Maður er alltaf að berjast við sömu óvinatýpurnar, sem gengur og gerist í flestum leikjum. Það vantar samt eitthvað til að skilgreina hverja plánetu fyrir sig almennilega og gefa þeim einhverja sérstöðu. Á þessum plánetum þurfa spilarar að komast á milli staða og til þess er hægt að nota ýmis farartæki. Þar er úr nokkrum tegundum að velja sem spilarar geta sniðið að sínum þörfum. Það er eitthvað lúmskt skemmtilegt við að keyra um í Borderlands, fyrir utan hvað það er fáránlega erfitt að stýra farartækjunum almennilega en það er að mestu stillingaratriði sem hægt er að laga. Það er sérstaklega skemmtilegt að keyra um og negla niður óvini. Svæðin sem hægt er að keyra um eru þó oft á tíðum í smærri kantinum og það er alltaf einhvers konar hlið eða vegatálmi í kringum staði þar sem maður þarf að leysa einhver verkefni. Sem er pirrandi og veldur því að bílarnir eru að mestu notaðir til að komast á milli staða og lítið meira en það.Kynnum Kjartan til leiks Þar sem ég hef ekki spilað Borderlands 1 og 2 datt mér í hug að fá hann Kjartan, vinnufélaga og annálaðan drullusokk, til að skrifa nokkur orð um sína upplifun. Hann hefur spilað fyrri leikina og hefur ef til vill öðruvísi sýn á leikinn en ég.Fyrir vana hvelfingarveiðimenn er margt kunnuglegt í Borderlands 3. Aragrúi af herfangi með enn fleiri fríkuðum byssum en áður, klikkaðir karakterar og heimar. Leikurinn spilast svo gott sem eins og forverinn Borderlands 2. Enn grundvallast velgengnin í Borderlands-lífinu á því að velja eiginleika leikmannsins eftir því sem hentar leikstíl hvers og eins og vera tilbúinn með vopn sem gagnast best á ólíka óvini.Einhver asi virðist hafa verið á útgáfu leiksins sem hefur þjáðst af töluverðu hökti, sérstaklega í notendaviðmóti í samspili. Það er verulegur galli þar sem samspil er hjartað og sálin í Borderlands, sérstaklega á síðari stigum hans þegar óvinir verða verri viðureignar.Sem fyrr hefst Borderlands 3 af alvöru þegar sögunni lýkur. Þá geta spilarar valið á milli þess að byrja upp á nýtt með erfiðari óvinum í útgáfu sannra hvelfingarveiðimanna [e. true vaulthunter mode] eða í nýrri glundroðaútgáfu leiksins. Í síðarnefndu útgáfu leiksins breytast aðstæður reglulega, óvinir verða seigari og sumar byssur verða öflugri eða veikari svo dæmi séu nefnd. Á móti aukast líkurnar á óvinir láti eftir sig hágæða herfang þegar þeir liggja óhjákvæmilega í valnum.Deila má um hvort söguþráðurinn í Borderlands-leikjum skipi mikinn sess hjá spilurum. Óháð gæðum handritanna hefur þó verið hægt að stóla á sturlaðar sögufléttur, léttgeggjaðar persónur og kímin verkefni sem spilara fá til að leysa. Formúlan virðist þó aðeins farin að útvatnast í þriðju færslunni í Borderlands-sögunni. Þó að enn megi hafa gaman af fáránleikans (björgunaraðgerðir af gervigreindarútikamri er ofarlega í huga) ná hvorki persónur né saga sömu hæðum eða neista og í í þeim frábæra Borderlands 2 sem kom út 2012. Fögur skrif og á Kjartan hrós skilið fyrir þau. Ekkert meira en það samt.Hetjur Borderlands 3 eru með mismunandi krafta. Sumir eru flottari en aðrir.Samantekt-ish Ég hef skemmt mér ágætlega við að spila Borderlands og hlegið sérstaklega mikið að leiknum. Það er skemmtilegra að spila með vinum enda er leikurinn í raun hannaður til þess. Ég hef þó alltaf átt bágt með að taka leiki sem þessa í almennilega sátt. Þá er ég að tala um leiki sem ganga út á að hjakkast í sömu hlutunum til að fá aðeins betri vopn og meiri peninga. Það er slatti af „grindi“ í Borderlands 3, eins og gengur og gerist í netleikjum nútímans, og mér finnst sagan og einspilunin þjást fyrir vikið.Ég spilaði Borderlands 3 á PS4 með eintaki sem ég fékk frá dreifingaraðila leiksins hér á landi.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira