Bráðabirgðatími fyrir Model S er í kringum sjö mínútur og 24 sekúndur. Sá tími er nærri 20 sekúndum skemmri en Porsche Taycan, nýjum rafmagns Porsche tókst að fara hringinn á.
Svo virðist sem alvöru rafmangs barátta sé að hefjast á Nürburgring. Þann 26. ágúst síðastlitinn setti Porsche myndband af Taycan að aka hring á Nürburgring á mettíma fyrir fjögurra dyra rafbíl.
Model S bílarnir sem notaðir voru á brautinni voru af næstu kynslóð. Þeir voru ögn breiðari en núvernadi Model S bílar. Eins voru þeir strípaðir niður eins og hægt var. Ólíkt því sem Porsche gerði með Taycan bíl sinn, samkvæmt Porsche.
Tesla hefur sent frá sér tvít sem segir að fyrirtækið hyggi á frekari prófanir á Nürburgring í næsta mánuði. Þá er markmiðið að koma tímanum niður í sjö mínútur og fimm sekúndur.
Data from our track tests indicates that Model S Plaid can achieve 7:20 at the Nürburgring.
With some improvements, 7:05 may be possible when Model S returns next month.
— Tesla (@Tesla) September 19, 2019