Fjöllistakonan Margrét Erla Maack og Tómas Steindórsson eignuðust í morgun stúlku, nánar tiltekið klukkan 9:52 á Landspítalanum.
Stúlkan var 3120 grömm og fimmtíu sentímetra löng. Þetta er fyrsta barn parsins.
Steindór Tómasson, faðir Tómasar, greinir frá þessu á Facebook en þar segir hann:
„Loksins er hún komin í heiminn. Fyrsta barnabarnið sem fæðist á Íslandi. Til hamingju elsku Tómas Steindórsson og Margrét Erla Maack.“
