Urriðagangan er á laugardaginn Karl Lúðvíksson skrifar 9. október 2019 13:07 Það hafa margir lagt leið sína á Þingvöll á þessum hausti til þess að fylgjast með urriðanum í ástarleikjur í Öxará. Þetta er ansi mögnuð sjón en það er þó ennþá magnaðra að fá smá fræðslu um það sem er í gangi og hegðun urriðans í vatninu. Það er komið að hinni árlegu urriðagöngu og eftirfarandi fréttatilkynning frá Laxfiskum fylgir hér fyrir neðan. Þið sem hafið ekki farið en hafið áhuga á líffræði, veiði og náttúru ættuð ekki að missa af þessu því þetta er í alla staði magnað að sjá urriðann í svona návígi."Urriðagangan 2019 - Hin árlega urriðaganga við Öxará á Þingvöllum verður laugardaginn 12. október og hefst klukkan 14:00 við brúna/bílastæðið þar sem forðum stóð Valhöll. Þaðan er síðan genginn örstuttur spölur eftir mjög góðum göngustíg upp með Þingvallabænum að flúðunum undan Drekkingarhyl, þar sem urriðar eru settir í glerbúr á árbakkanum svo yngsta kynslóðin geti skoðað fiskinn betur. Fjallað verður um ástir og örlög urriðans, ekki síst með vísun í lifandi dæmi frá hrygningunni í Öxará í bakgrunni. Komið verður inn á hvernig urriðarnir nýta mismunandi svæði Þingvallavatns árið um kring og sá sama hátt verður greint frá ferðum bleikja í Þingvallavatni, kuðungableikju, ránbleikju og murtu. Langtímaveðurspá gerir ráð fyrir góðu útivistarveðri á Þingvöllum á meðan göngunni stendur, lofthita upp á um 6-7°C og hægviðri." Stangveiði Mest lesið "Laxlaus eftir 9 daga í lax í sumar, hættur þessu! " Veiði Hvar er laxinn sem á að vera mættur í Leirvogsá Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Vænar bleikjur í Varmá Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði Laxinn gefur sig í Svarthöfða í Borgarfirði Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði
Það hafa margir lagt leið sína á Þingvöll á þessum hausti til þess að fylgjast með urriðanum í ástarleikjur í Öxará. Þetta er ansi mögnuð sjón en það er þó ennþá magnaðra að fá smá fræðslu um það sem er í gangi og hegðun urriðans í vatninu. Það er komið að hinni árlegu urriðagöngu og eftirfarandi fréttatilkynning frá Laxfiskum fylgir hér fyrir neðan. Þið sem hafið ekki farið en hafið áhuga á líffræði, veiði og náttúru ættuð ekki að missa af þessu því þetta er í alla staði magnað að sjá urriðann í svona návígi."Urriðagangan 2019 - Hin árlega urriðaganga við Öxará á Þingvöllum verður laugardaginn 12. október og hefst klukkan 14:00 við brúna/bílastæðið þar sem forðum stóð Valhöll. Þaðan er síðan genginn örstuttur spölur eftir mjög góðum göngustíg upp með Þingvallabænum að flúðunum undan Drekkingarhyl, þar sem urriðar eru settir í glerbúr á árbakkanum svo yngsta kynslóðin geti skoðað fiskinn betur. Fjallað verður um ástir og örlög urriðans, ekki síst með vísun í lifandi dæmi frá hrygningunni í Öxará í bakgrunni. Komið verður inn á hvernig urriðarnir nýta mismunandi svæði Þingvallavatns árið um kring og sá sama hátt verður greint frá ferðum bleikja í Þingvallavatni, kuðungableikju, ránbleikju og murtu. Langtímaveðurspá gerir ráð fyrir góðu útivistarveðri á Þingvöllum á meðan göngunni stendur, lofthita upp á um 6-7°C og hægviðri."
Stangveiði Mest lesið "Laxlaus eftir 9 daga í lax í sumar, hættur þessu! " Veiði Hvar er laxinn sem á að vera mættur í Leirvogsá Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Vænar bleikjur í Varmá Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði Laxinn gefur sig í Svarthöfða í Borgarfirði Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði