Elskar Reykjavíkurdætur en verður að halda áfram að segja brandarann Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2019 15:30 Björn og Anna Svava mættu til Ómars á X-inu í morgun. „Ég held að það sé alltaf betra að tala og gera grín fyrst og fremst að sjálfum sér og það var það sem mig langaði að gera. Sú hugmynd kom bara strax og mig langaði alltaf bara að gera þetta með Önnu Svövu og engum öðrum,“ segir Björn Bragi Arnarsson sem vann lengi að nýrri uppistandssýningu sem hann stendur fyrir með Önnu Svövu um þessar mundir í Gamla Bíó. Nýja sýningin Björn Bragi Djöfulsson hefur slegið í gegn að undanförnu. Þar koma þau Björn Bragi og Anna Svava fram. Anna Svava vakti athygli á dögunum þegar Reykjavíkurdætur gagnrýndu hana fyrir uppistandið þar sem hún gerir grín að þeim í sínu upphitunaratriði. Eins og alþjóð þekkir káfaði Björn Bragi á ungri konu á djamminu í fyrra en atvikið náðist á myndaband og fór eins og eldur í sinu um landið. Bæði Björn og Anna Svava mættu í útvarpsþáttinn Ómar Úlfur á X-inu í dag og ræddu sýninguna en Björn Bragi langaði mest að taka sjálfan sig í geng eftir atburðina með því að koma fram. Hann segir að fólk hlæi alltaf mest að því sem það tengi við. Fyrst hafi átt að setja upp tvær sýningar en viðtökurnar voru það góðar að nú selst upp á hverja sýninguna á fætur annarri. Anna Svava segir að það hafi verið erfitt að vera krossfest fyrir brandara og vísar til gríns sem hún gerði að Reykjavíkurdætrum. „Mér fannst það mjög leiðinlegt. Ég er ekki eins og Bjössi, ég er ekki alltaf í blöðunum,“ segir Anna Svava og hlær.Reykjavíkurdætur þekkja það vel að koma fram á stórum tónlistarhátíðum erlendis.„Mér fannst það svo sérstaklega leiðinlegt því það var hægt að hringja í mig og ég hefði bara tekið þetta út. Svo var þetta orðið svo mikið mál að ég bara get ekki tekið þetta út núna. Mér finnst alltaf mjög óþægilegt að segja þennan brandara núna en ég verð einhvern veginn að gera það. Ég elska þessar stelpur og það hefur ekkert með það að gera,“ segir Anna. „Þessi þróun að einhver mæti og skrifar upp brandara í einhverja frétt, algjörlega samhengislaust, er alveg út í hött. Þannig er hægt að misskilja allt og þú ert ekki með neitt samhengi,“ segir Björn.Viðtalið má heyra hér að neðan.„Fólk hefur bara lesið fyrri hlutann á brandaranum og þegar fólk kemur á sýninguna er það bara óóó…. ég las í blaðinu að þetta væri bara um konur. Svo er ég líka að tala um karlmenn og úthúða þeim,“ segir Anna. „Allt listform á að vera pínu ögrandi, ekki bara grín. Þú vilt að þetta hreyfi við einhverjum tilfinningum og meðal annars láta ögra þér eitthvað,“ segir Björn. „Ég er karakterinn Anna þegar ég er með uppistand. Ég er alltaf að tala um hvað ég þoli ekki manninn minn í uppistandi og það er karakterinn minn, ekki endilega mín skoðun,“ segir Anna Svava.Björn Bragi ræddi málið sem setti þjóðfélagið á hliðina í Íslandi í dag á dögunum. Uppistand Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00 „Orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt“ „Ég hef ekki séð þetta uppistand en Lestin á Rás1 fjallaði um uppistandið og þar kom þetta fram. Fyrstu viðbrögðin mín voru svona sterk aðallega þar sem hún segir að það sé enga góða kvenrappara að finna á Íslandi.“ 18. september 2019 14:30 Mest lesið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Fleiri fréttir Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja Sjá meira
„Ég held að það sé alltaf betra að tala og gera grín fyrst og fremst að sjálfum sér og það var það sem mig langaði að gera. Sú hugmynd kom bara strax og mig langaði alltaf bara að gera þetta með Önnu Svövu og engum öðrum,“ segir Björn Bragi Arnarsson sem vann lengi að nýrri uppistandssýningu sem hann stendur fyrir með Önnu Svövu um þessar mundir í Gamla Bíó. Nýja sýningin Björn Bragi Djöfulsson hefur slegið í gegn að undanförnu. Þar koma þau Björn Bragi og Anna Svava fram. Anna Svava vakti athygli á dögunum þegar Reykjavíkurdætur gagnrýndu hana fyrir uppistandið þar sem hún gerir grín að þeim í sínu upphitunaratriði. Eins og alþjóð þekkir káfaði Björn Bragi á ungri konu á djamminu í fyrra en atvikið náðist á myndaband og fór eins og eldur í sinu um landið. Bæði Björn og Anna Svava mættu í útvarpsþáttinn Ómar Úlfur á X-inu í dag og ræddu sýninguna en Björn Bragi langaði mest að taka sjálfan sig í geng eftir atburðina með því að koma fram. Hann segir að fólk hlæi alltaf mest að því sem það tengi við. Fyrst hafi átt að setja upp tvær sýningar en viðtökurnar voru það góðar að nú selst upp á hverja sýninguna á fætur annarri. Anna Svava segir að það hafi verið erfitt að vera krossfest fyrir brandara og vísar til gríns sem hún gerði að Reykjavíkurdætrum. „Mér fannst það mjög leiðinlegt. Ég er ekki eins og Bjössi, ég er ekki alltaf í blöðunum,“ segir Anna Svava og hlær.Reykjavíkurdætur þekkja það vel að koma fram á stórum tónlistarhátíðum erlendis.„Mér fannst það svo sérstaklega leiðinlegt því það var hægt að hringja í mig og ég hefði bara tekið þetta út. Svo var þetta orðið svo mikið mál að ég bara get ekki tekið þetta út núna. Mér finnst alltaf mjög óþægilegt að segja þennan brandara núna en ég verð einhvern veginn að gera það. Ég elska þessar stelpur og það hefur ekkert með það að gera,“ segir Anna. „Þessi þróun að einhver mæti og skrifar upp brandara í einhverja frétt, algjörlega samhengislaust, er alveg út í hött. Þannig er hægt að misskilja allt og þú ert ekki með neitt samhengi,“ segir Björn.Viðtalið má heyra hér að neðan.„Fólk hefur bara lesið fyrri hlutann á brandaranum og þegar fólk kemur á sýninguna er það bara óóó…. ég las í blaðinu að þetta væri bara um konur. Svo er ég líka að tala um karlmenn og úthúða þeim,“ segir Anna. „Allt listform á að vera pínu ögrandi, ekki bara grín. Þú vilt að þetta hreyfi við einhverjum tilfinningum og meðal annars láta ögra þér eitthvað,“ segir Björn. „Ég er karakterinn Anna þegar ég er með uppistand. Ég er alltaf að tala um hvað ég þoli ekki manninn minn í uppistandi og það er karakterinn minn, ekki endilega mín skoðun,“ segir Anna Svava.Björn Bragi ræddi málið sem setti þjóðfélagið á hliðina í Íslandi í dag á dögunum.
Uppistand Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00 „Orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt“ „Ég hef ekki séð þetta uppistand en Lestin á Rás1 fjallaði um uppistandið og þar kom þetta fram. Fyrstu viðbrögðin mín voru svona sterk aðallega þar sem hún segir að það sé enga góða kvenrappara að finna á Íslandi.“ 18. september 2019 14:30 Mest lesið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Fleiri fréttir Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja Sjá meira
Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00
„Orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt“ „Ég hef ekki séð þetta uppistand en Lestin á Rás1 fjallaði um uppistandið og þar kom þetta fram. Fyrstu viðbrögðin mín voru svona sterk aðallega þar sem hún segir að það sé enga góða kvenrappara að finna á Íslandi.“ 18. september 2019 14:30