Lífið

Ráðhúskötturinn Emil er allur

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Emil var vinsæll á meðal starfsmanna og gesta ráðhússins.
Emil var vinsæll á meðal starfsmanna og gesta ráðhússins. Mynd/Reykjavíkurborg
Ráðhúskötturinn Emil er allur. Samkvæmt tilkynningu á Facebooksíðu Reykjavíkurborgar lenti hann í slysi þann 10. september síðastliðinn og kom illa leikinn í Ráðhúsið. Ekki var hægt að bjarga honum.

„Húsverðir Ráðhússins komu honum undir læknishendur en því miður var hann svo illa farinn að hann var svæfður. Hér í Ráðhúsinu átti hann marga góða vini sem hann gladdi með komum sínum og uppátækjum. Emil leið best í fjölmenni og fann sér oft stað til að leggja sig á þegar haldnir voru fundir og móttökur í Tjarnarsalnum.“

Kötturinn Emil mætti oft á borgarstjórnarfundi og tók þátt í að minnsta kosti tvennum kosningum.

„Megi sá sómaköttur hvíla í friði. Aðstandendum Emils færum við innilegar samúðarkveðjur,“ segir í tilkynningunni. Margir minnast kattarins Emils með því að birta af honum myndir undir færslu Reykjavíkurborgar á Facebook. Á Instagramsíðu Reykjavíkurborgar má sjá myndbönd og myndir af kettinum Emil niðri í ráðhúsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.