Nissan kynnir nýjan borgarbíl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. október 2019 15:00 Nissan IMk er borgarbíll framtíðarinnar að sögn Nissan. Nissan Nissan hefur sent frá sér myndir af hugmyndabílnum Nissan IMk. IMk er ætlað að vera rafdrifinn borgarbíll sem hefur framtíðarmiðað yfirbragð. Bíllinn verður kynntur á bílasýningunni í Tokyo seinna í mánuðinum. Japanski framleiðandinn hefur sagt að IMk sé hugmyndabíll sem byggi á „nýrri stefnu í hönnunartungutaki Nissan“ og blási lífi í snjallbíla Nissan. IMk á að vera útbúinn allri nýjustu tækni til sjálfsaksturs og tenginga við aðra bíla. Bíllinn er eins og myndin gefur til kynna fremur kassalaga. Honum er ætlað að mæta þörfum borgarbúa um litla og þægilega borgarbíla, fyrst í Japan og svo um allan heim. Smella þarf á CC til að texta myndbandið.Eins og stendur er einungis einn hreinn rafbíll í vörulínu Nissan, Nissan Leaf. Ætlunin er að kynna nýja rafbíla á næsta ári, þar á meðal jeppling sem á að vera útblásturslaus, með öðrum orðum rafmagnsbíll. IMk er styttri og grennri en Nissan Micra en þó hærri. Innra rými í IMk á að fanga „stemminguna á kaffihúsi eða biðstofu,“ svo notuð séu orð framleiðandans. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent
Nissan hefur sent frá sér myndir af hugmyndabílnum Nissan IMk. IMk er ætlað að vera rafdrifinn borgarbíll sem hefur framtíðarmiðað yfirbragð. Bíllinn verður kynntur á bílasýningunni í Tokyo seinna í mánuðinum. Japanski framleiðandinn hefur sagt að IMk sé hugmyndabíll sem byggi á „nýrri stefnu í hönnunartungutaki Nissan“ og blási lífi í snjallbíla Nissan. IMk á að vera útbúinn allri nýjustu tækni til sjálfsaksturs og tenginga við aðra bíla. Bíllinn er eins og myndin gefur til kynna fremur kassalaga. Honum er ætlað að mæta þörfum borgarbúa um litla og þægilega borgarbíla, fyrst í Japan og svo um allan heim. Smella þarf á CC til að texta myndbandið.Eins og stendur er einungis einn hreinn rafbíll í vörulínu Nissan, Nissan Leaf. Ætlunin er að kynna nýja rafbíla á næsta ári, þar á meðal jeppling sem á að vera útblásturslaus, með öðrum orðum rafmagnsbíll. IMk er styttri og grennri en Nissan Micra en þó hærri. Innra rými í IMk á að fanga „stemminguna á kaffihúsi eða biðstofu,“ svo notuð séu orð framleiðandans.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent