Heiðar Austmann pælir ekki í hvað öðrum finnst Stefán Árni Pálsson skrifar 1. október 2019 20:00 Heiðar Austmann segist gera viðlíka hluti aðeins fyrir sig sjálfan og álit annarra skiptir hann minna máli. „Ég fór í meðferð sem heitir á fræðimálinu Tear through en í stuttu máli er þessi meðferð til þess fallin að minnka djúpar andlitslínur og gera mann ferskari í útliti,“ segir útvarpsmaðurinn góðkunni Heiðar Austmann sem skellti sér í einskonar fegrunarmeðferð á dögunum. Heiðar starfar hjá K100 útvarpsstöðinni og var um árabil hjá FM957. Í umræddri meðferð er komið fyrir fylliefni undir augun. Heiðar segir að meðferðin hafi ekki beint verið sársaukafull. „Ég viðurkenni að það var ekkert sérstök tilfinning að horfa á manneskju stinga nál í andlitið á mér og svona nálægt augunum en merkilegt nokk þá var þetta minna vont en ég hélt. Hef aldrei verið neitt brjálæðislega hrifinn af nálum í gegnum tíðina en þetta reyndist sársaukaminna en ég hélt og konan sem sá um mig algjör fagmaður.“Vildi minnka þreytu pokana Hann segir að svona meðferð eigi að eyða andlitslínum eða minnka til muna. „Þetta á að sparka hrukkum burt úr andlitinu og gera húðina unglegri og ferskari. Í mínu tilfelli vildi ég minnka aðeins þreytu pokana undir augunum á mér eftir mikið álag síðustu vikna og ég sá strax mun á mér eftir meðferðina og reyndar aðrir í kringum mig líka.“Heiðar rétt fyrir meðferð.Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ákvaðst að fara í svona meðferð? „Eftir að hafa lesið mig til um þessa meðferð þá ákvað ég að prófa og taka augnsvæðið sérstaklega fyrir. Eins og ég sagði hér fyrr þá var ég á sjáanlega þreyttur í andlitinu eftir mikið andlegt álag, kviðslitsaðgerð sem gekk illa, álag í vinnu og svo framvegis þannig að ég ákvað að skella mér í svona meðferð og sé alls ekki eftir því. Pokarnir minnkuðu, augnsvæðið varð ferskara og ég einhvern veginn sjálfur ferskari í útliti eftir heimsóknina.“ Heiðar segist hafa liðið nokkuð vel strax eftir meðferðina.Full virkni eftir eina til tvær vikur „Þetta var nánast sársaukalaust með öllu, ég var stunginn með nál í andlitið á nokkrum stöðum og vöðvaslakandi efni sett í kinnarnar á mér og kinnbeinin sem dreifðist síðan eins og það átti að gera. Það kom eðlilega smá roði fyrst til að byrja með en á 1-2 dögum voru engin ummerki eftir í andlitinu á mér. Meðferðin náði síðan fullri virkni á 1-2 vikum.“ Hann segist mæla hiklaust með svona meðferð.Efninu er sprautað rétt undir augsvæðið.„Ég er ekki einn þeirra aðila sem pæli í hvað öðrum finnst, heldur læt bara vaða ef ég tel það rétta ákvörðun fyrir mig,“ segir heiðar. „Ég tók sénsinn og prófaði þetta og var svo sem ekkert hrópandi af húsþökum að ég ætlaði að fara í svona meðferð en eftir að árangurinn lét ekki á sér standa þá mæli ég með. Það eru til milljón og ein aðferð þarna úti til að reyna minnka andlitslínur og augnpokasvæði en þessi meðferð er sú sem hefur virkað best fyrir mig.“Er algengara en fólk heldur að karlmenn fari í svona? „Samkvæmt því sem ég heyrði á Húðlæknastöðinni eru karlmenn að fara í svona meðferðir en þeir/við erum ekkert að hafa hátt um það virðist vera. Ætli ótti við að gert sé grín að manni spili ekki stórt hlutverk þar inni þó að það sé auðvitað fáránlegt,“ segir Heiðar. „Ég fékk alveg pillur frá 1-2 manneskjum eftir þetta af því ég sýndi örstutt frá meðferðinni á Instagram hjá mér en þegar fólk sá árangurinn þá gat það lítið sagt. Snýst allt um hvernig þú sérð sjálfan þig. Ef þú ert að gera þetta fyrir þig til að þér líði vel þá skiptir álit annarra ekki máli. Í mínu tilfelli fannst mér ég þurfa á þessu að halda og ég er mjög ánægður með útkomuna.“ Lýtalækningar Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
„Ég fór í meðferð sem heitir á fræðimálinu Tear through en í stuttu máli er þessi meðferð til þess fallin að minnka djúpar andlitslínur og gera mann ferskari í útliti,“ segir útvarpsmaðurinn góðkunni Heiðar Austmann sem skellti sér í einskonar fegrunarmeðferð á dögunum. Heiðar starfar hjá K100 útvarpsstöðinni og var um árabil hjá FM957. Í umræddri meðferð er komið fyrir fylliefni undir augun. Heiðar segir að meðferðin hafi ekki beint verið sársaukafull. „Ég viðurkenni að það var ekkert sérstök tilfinning að horfa á manneskju stinga nál í andlitið á mér og svona nálægt augunum en merkilegt nokk þá var þetta minna vont en ég hélt. Hef aldrei verið neitt brjálæðislega hrifinn af nálum í gegnum tíðina en þetta reyndist sársaukaminna en ég hélt og konan sem sá um mig algjör fagmaður.“Vildi minnka þreytu pokana Hann segir að svona meðferð eigi að eyða andlitslínum eða minnka til muna. „Þetta á að sparka hrukkum burt úr andlitinu og gera húðina unglegri og ferskari. Í mínu tilfelli vildi ég minnka aðeins þreytu pokana undir augunum á mér eftir mikið álag síðustu vikna og ég sá strax mun á mér eftir meðferðina og reyndar aðrir í kringum mig líka.“Heiðar rétt fyrir meðferð.Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ákvaðst að fara í svona meðferð? „Eftir að hafa lesið mig til um þessa meðferð þá ákvað ég að prófa og taka augnsvæðið sérstaklega fyrir. Eins og ég sagði hér fyrr þá var ég á sjáanlega þreyttur í andlitinu eftir mikið andlegt álag, kviðslitsaðgerð sem gekk illa, álag í vinnu og svo framvegis þannig að ég ákvað að skella mér í svona meðferð og sé alls ekki eftir því. Pokarnir minnkuðu, augnsvæðið varð ferskara og ég einhvern veginn sjálfur ferskari í útliti eftir heimsóknina.“ Heiðar segist hafa liðið nokkuð vel strax eftir meðferðina.Full virkni eftir eina til tvær vikur „Þetta var nánast sársaukalaust með öllu, ég var stunginn með nál í andlitið á nokkrum stöðum og vöðvaslakandi efni sett í kinnarnar á mér og kinnbeinin sem dreifðist síðan eins og það átti að gera. Það kom eðlilega smá roði fyrst til að byrja með en á 1-2 dögum voru engin ummerki eftir í andlitinu á mér. Meðferðin náði síðan fullri virkni á 1-2 vikum.“ Hann segist mæla hiklaust með svona meðferð.Efninu er sprautað rétt undir augsvæðið.„Ég er ekki einn þeirra aðila sem pæli í hvað öðrum finnst, heldur læt bara vaða ef ég tel það rétta ákvörðun fyrir mig,“ segir heiðar. „Ég tók sénsinn og prófaði þetta og var svo sem ekkert hrópandi af húsþökum að ég ætlaði að fara í svona meðferð en eftir að árangurinn lét ekki á sér standa þá mæli ég með. Það eru til milljón og ein aðferð þarna úti til að reyna minnka andlitslínur og augnpokasvæði en þessi meðferð er sú sem hefur virkað best fyrir mig.“Er algengara en fólk heldur að karlmenn fari í svona? „Samkvæmt því sem ég heyrði á Húðlæknastöðinni eru karlmenn að fara í svona meðferðir en þeir/við erum ekkert að hafa hátt um það virðist vera. Ætli ótti við að gert sé grín að manni spili ekki stórt hlutverk þar inni þó að það sé auðvitað fáránlegt,“ segir Heiðar. „Ég fékk alveg pillur frá 1-2 manneskjum eftir þetta af því ég sýndi örstutt frá meðferðinni á Instagram hjá mér en þegar fólk sá árangurinn þá gat það lítið sagt. Snýst allt um hvernig þú sérð sjálfan þig. Ef þú ert að gera þetta fyrir þig til að þér líði vel þá skiptir álit annarra ekki máli. Í mínu tilfelli fannst mér ég þurfa á þessu að halda og ég er mjög ánægður með útkomuna.“
Lýtalækningar Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira