Huddersfield bjargaði stigi í Blackburn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. október 2019 13:30 vísir/getty Huddersfield náði í mikilvægt stig í fallbaráttunni í ensku Championship deildinni þegar liðið kom til baka og náði í jafntefli gegn Blackburn Rovers. Það voru gestirnir frá Huddersfield sem komust yfir snemma leiks þegar Karlan Grant skoraði beint úr vítaspyrnu. Heimamenn svöruðu fljótt, jöfnuðu með marki frá Lewis Holtby eftir mistök Tommy Elphick í vörninni, og Bradley Dack kom þeim svo yfir á 33. mínútu. Blackburn fór með forystu inn í hálfeikinn en varamaðurinn Juninho Bacuna jafnaði leikinn á nýjan leik fyrir hUddersfield. Þetta var þriðji leikurinn í röð sem Bacuna skoraði í fyrir Huddersfield. Lokatölur urðu 2-2 og er Huddersfield nú komið upp úr fallsæti eftir að hafa ekki tapað í fjórum leikjum í röð. Enski boltinn
Huddersfield náði í mikilvægt stig í fallbaráttunni í ensku Championship deildinni þegar liðið kom til baka og náði í jafntefli gegn Blackburn Rovers. Það voru gestirnir frá Huddersfield sem komust yfir snemma leiks þegar Karlan Grant skoraði beint úr vítaspyrnu. Heimamenn svöruðu fljótt, jöfnuðu með marki frá Lewis Holtby eftir mistök Tommy Elphick í vörninni, og Bradley Dack kom þeim svo yfir á 33. mínútu. Blackburn fór með forystu inn í hálfeikinn en varamaðurinn Juninho Bacuna jafnaði leikinn á nýjan leik fyrir hUddersfield. Þetta var þriðji leikurinn í röð sem Bacuna skoraði í fyrir Huddersfield. Lokatölur urðu 2-2 og er Huddersfield nú komið upp úr fallsæti eftir að hafa ekki tapað í fjórum leikjum í röð.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti