Daníel: Þetta var ljótt brot Benedikt Grétarsson skrifar 17. október 2019 22:00 Daníel Guðni messar yfir sínum mönnum vísir/daníel Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur var auðvitað ósáttur við 97-93 tap sinna manna gegn Haukum í þriðju umferð Dominosdeildar karla. Það hjálpaði svo sannarlega ekki Grindvíkingum að Björgvin Hafþór Ríkharðsson missteig sig snemma leiks eftir viðskipti sín við Flennard Whitfield, leikmann Hauka og Daníel var ekki sáttur við framgang Bandaríkjamannsins í því atviki. „Mér fannst hann (Flennard Whitfield,) bara stíga undir hann. Þetta var bara ljótt brot, bara rosa ljótt. Það er súrt að missa lykilleikmann út af svona snemma en Björgvin er lykilmaður hjá okkur varnarlega og á reyndar bara mörg vopn, bæði í vörn og sókn. Það var mjög slæmt að missa hann þarna.“ Aðspurður um leikinn sjálfan, segir Daníel varnarleik sinna manna ekki boðlegan. „Ég er mjög ósáttur með varnarleikinn hjá okkur og það stingur mest í leikslok hversu slakur hann var. Við erum góðir í því að skora boltanum en varnarleikurinn okkar var bara vandræðalegur á löngum köflum í þessum leik.“ „Maður vinnur enga leiki með svona varnarleik. Maður þarf að halda liðum undir 80 stigum og skoðað svo sóknarleikinn sinn út frá því. Þetta var bara afleitt varnarlega og við þurfum að gera miklu betur og taka miklu meiri ábyrgð í okkar varnarleik. Það þýðir ekkert að bjóða upp á þetta til lengri tími,“ bætti Daníel við. Jamal Olasaware og Valdas Vasylius léku báðir sinn fyrsta leik með Grindavík í kvöld. Olasaware skoraði 18 stig og Vasylius skoraði 11 stig og tók 10 fráköst. Hvernig leist þjálfaranum á frumraun þeirra? „Ég er bara nokkuð spenntur fyrir framhaldinu með þá í liðinu mínu. Þeir líta bara vel út. Jamal var fínn í fyrri hálfleik en átti erfitt uppdráttar í þeim seinni og tók þá stundum rangar ákvarðanir í sókninni. Varnarlega er hann ekki alveg klár og það sést alveg að hann er ekki alveg 100%,“ sagði Daníel að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur var auðvitað ósáttur við 97-93 tap sinna manna gegn Haukum í þriðju umferð Dominosdeildar karla. Það hjálpaði svo sannarlega ekki Grindvíkingum að Björgvin Hafþór Ríkharðsson missteig sig snemma leiks eftir viðskipti sín við Flennard Whitfield, leikmann Hauka og Daníel var ekki sáttur við framgang Bandaríkjamannsins í því atviki. „Mér fannst hann (Flennard Whitfield,) bara stíga undir hann. Þetta var bara ljótt brot, bara rosa ljótt. Það er súrt að missa lykilleikmann út af svona snemma en Björgvin er lykilmaður hjá okkur varnarlega og á reyndar bara mörg vopn, bæði í vörn og sókn. Það var mjög slæmt að missa hann þarna.“ Aðspurður um leikinn sjálfan, segir Daníel varnarleik sinna manna ekki boðlegan. „Ég er mjög ósáttur með varnarleikinn hjá okkur og það stingur mest í leikslok hversu slakur hann var. Við erum góðir í því að skora boltanum en varnarleikurinn okkar var bara vandræðalegur á löngum köflum í þessum leik.“ „Maður vinnur enga leiki með svona varnarleik. Maður þarf að halda liðum undir 80 stigum og skoðað svo sóknarleikinn sinn út frá því. Þetta var bara afleitt varnarlega og við þurfum að gera miklu betur og taka miklu meiri ábyrgð í okkar varnarleik. Það þýðir ekkert að bjóða upp á þetta til lengri tími,“ bætti Daníel við. Jamal Olasaware og Valdas Vasylius léku báðir sinn fyrsta leik með Grindavík í kvöld. Olasaware skoraði 18 stig og Vasylius skoraði 11 stig og tók 10 fráköst. Hvernig leist þjálfaranum á frumraun þeirra? „Ég er bara nokkuð spenntur fyrir framhaldinu með þá í liðinu mínu. Þeir líta bara vel út. Jamal var fínn í fyrri hálfleik en átti erfitt uppdráttar í þeim seinni og tók þá stundum rangar ákvarðanir í sókninni. Varnarlega er hann ekki alveg klár og það sést alveg að hann er ekki alveg 100%,“ sagði Daníel að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira