Fékk kvíðakast á koddanum í Kólumbíu Stefán Árni Pálsson skrifar 17. október 2019 18:00 Sigrún Ósk og Þórunn Kristín ræða við Alejandro Muñoz í Bogota með aðstoð túlks. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum á Stöð 2, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. Leitin að móður Þórunnar Kristínar hafði farið fram á miklum hraða. Lykilmaður í þeirri leit var Alejandro nokkur Muñoz sem Sigrún Ósk hafði komist í samband við. Sá kólumbíski sagði vel geranlegt að finna móður Þórunnar Kristinar á skömmum tíma. Daginn fyrir brottför Sigrúnar Óskar og Þórunnar frá Íslandi sendi hann Sigrúnu Ósk póst og sagði móðurina fundna. Mikið gleðiefni en Sigrún Ósk fékk efasemdir fyrir svefninn fyrstu nóttina í kólumbísku höfuðborginni. „Þegar ég ligg á koddanum um kvöldið þá fæ ég hálfgert kvíðakast. Nú er ég mætt hingað til Kólumbíu. Ég hef enga sönnun fyrir því að þessi maður sé sá sem hann segist vera,“ sagði Sigrún Ósk í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi.Sjá einnig:Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann „Ég er búin að fá tölvupósta úr einhverju netfangi, maður sem segist vera sérfræðingur. Auðvitað var ég búin að finna fullt af myndböndum og það eru til blaðagreinar og viðtöl þannig að ég var búin að reyna eins og ég gat að tryggja að þetta væri alvöru maður sem væri búinn að finna alvöru fjölskyldu. En maður veit samt aldrei hverjum maður er að treysta oft í blindni í þessu. Ég hugsa að ég er komin með Þórunni hingað út og svo kannski mætir enginn á morgun eða það mætir einhver allt annar og fer eitthvert með okkur og rænir úr okkur líffærum,“ sagði Sigrún Ósk og hló. Alejandro Muñoz stóð svo sannarlega undir nafni. Hann heldur úti sjónvarpsþætti í Kólumbíu og aðstoðar fólk við að finna ættingja sína. Sigrún Ósk var fegin þegar hún sá framan í manninn sem hún hafði verið í samskiptum við dagana á undan. „Ég var fegin að sjá að þarna var einhver með andlit sem passaði við allt sem við höfðum séð í blöðunum.“ Hlusta má á Á bak við tjöldin hér að neðan. Kafað dýpra Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45 „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Fleiri fréttir Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum á Stöð 2, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. Leitin að móður Þórunnar Kristínar hafði farið fram á miklum hraða. Lykilmaður í þeirri leit var Alejandro nokkur Muñoz sem Sigrún Ósk hafði komist í samband við. Sá kólumbíski sagði vel geranlegt að finna móður Þórunnar Kristinar á skömmum tíma. Daginn fyrir brottför Sigrúnar Óskar og Þórunnar frá Íslandi sendi hann Sigrúnu Ósk póst og sagði móðurina fundna. Mikið gleðiefni en Sigrún Ósk fékk efasemdir fyrir svefninn fyrstu nóttina í kólumbísku höfuðborginni. „Þegar ég ligg á koddanum um kvöldið þá fæ ég hálfgert kvíðakast. Nú er ég mætt hingað til Kólumbíu. Ég hef enga sönnun fyrir því að þessi maður sé sá sem hann segist vera,“ sagði Sigrún Ósk í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi.Sjá einnig:Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann „Ég er búin að fá tölvupósta úr einhverju netfangi, maður sem segist vera sérfræðingur. Auðvitað var ég búin að finna fullt af myndböndum og það eru til blaðagreinar og viðtöl þannig að ég var búin að reyna eins og ég gat að tryggja að þetta væri alvöru maður sem væri búinn að finna alvöru fjölskyldu. En maður veit samt aldrei hverjum maður er að treysta oft í blindni í þessu. Ég hugsa að ég er komin með Þórunni hingað út og svo kannski mætir enginn á morgun eða það mætir einhver allt annar og fer eitthvert með okkur og rænir úr okkur líffærum,“ sagði Sigrún Ósk og hló. Alejandro Muñoz stóð svo sannarlega undir nafni. Hann heldur úti sjónvarpsþætti í Kólumbíu og aðstoðar fólk við að finna ættingja sína. Sigrún Ósk var fegin þegar hún sá framan í manninn sem hún hafði verið í samskiptum við dagana á undan. „Ég var fegin að sjá að þarna var einhver með andlit sem passaði við allt sem við höfðum séð í blöðunum.“ Hlusta má á Á bak við tjöldin hér að neðan.
Kafað dýpra Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45 „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Fleiri fréttir Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Sjá meira
Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45
„Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00
Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30