Kristinn Guðmundsson: Ég er búinn að segja við dómaranefnd að þetta sé slakasta parið Einar Kárason skrifar 15. október 2019 20:44 Kristinn vandaði dómurum leiksins ekki kveðjurnar í kvöld. Vísir/Bára ,,Þetta er drullufúlt og eitthvað sem við erum mjög ósáttir við,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir tapleikinn gegn Aftureldingu. ,,Við erum ekki að gera nógu vel sóknarlega síðasta korterið og lendum í vandræðum. Við erum bara drullufúlir.” Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Eyjamenn yfir leikinn og fóru inn í hálfleikinn með fjögurra marka forustu. Hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum? ,,Ég veit það ekki. Ég á eftir að skoða það. Erfitt að hoppa í það strax eftir leik og sérstaklega ef maður er í svona vondu skapi en við erum að gera okkur erfitt fyrir og okkur er gert þetta ógeðslega erfitt fyrir líka.” Dómarar leiksins fengu að heyra það frá bæði leikmönnum og stuðningsmönnum ÍBV og Kristinn vandaði þeim ekki kveðjurnar. ,,Sko, ég er kennari. Ég legg ákveðin verkefni fyrir börnin mín og vonast eftir ákveðnum frammistöðum og eitthvað slíkt. Í sambandi við þessa tvo þá vonast ég ekki eftir neinu. Ég er búinn að segja við dómaranefnd að þetta sé slakasta parið, sérstaklega annar dómarinn í þessu pari, slakasta parið sem dæmir í þessari deild. Alveg sama hvern þú tekur. Ég get bara ekki gert meiri kröfur á þá en það sem þeir buðu upp á í dag.” ,,Sóknarleikurinn (spurður hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum). Við urðum of staðir í ákveðnum taktíkum og við þurfum að einbeita okkur að því að laga það. Það er mikilvægt fyrir okkur að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum gert betur. Við erum að tapa fyrir hörkuliði Aftureldingar. Við unnum þá mjög dramatískt í fyrra þar sem þeir voru brjálaðir eftir leik svo þetta er svolítið sagan þegar þessi lið mætast.” ,,Við eigum hörkuleik eftir pásu svo við höfum tíma núna til að einbeita okkur að því að þróa okkar leik en meira og skapa okkur okkar eigin lukku. Við höfum svolítið verið að henda því frá okkur í síðustu tveimur leikjum og við þurfum að skoða hvað við getum gert betur í því,” sagði Kristinn að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Afturelding 23-24 | Ótrúlegur sigur Aftureldingar í Vestmannaeyjum Afturelding vann ótrúlegan eins marks sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 24-23 Mosfellingum í vil. 15. október 2019 21:15 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
,,Þetta er drullufúlt og eitthvað sem við erum mjög ósáttir við,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir tapleikinn gegn Aftureldingu. ,,Við erum ekki að gera nógu vel sóknarlega síðasta korterið og lendum í vandræðum. Við erum bara drullufúlir.” Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Eyjamenn yfir leikinn og fóru inn í hálfleikinn með fjögurra marka forustu. Hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum? ,,Ég veit það ekki. Ég á eftir að skoða það. Erfitt að hoppa í það strax eftir leik og sérstaklega ef maður er í svona vondu skapi en við erum að gera okkur erfitt fyrir og okkur er gert þetta ógeðslega erfitt fyrir líka.” Dómarar leiksins fengu að heyra það frá bæði leikmönnum og stuðningsmönnum ÍBV og Kristinn vandaði þeim ekki kveðjurnar. ,,Sko, ég er kennari. Ég legg ákveðin verkefni fyrir börnin mín og vonast eftir ákveðnum frammistöðum og eitthvað slíkt. Í sambandi við þessa tvo þá vonast ég ekki eftir neinu. Ég er búinn að segja við dómaranefnd að þetta sé slakasta parið, sérstaklega annar dómarinn í þessu pari, slakasta parið sem dæmir í þessari deild. Alveg sama hvern þú tekur. Ég get bara ekki gert meiri kröfur á þá en það sem þeir buðu upp á í dag.” ,,Sóknarleikurinn (spurður hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum). Við urðum of staðir í ákveðnum taktíkum og við þurfum að einbeita okkur að því að laga það. Það er mikilvægt fyrir okkur að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum gert betur. Við erum að tapa fyrir hörkuliði Aftureldingar. Við unnum þá mjög dramatískt í fyrra þar sem þeir voru brjálaðir eftir leik svo þetta er svolítið sagan þegar þessi lið mætast.” ,,Við eigum hörkuleik eftir pásu svo við höfum tíma núna til að einbeita okkur að því að þróa okkar leik en meira og skapa okkur okkar eigin lukku. Við höfum svolítið verið að henda því frá okkur í síðustu tveimur leikjum og við þurfum að skoða hvað við getum gert betur í því,” sagði Kristinn að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Afturelding 23-24 | Ótrúlegur sigur Aftureldingar í Vestmannaeyjum Afturelding vann ótrúlegan eins marks sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 24-23 Mosfellingum í vil. 15. október 2019 21:15 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Afturelding 23-24 | Ótrúlegur sigur Aftureldingar í Vestmannaeyjum Afturelding vann ótrúlegan eins marks sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 24-23 Mosfellingum í vil. 15. október 2019 21:15