Stórhækka verður kolefnisgjald til að ná loftslagsmarkmiðum Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 16:28 Hagfræðingar hafa lengi talað um að gjald á kolefni sé skilvirk leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vísir/Getty Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að kolefnisgjald upp á 75 dollara, rúmar níuþúsund íslenskar krónur, á tonn af koltvísýringi fyrir árið 2030 geti haldið hnattrænni hlýnun innan við 2°C. Það myndi kalla á alþjóðlegt samkomulag um að gera jarðefnaeldsneyti dýrara í innkaupum. Á Íslandi þyrfti að meira en tvöfalda kolefnisgjald á bensíni. Að meðaltali segir sjóðurinn að kolefnisgjald í heiminum sé um tveir dollarar á tonn, jafnvirði um 250 íslenskra króna. Paulo Mauro, aðstoðarforstöðumaður fjármáladeildar AGS, segir að gríðarlegt stökk þurfi til að kolefnisgjald skili þeim árangri sem sjóðurinn sér fyrir sér að það geti gert. Gjald af þessu tagi gæti hækkað raforkuverð um meira en helming og verð á bensíni um fimmtung í Bandaríkjunum. Það gæti að sama skapi dregið úr losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun þar um tæpan þriðjung. Í þróunarlöndum gæti kolefnisgjaldið dregið úr losun enn meira og skilað hlutfallslega meiri tekjum. Til að milda efnahagslegu áhrif gjalds ef þessu tagi segir sjóðurinn að hægt væri að beina fénu til almennings, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti á Íslandi er ákveðið miðað við lítra af eldsneyti. Þannig er upphæð þess 8,25 krónur á hvern lítra af bensíni og 9,45 krónur á hvern lítra af gas- og dísilolíu. Sé miðað við að um 2,3 kíló kolefnis losni við bruna á hverjum lítra bensíns er kolefnisgjald á bensíni á Íslandi tæplega 3.600 krónur á tonnið. Til að ná því markmiði sem AGS telur geta skilað umtalsverðum árangri þyrfti kolefnisgjaldið því að hækka um 160% hér á landi. Loftslagsmál Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að kolefnisgjald upp á 75 dollara, rúmar níuþúsund íslenskar krónur, á tonn af koltvísýringi fyrir árið 2030 geti haldið hnattrænni hlýnun innan við 2°C. Það myndi kalla á alþjóðlegt samkomulag um að gera jarðefnaeldsneyti dýrara í innkaupum. Á Íslandi þyrfti að meira en tvöfalda kolefnisgjald á bensíni. Að meðaltali segir sjóðurinn að kolefnisgjald í heiminum sé um tveir dollarar á tonn, jafnvirði um 250 íslenskra króna. Paulo Mauro, aðstoðarforstöðumaður fjármáladeildar AGS, segir að gríðarlegt stökk þurfi til að kolefnisgjald skili þeim árangri sem sjóðurinn sér fyrir sér að það geti gert. Gjald af þessu tagi gæti hækkað raforkuverð um meira en helming og verð á bensíni um fimmtung í Bandaríkjunum. Það gæti að sama skapi dregið úr losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun þar um tæpan þriðjung. Í þróunarlöndum gæti kolefnisgjaldið dregið úr losun enn meira og skilað hlutfallslega meiri tekjum. Til að milda efnahagslegu áhrif gjalds ef þessu tagi segir sjóðurinn að hægt væri að beina fénu til almennings, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti á Íslandi er ákveðið miðað við lítra af eldsneyti. Þannig er upphæð þess 8,25 krónur á hvern lítra af bensíni og 9,45 krónur á hvern lítra af gas- og dísilolíu. Sé miðað við að um 2,3 kíló kolefnis losni við bruna á hverjum lítra bensíns er kolefnisgjald á bensíni á Íslandi tæplega 3.600 krónur á tonnið. Til að ná því markmiði sem AGS telur geta skilað umtalsverðum árangri þyrfti kolefnisgjaldið því að hækka um 160% hér á landi.
Loftslagsmál Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira