Safnar ástæðum til að kætast Björk Eiðsdóttir skrifar 29. október 2019 07:00 David Byrne, fyrrum söngvari Talking Heads ákvað að taka málin í sínar hendur og segja neikvæðum fréttum stríð á hendur. Nordicphotos/Getty Heimurinn virðist á heljarþröm og skortur á jákvæðum fréttum oft og tíðum yfirþyrmandi, eða alla vega samanborið við magn þeirra neikvæðu. Það fannst David Byrne, fyrrverandi söngvara Talking Heads, í það minnsta og hann ákvað að taka málin í sínar hendur. Hann sagði frá því á síðasta ári á bloggsíðu sinni davidbyrne.com að hann hefði í hyggju að stofna veftímaritið Reasons to Be Cheerful sem ætlað væri að standa undir nafni og vera vettvangur ýmiss konar ástæðna til að kætast.Heimur á leið til helvítis Í bloggfærslunni sagði David meðal ananrs: „Það virðist oft sem heimurinn sé á beinni leið til helvítis. Ég vakna á morgnana og skoða blaðið og segi við sjálfan mig: „Ó nei!“ Oft er ég svo niðurdreginn hálfan daginn. Það gildir einu hvernig þú kaust í Brexit, í frönsku alþingiskosningunum eða þeim bandarísku – mörgum okkar, hverjar sem stjórnmálaskoðanir okkar eru, líður ótrúlega svipað. Sem eins konar mótsvar við þessu og mögulega einhvers konar meðferð hef ég safnað góðum fréttum sem minna mig á að það er líka eitthvað gott í gangi.“Hugmyndin er sprottin frá því að árið 2016 fór David að sanka að sér fréttum af fólki sem var að gera heiminn betri og var iðinn við að deila slíkum gleðifréttum með vinum sínum og félögum.Nordicphotos/GettyTímarit sem sálfræðitími Hugmyndin er sprottin frá því að árið 2016 fór David að sanka að sér fréttum af fólki sem var að gera heiminn betri og var iðinn við að deila slíkum gleðifréttum með vinum sínum og félögum. Viðbrögð þeirra voru hvetjandi og svo fór að hann setti á laggirnar vefsíðuna og hófst handa við að skrifa. Söngvarinn stendur þó ekki einn að skrifunum og hefur fengið með sér Christine McLaren og Will Doig, bæði með mikla reynslu frá fjölmiðlunum Monocle, Metropolis, The Globe and Mail, The Guardian og NPR. Veftímaritið er ekki rekið með gróðasjónarmið í huga heldur er því ætlað að blása fólki von í brjóst og auka líkur á að góðar hugmyndir breiðist út og nýtist víðar. „Að hluta tímarit, að hluta sálfræðitími og að hluta teikning að betri heimi,“ sagði þessi 67 ára rokkstjarna hugmyndina að baki vefsíðunni vera. Markmiðið er að hans sögn að „vega upp á móti vaxandi neikvæðni og benda á að hlutirnir séu kannski ekki eins slæmir og við höldum“. Nálgast heiminn með forvitni Á heimasíðu tímaritsins segir: „Við segjum sögur sem sanna að í raun eru ótrúlega margar ástæður til að vera glaður. Margar þeirra eru í formi gáfulegra lausna sem þegar hafa sannað sig gegn heimsins stærstu vandamálum, lausna sem svo er hægt að nýta víðar á sama hátt. Við erum hér til að segja þér frá sumum þeirra. Reasons to Be Cheerful var stofnuð af lista- og tónlistarmanninum David Byrne sem trúir á kraftinn sem felst í því að nálgast heiminn í gegnum forvitni – í listum, í tónlist, í samvinnu og í lífinu.“ Flokkar síðunnar eru eftirfarandi: borgaraleg þátttaka, loftslagsmál/orka, menning, fjármál, menntamál, heilsutengd málefni, vísindi og tækni og loks samgöngumál. Nú þegar er að finna þó nokkrar greinar í hverjum flokki allt frá umfjöllun um bíllausa borg á Spáni og hvernig sjálfkeyrandi bílar muni bjarga stórborgum og að því hvernig Svíar nýta dauðar plöntur í orkuvinnslu. Þunglyndur af lestri blaða Í samtali við bandarísku stöðina National Public Radio eða NPR sagði David frá því að ástæða veftímaritsins sé í raun sprottin frá upplifun sem við flest könnumst við; að vakna á morgnana og lesa blaðið. „Eftir um hálftíma er maður svo orðinn bálreiður, tortrygginn og þunglyndur.“ David heldur áfram: „Ég hugsaði með mér, þetta er engin leið til að lifa lífinu. Ég get ekki haldið svona áfram, ég verð að finna aðra leið. Ég fór því að safna greinum sem gáfu mér von, efni sem vann gegn þessari neikvæðnibylgju sem ég var sífellt að lesa um. Eftir að hafa gert þetta í um ár hafði ég safnað að mér ágætis magni. Ég sá þá að ég hafði sankað að mér efni um sanna velgengni sem hægt væri að endurtaka annars staðar. Ég var ekki að safna sögum um til að mynda milljónamæring sem gefur sjúkrahúsi gjöf. Þetta voru ekki hendingar.“ Á þessu má heyra að ekki er um að ræða síðu þar sem safnað er einföldum gleðifréttum þó gott eitt sé um þær að segja, heldur eru þetta alvöru fréttir um lausnir á einu og öðru sem hægt er að endurtaka annars staðar, öðrum til góðs – og gleði! Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Sjá meira
Heimurinn virðist á heljarþröm og skortur á jákvæðum fréttum oft og tíðum yfirþyrmandi, eða alla vega samanborið við magn þeirra neikvæðu. Það fannst David Byrne, fyrrverandi söngvara Talking Heads, í það minnsta og hann ákvað að taka málin í sínar hendur. Hann sagði frá því á síðasta ári á bloggsíðu sinni davidbyrne.com að hann hefði í hyggju að stofna veftímaritið Reasons to Be Cheerful sem ætlað væri að standa undir nafni og vera vettvangur ýmiss konar ástæðna til að kætast.Heimur á leið til helvítis Í bloggfærslunni sagði David meðal ananrs: „Það virðist oft sem heimurinn sé á beinni leið til helvítis. Ég vakna á morgnana og skoða blaðið og segi við sjálfan mig: „Ó nei!“ Oft er ég svo niðurdreginn hálfan daginn. Það gildir einu hvernig þú kaust í Brexit, í frönsku alþingiskosningunum eða þeim bandarísku – mörgum okkar, hverjar sem stjórnmálaskoðanir okkar eru, líður ótrúlega svipað. Sem eins konar mótsvar við þessu og mögulega einhvers konar meðferð hef ég safnað góðum fréttum sem minna mig á að það er líka eitthvað gott í gangi.“Hugmyndin er sprottin frá því að árið 2016 fór David að sanka að sér fréttum af fólki sem var að gera heiminn betri og var iðinn við að deila slíkum gleðifréttum með vinum sínum og félögum.Nordicphotos/GettyTímarit sem sálfræðitími Hugmyndin er sprottin frá því að árið 2016 fór David að sanka að sér fréttum af fólki sem var að gera heiminn betri og var iðinn við að deila slíkum gleðifréttum með vinum sínum og félögum. Viðbrögð þeirra voru hvetjandi og svo fór að hann setti á laggirnar vefsíðuna og hófst handa við að skrifa. Söngvarinn stendur þó ekki einn að skrifunum og hefur fengið með sér Christine McLaren og Will Doig, bæði með mikla reynslu frá fjölmiðlunum Monocle, Metropolis, The Globe and Mail, The Guardian og NPR. Veftímaritið er ekki rekið með gróðasjónarmið í huga heldur er því ætlað að blása fólki von í brjóst og auka líkur á að góðar hugmyndir breiðist út og nýtist víðar. „Að hluta tímarit, að hluta sálfræðitími og að hluta teikning að betri heimi,“ sagði þessi 67 ára rokkstjarna hugmyndina að baki vefsíðunni vera. Markmiðið er að hans sögn að „vega upp á móti vaxandi neikvæðni og benda á að hlutirnir séu kannski ekki eins slæmir og við höldum“. Nálgast heiminn með forvitni Á heimasíðu tímaritsins segir: „Við segjum sögur sem sanna að í raun eru ótrúlega margar ástæður til að vera glaður. Margar þeirra eru í formi gáfulegra lausna sem þegar hafa sannað sig gegn heimsins stærstu vandamálum, lausna sem svo er hægt að nýta víðar á sama hátt. Við erum hér til að segja þér frá sumum þeirra. Reasons to Be Cheerful var stofnuð af lista- og tónlistarmanninum David Byrne sem trúir á kraftinn sem felst í því að nálgast heiminn í gegnum forvitni – í listum, í tónlist, í samvinnu og í lífinu.“ Flokkar síðunnar eru eftirfarandi: borgaraleg þátttaka, loftslagsmál/orka, menning, fjármál, menntamál, heilsutengd málefni, vísindi og tækni og loks samgöngumál. Nú þegar er að finna þó nokkrar greinar í hverjum flokki allt frá umfjöllun um bíllausa borg á Spáni og hvernig sjálfkeyrandi bílar muni bjarga stórborgum og að því hvernig Svíar nýta dauðar plöntur í orkuvinnslu. Þunglyndur af lestri blaða Í samtali við bandarísku stöðina National Public Radio eða NPR sagði David frá því að ástæða veftímaritsins sé í raun sprottin frá upplifun sem við flest könnumst við; að vakna á morgnana og lesa blaðið. „Eftir um hálftíma er maður svo orðinn bálreiður, tortrygginn og þunglyndur.“ David heldur áfram: „Ég hugsaði með mér, þetta er engin leið til að lifa lífinu. Ég get ekki haldið svona áfram, ég verð að finna aðra leið. Ég fór því að safna greinum sem gáfu mér von, efni sem vann gegn þessari neikvæðnibylgju sem ég var sífellt að lesa um. Eftir að hafa gert þetta í um ár hafði ég safnað að mér ágætis magni. Ég sá þá að ég hafði sankað að mér efni um sanna velgengni sem hægt væri að endurtaka annars staðar. Ég var ekki að safna sögum um til að mynda milljónamæring sem gefur sjúkrahúsi gjöf. Þetta voru ekki hendingar.“ Á þessu má heyra að ekki er um að ræða síðu þar sem safnað er einföldum gleðifréttum þó gott eitt sé um þær að segja, heldur eru þetta alvöru fréttir um lausnir á einu og öðru sem hægt er að endurtaka annars staðar, öðrum til góðs – og gleði!
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Sjá meira