18:00 - KR.esports gegn FH Esports - League of Legends
KR mætir FH í League of Legends en liðin fóru í gegnum tímabilið með sambærilegum hætti og og skildu liðin jöfn í innbyrðis viðureignum, svo búast má við æsispennandi leikjum í kvöld.
21:00 - KR.esports gegn Dusty - CS:GO
KR naumlega misstu af deildarmeistaratitlinum í síðasta leik tímabilsins og ætla vafalaust að mæta tvíefldir í kvöld gegn Dusty, sem eftir brösótt gengi framanaf sýndu loks sitt rétta andlit undir lok tímabilsins.
Fjórir heppnir áhorfendur geta unnið sér inn bíómiða á meðan útsendingu stendur.